Þingkona hrökklast af Facebook Jakob Bjarnar skrifar 22. mars 2017 16:00 Nichole segist ekki enn hafa lært að vera klókur stjórnmálamaður, hún vilji vera einlæg en það geti reynst erfitt að sameina það, einkalíf og svo líf þingmanns. Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur lokað Facebook-reikningi sínum. Hún segir svo frá að níu ára sonur hennar hafi opnað Facebook og séð þar svívirðingar um móður sína. „Ég vil ekki að fólk banki uppá hjá mér og tali svona við mig. Fyrir framan börnin mín. Með ósanngjörnum og óréttlátum hætti. Og ég vil það ekki heldur á Facebook. Þá vil ég frekar loka fyrir þetta. Ég vil hlífa fjölskyldu minni og mínum nánustu við þessu,“ segir Nichole í samtali við Vísi.Mikil reiði í samfélaginuÞingkonan segir að við öll höfum frjálst val, hvort við viljum vera á Facebook eða ekki og hún hafi það á tilfinningunni að mörg þeirra ummæla sem hún fékk yfir sig á Facebook hafi minnst með málefnin að gera heldur hafi þau verið persónulegar svívirðingar sem beindust gegn henni. Mikil reiði hefur látið á sér kræla í samfélaginu, nú síðast eftir að Mikael Torfason rithöfundur, opnaði umræðu um fátækt á Íslandi. Hann fór yfir málið í viðtali við útvarpsþáttinn Harmageddon og seinna í Silfri Ríkisútvarpsins. Nicole tjáði sig um málið og fram kom meðal annars að hún teldi RÚV hafa gefið Mikael of mikið rými sem og Mikael tali of einhliða um fátækt.Snúið út úr orðum hennarNichole segir að um sé að ræða útúrsnúning sem ef til vill megi rekja til þess að hún hafi ekki fullkomið vald á íslenskunni. „Ég hef velt því fyrir mér hvort ég ætti að senda allt sem frá mér fer í yfirlestur? Ég viðurkenni það að íslenska mín er ekki fullkomin. Ég var til dæmis ekki að gagnrýna RUV. En, einhvern veginn varð sú fyrirsögn til. Og þá kom fram að ég hafi unnið með fjölskyldu í níu ár, þeirri sem Mikael gerði að umtalsefni, en ég var að tala um að ég hafi unnið með fjölskyldum sem eru í svipuðum aðstæðum,“ segir Nichole og nefnir dæmi um fréttir sem reynst hafa umdeildar að undanförnu. Ummælin á Facebook voru svæsin, gróf og þau má sum hver finna í athugasemdakerfi fréttamiðla við umræddar fréttir.Einfalt að snúa útúr fyrir NicholeNichole segir einfalt fyrir fólk að túlka orð sín út og suður og snúa útúr. Sjálf veltir hún nú fyrir sér stöðu sinni sem þingmaður. Hún vilji gjarnan vera opin og einlæg en það geti verið flókið samspil að greina á milli þess, starfs þingmannsins og svo einkalífs. „Ég er alls ekki að reyna að teikna mig upp sem fórnarlamb. Það er ég ekki. En, ég þarf að velta fyrir mér stöðu minn á Facebook og hvernig hún samræmist starfi mínu sem þingmaður. Það er mikilvægt starf og ég vil láta gott af mér leiða. En, það er mikil reiði út í ríkisstjórnina og stjórnmálamenn almennt og ég virðist vera upplagt skotmark núna,“ segir Nichole, sem ítrekar að hún sé ekki fórnarlamb.Langar að vera einlægÞingkonan segir það vissulega óþægilegt að vera ekki á Facebook. Þar eru ýmsir hópar sem hún þarf að fylgjast með, svo sem lokaður hópur Bjartrar framtíðar þar sem skipst er á upplýsingum. Hún sé ekki horfin af samfélagsmiðlum að eilífu, hún sé aðeins að velta fyrir sér þessari nýju stöðu. „Ég er pínulítið naíve. Ég hef ekki enn lært að vera klókur stjórnmálamaður. Mig langar að vera einlæg, mig langar að vera heiðarleg og mig langar ekki að fela mig gagnvart fólki og fjölmiðlum. En, ég þarf að finna út hversu opinn þingmaður má vera og ég get ekki boðið fjölskyldu minni að líða fyrir þessa reiði fólksins. Ég er ekki þessi manneskja sem verið er að tala um þar.“ Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur lokað Facebook-reikningi sínum. Hún segir svo frá að níu ára sonur hennar hafi opnað Facebook og séð þar svívirðingar um móður sína. „Ég vil ekki að fólk banki uppá hjá mér og tali svona við mig. Fyrir framan börnin mín. Með ósanngjörnum og óréttlátum hætti. Og ég vil það ekki heldur á Facebook. Þá vil ég frekar loka fyrir þetta. Ég vil hlífa fjölskyldu minni og mínum nánustu við þessu,“ segir Nichole í samtali við Vísi.Mikil reiði í samfélaginuÞingkonan segir að við öll höfum frjálst val, hvort við viljum vera á Facebook eða ekki og hún hafi það á tilfinningunni að mörg þeirra ummæla sem hún fékk yfir sig á Facebook hafi minnst með málefnin að gera heldur hafi þau verið persónulegar svívirðingar sem beindust gegn henni. Mikil reiði hefur látið á sér kræla í samfélaginu, nú síðast eftir að Mikael Torfason rithöfundur, opnaði umræðu um fátækt á Íslandi. Hann fór yfir málið í viðtali við útvarpsþáttinn Harmageddon og seinna í Silfri Ríkisútvarpsins. Nicole tjáði sig um málið og fram kom meðal annars að hún teldi RÚV hafa gefið Mikael of mikið rými sem og Mikael tali of einhliða um fátækt.Snúið út úr orðum hennarNichole segir að um sé að ræða útúrsnúning sem ef til vill megi rekja til þess að hún hafi ekki fullkomið vald á íslenskunni. „Ég hef velt því fyrir mér hvort ég ætti að senda allt sem frá mér fer í yfirlestur? Ég viðurkenni það að íslenska mín er ekki fullkomin. Ég var til dæmis ekki að gagnrýna RUV. En, einhvern veginn varð sú fyrirsögn til. Og þá kom fram að ég hafi unnið með fjölskyldu í níu ár, þeirri sem Mikael gerði að umtalsefni, en ég var að tala um að ég hafi unnið með fjölskyldum sem eru í svipuðum aðstæðum,“ segir Nichole og nefnir dæmi um fréttir sem reynst hafa umdeildar að undanförnu. Ummælin á Facebook voru svæsin, gróf og þau má sum hver finna í athugasemdakerfi fréttamiðla við umræddar fréttir.Einfalt að snúa útúr fyrir NicholeNichole segir einfalt fyrir fólk að túlka orð sín út og suður og snúa útúr. Sjálf veltir hún nú fyrir sér stöðu sinni sem þingmaður. Hún vilji gjarnan vera opin og einlæg en það geti verið flókið samspil að greina á milli þess, starfs þingmannsins og svo einkalífs. „Ég er alls ekki að reyna að teikna mig upp sem fórnarlamb. Það er ég ekki. En, ég þarf að velta fyrir mér stöðu minn á Facebook og hvernig hún samræmist starfi mínu sem þingmaður. Það er mikilvægt starf og ég vil láta gott af mér leiða. En, það er mikil reiði út í ríkisstjórnina og stjórnmálamenn almennt og ég virðist vera upplagt skotmark núna,“ segir Nichole, sem ítrekar að hún sé ekki fórnarlamb.Langar að vera einlægÞingkonan segir það vissulega óþægilegt að vera ekki á Facebook. Þar eru ýmsir hópar sem hún þarf að fylgjast með, svo sem lokaður hópur Bjartrar framtíðar þar sem skipst er á upplýsingum. Hún sé ekki horfin af samfélagsmiðlum að eilífu, hún sé aðeins að velta fyrir sér þessari nýju stöðu. „Ég er pínulítið naíve. Ég hef ekki enn lært að vera klókur stjórnmálamaður. Mig langar að vera einlæg, mig langar að vera heiðarleg og mig langar ekki að fela mig gagnvart fólki og fjölmiðlum. En, ég þarf að finna út hversu opinn þingmaður má vera og ég get ekki boðið fjölskyldu minni að líða fyrir þessa reiði fólksins. Ég er ekki þessi manneskja sem verið er að tala um þar.“
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira