Öskjuhlíð verður ekki söm Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. janúar 2017 18:45 Tré verða felld í Öskjuhlíð til þess að tryggja aðflugslínu flugvéla sem fara um Reykjavíkurflugvöll. Grisjunin er hluti samkomulags sem Reykjavíkurborg gerði við Ríkið árið 2013. Undirbúningur er hafinn að því að grisja skóginn í Öskjuhlíð. Um 130 tré verða felld og ljóst að skógurinn kemur með að láta á sjá þegar trén verða fjarlægð. „Þetta verður allt önnur hlíð heldur hún er núna,“ segir Þröstur Ólafsson, formaður Skóræktarfélags Reykjavíkur. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag en þar kemur fram að trén sem verð felld nái upp fyrir öryggisviðmið í aðflugslínu Reykjavíkurflugvallar. Isavia setti fram kröfu um að skógurinn yrði grisjaður árið 2011 en var þá harðlega gagnrýnd af Skóræktarfélagi Reykjavíkur og endaði borgin þá á að hafna áformunum. Með samkomulagi ríkisins og Reykjavíkurborgar sem undirritað var árið 2013 heimilaði borgin trjáfellingu í Öskjuhlíð. „Úr því að þeir eru byrjaðir á þessu núna, þá vaxa þau tré sem eftir eru áfram og eftir fjögur fimm ár þá þarf aftur að fara grisja ef að völlurinn á að vera áfram. Þannig að þetta er ekki bara núna þetta er áframhaldandi trjáfelling í Öskjuhlíð. Menn verða að átta sig á því að það tekur eitt tré sjötíu ár að verða svona hátt. Þetta eru svona sextíu til sjötíu ára gömul tré sem hér eru og það er auðveldara að fella tré heldur en að græða nýtt og láta það vaxa og gera það að fallegu útivistarsvæði. Þannig að þetta kemur ekki til með að ná sér aftur,“ segir Þröstur. Í ljósi umræðunnar um Reykjavíkurflugvöll á undanförnum misserum segir Þröstur ákveðin þversögn í samþykkt borgarinnar við að fella trén „Mér finnst þetta mjög skrýtið að vera gera auðveldara aðflugið hér að vellinum á sama tíma og borgarstjórn hefur margsinnis ítrekað vilja hennar til þess að fjarlægja þennan flugvöll og láta hann hverfa. Þannig að þarna er annars vegar verið að stíga skref að láta hann vera um leið og maður segir að það á að láta hann fara,“ segir Þröstur.Skýtur þetta ekki svolítið skökku við í ljósi þess að borgarstjórn og borgarstjóri vill helst fá flugvöllinn úr Vatnsmýrinni?„Jú ég skil mjög vel að fólki finnist eftirsjá af þessum trjám. Við hins vegar gerðum þetta samkomulag 2013 út frá því að á meðan völlurinn væri þarna að þá þurfum við auðvitað að gæta að fyllsta öryggi,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur segir að hluti trjáa sem verður felldur verður nýttur við byggingu Ásatrúarhofs í Öskjuhlíð. Þröstur segir hins vegar að erfitt verði fyrir verktaka að grisja skóginn. „Ég á eftir að sjá þá verktaka sem að hafa tæki til þess að gera þetta á þann hátt sem að útboðsgögnin segja til um,“ segir Þröstur. Tengdar fréttir Há tré felld í Öskjuhlíð fyrir öryggi í flugi Á næstunni verða 130 grenitré felld í Öskjuhlíð sem ná of hátt upp í aðflugsstefnu Reykjavíkurflugvallar. Fyrir fimm árum var Isavia neitað um þessa framkvæmd eftir andstöðu skógræktarfólks. 14. janúar 2017 07:00 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Innlent Fleiri fréttir Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Sjá meira
Tré verða felld í Öskjuhlíð til þess að tryggja aðflugslínu flugvéla sem fara um Reykjavíkurflugvöll. Grisjunin er hluti samkomulags sem Reykjavíkurborg gerði við Ríkið árið 2013. Undirbúningur er hafinn að því að grisja skóginn í Öskjuhlíð. Um 130 tré verða felld og ljóst að skógurinn kemur með að láta á sjá þegar trén verða fjarlægð. „Þetta verður allt önnur hlíð heldur hún er núna,“ segir Þröstur Ólafsson, formaður Skóræktarfélags Reykjavíkur. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag en þar kemur fram að trén sem verð felld nái upp fyrir öryggisviðmið í aðflugslínu Reykjavíkurflugvallar. Isavia setti fram kröfu um að skógurinn yrði grisjaður árið 2011 en var þá harðlega gagnrýnd af Skóræktarfélagi Reykjavíkur og endaði borgin þá á að hafna áformunum. Með samkomulagi ríkisins og Reykjavíkurborgar sem undirritað var árið 2013 heimilaði borgin trjáfellingu í Öskjuhlíð. „Úr því að þeir eru byrjaðir á þessu núna, þá vaxa þau tré sem eftir eru áfram og eftir fjögur fimm ár þá þarf aftur að fara grisja ef að völlurinn á að vera áfram. Þannig að þetta er ekki bara núna þetta er áframhaldandi trjáfelling í Öskjuhlíð. Menn verða að átta sig á því að það tekur eitt tré sjötíu ár að verða svona hátt. Þetta eru svona sextíu til sjötíu ára gömul tré sem hér eru og það er auðveldara að fella tré heldur en að græða nýtt og láta það vaxa og gera það að fallegu útivistarsvæði. Þannig að þetta kemur ekki til með að ná sér aftur,“ segir Þröstur. Í ljósi umræðunnar um Reykjavíkurflugvöll á undanförnum misserum segir Þröstur ákveðin þversögn í samþykkt borgarinnar við að fella trén „Mér finnst þetta mjög skrýtið að vera gera auðveldara aðflugið hér að vellinum á sama tíma og borgarstjórn hefur margsinnis ítrekað vilja hennar til þess að fjarlægja þennan flugvöll og láta hann hverfa. Þannig að þarna er annars vegar verið að stíga skref að láta hann vera um leið og maður segir að það á að láta hann fara,“ segir Þröstur.Skýtur þetta ekki svolítið skökku við í ljósi þess að borgarstjórn og borgarstjóri vill helst fá flugvöllinn úr Vatnsmýrinni?„Jú ég skil mjög vel að fólki finnist eftirsjá af þessum trjám. Við hins vegar gerðum þetta samkomulag 2013 út frá því að á meðan völlurinn væri þarna að þá þurfum við auðvitað að gæta að fyllsta öryggi,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur segir að hluti trjáa sem verður felldur verður nýttur við byggingu Ásatrúarhofs í Öskjuhlíð. Þröstur segir hins vegar að erfitt verði fyrir verktaka að grisja skóginn. „Ég á eftir að sjá þá verktaka sem að hafa tæki til þess að gera þetta á þann hátt sem að útboðsgögnin segja til um,“ segir Þröstur.
Tengdar fréttir Há tré felld í Öskjuhlíð fyrir öryggi í flugi Á næstunni verða 130 grenitré felld í Öskjuhlíð sem ná of hátt upp í aðflugsstefnu Reykjavíkurflugvallar. Fyrir fimm árum var Isavia neitað um þessa framkvæmd eftir andstöðu skógræktarfólks. 14. janúar 2017 07:00 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Innlent Fleiri fréttir Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Sjá meira
Há tré felld í Öskjuhlíð fyrir öryggi í flugi Á næstunni verða 130 grenitré felld í Öskjuhlíð sem ná of hátt upp í aðflugsstefnu Reykjavíkurflugvallar. Fyrir fimm árum var Isavia neitað um þessa framkvæmd eftir andstöðu skógræktarfólks. 14. janúar 2017 07:00