„Íslenski fáninn á toppi K2. Það gerist ekki betra en það!“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. júlí 2017 20:00 John Snorri Sigurjónsson varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að ná toppnum á K2, næsthæsta fjalli heims eftir erfiðan lokakafla. Hópur hans varð sá fyrsti til að ná toppnum frá árinu 2014. Um einn og hálfur mánuður er síðan John Snorri kom til Pakistan og hóf þannig leiðangurinn á K2. Hópurinn hans lagði síðan af stað úr grunnbúðunum aðfaranótt 23. júlí. Um klukkan ellefu í morgun, fimm dögum síðar, bættist hann í fámennan hóp 230 einstaklinga sem hafa náð á toppinn. Lokakaflinn var erfiður og tók lengri tíma en gert var ráð fyrir. John var nýbýinn að reka niður íslenska fánann á fjallstindinn þegar fréttastofa náði af honum tali. „Ég er á toppnum núna. Við vorum að koma hingað fyrir tíu mínútum síðan og ég var rétt að setja íslenska fánann niður. Íslenski fáninn á toppi K2. Það gerist ekki betra en það!" sagði John Snorri í dag. Hann sagði ferðina upp hafa verið erfiða. Hann var andstuttur og átti takmarkað súrefni eftir. „Við ætluðum að vera komin á pakistönskum tíma á milli átta og tíu en núna er klukkan fjögur á pakistönskum tíma. Við erum orðnir mjög lágir á súrefni og þurfum að fara drífa okkur niður," sagði hann. Blendnar tilfinningar fóru um John á toppnum þar sem þreytan var gríðarleg en gleðin var þó sterkari. „Ég er þreyttur. Tilfinningin er mjög blendin. Þegar ég koma hérna á toppinn fór ég bara að gráta. Ég bara missti mig alveg þegar ég kom upp á toppinn," sagði John. Þrátt fyrir að toppnum sé náð bíður hans erfið ganga þar sem John þarf að koma sér aftur niður. Stefnt er að því að ná í grunnbúðir á sunnudag. Hann var spenntur fyrir að komast aftur í öryggið og þakkaði konuninni sinni fyrir stuðninginn. „Ég vil þakka henni fyrir að standa á bak við mig eins og klettur allan tímann. Hún hefur haft trú á mér allan tímann og mig langar líka að þakka stjórn LÍF [styrktarfélags] fyrir að hafa haft trúa á mér allan tímann og til allra landsmanna: takk, takk æðislega." Fjallamennska Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
John Snorri Sigurjónsson varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að ná toppnum á K2, næsthæsta fjalli heims eftir erfiðan lokakafla. Hópur hans varð sá fyrsti til að ná toppnum frá árinu 2014. Um einn og hálfur mánuður er síðan John Snorri kom til Pakistan og hóf þannig leiðangurinn á K2. Hópurinn hans lagði síðan af stað úr grunnbúðunum aðfaranótt 23. júlí. Um klukkan ellefu í morgun, fimm dögum síðar, bættist hann í fámennan hóp 230 einstaklinga sem hafa náð á toppinn. Lokakaflinn var erfiður og tók lengri tíma en gert var ráð fyrir. John var nýbýinn að reka niður íslenska fánann á fjallstindinn þegar fréttastofa náði af honum tali. „Ég er á toppnum núna. Við vorum að koma hingað fyrir tíu mínútum síðan og ég var rétt að setja íslenska fánann niður. Íslenski fáninn á toppi K2. Það gerist ekki betra en það!" sagði John Snorri í dag. Hann sagði ferðina upp hafa verið erfiða. Hann var andstuttur og átti takmarkað súrefni eftir. „Við ætluðum að vera komin á pakistönskum tíma á milli átta og tíu en núna er klukkan fjögur á pakistönskum tíma. Við erum orðnir mjög lágir á súrefni og þurfum að fara drífa okkur niður," sagði hann. Blendnar tilfinningar fóru um John á toppnum þar sem þreytan var gríðarleg en gleðin var þó sterkari. „Ég er þreyttur. Tilfinningin er mjög blendin. Þegar ég koma hérna á toppinn fór ég bara að gráta. Ég bara missti mig alveg þegar ég kom upp á toppinn," sagði John. Þrátt fyrir að toppnum sé náð bíður hans erfið ganga þar sem John þarf að koma sér aftur niður. Stefnt er að því að ná í grunnbúðir á sunnudag. Hann var spenntur fyrir að komast aftur í öryggið og þakkaði konuninni sinni fyrir stuðninginn. „Ég vil þakka henni fyrir að standa á bak við mig eins og klettur allan tímann. Hún hefur haft trú á mér allan tímann og mig langar líka að þakka stjórn LÍF [styrktarfélags] fyrir að hafa haft trúa á mér allan tímann og til allra landsmanna: takk, takk æðislega."
Fjallamennska Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira