Þungbærar tvær vikur á Landspítalanum Ingvar Þór Björnsson skrifar 1. september 2017 23:42 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir mikilvægt að ræða opinskátt um þann vanda sem sjálfsvíg eru og beina sjónum að orsökum og leiðum til forvarna. Síðustu vikur hafa verið starfsmönnum Landspítalans þungbærar. Þetta segir Páll Matthíasson í forstjórapistli sem birtist á vef Landspítalans í dag. Með stuttu millibili urðu tvö andlát á geðsviði Landspítala. „Okkur á Landspítala er öllum brugðið,“ skrifar Páll.Segir að slík atvik kalli ávallt á ítarlega skoðunAð því er fram kemur í pistlinum tilkynnir Landspítali öll atvik af þessu tagi til lögreglu og Embættis landlæknis. „Það er sjálfstæð ákvörðun þessara embætta hvort frekari skoðunar eða rannsókna er þörf af þeirri hálfu. Hvað Landspítala varðar kalla slík atvik ávallt á sérstaka og ítarlega skoðun. Við munum flýta skoðun á þessum atvikum eftir því sem unnt er. Markmið slíkrar greiningar er að vinna að umbótum á starfi spítalans,“ skrifar Páll. Segir hann að vinna sé hafin að úrbótum hvað húsnæði geðsviðs varðar, en aðrar úrbætur bíði niðurstöðu greiningar.„Sjálfsvíg eru ekki tabú og við eigum að ræða þann vanda opinskátt á breiðum grunni“Segir Páll jafnframt að mikilvægt sé að hlúa betur að börnum í uppvextinum og að snemmbær inngrip í fíknivanda séu afar mikilvæg sem og meðferð geðsjúkdóma. „Sjálfsvíg eru ekki tabú og við eigum að ræða þann vanda opinskátt á breiðum grunni og beina sjónum rakleiðis að orsökum og leiðum til forvarna.“Landspítali gegnir lykilhlutverki í geðheilbrigðisþjónustuPáll segir að Landspítali gegni lykilhlutverki í geðheilbrigðisþjónustu hér á landi. „Þar sinnum við veikustu einstaklingunum með sama hætti og við sinnum veikustu sjúklingunum innan annarra sérgreina. Auk geðgjörgæsludeildar, legudeilda, samfélagsteyma, göngu- og dagdeilda bjóðum við bráðaþjónustu allan sólarhringinn,“ skrifar hann. Segir hann að þá þjónustu megi nálgast í geðdeildarhúsi Landspítala við Hringbraut á virkum dögum frá 12 - 19 og 13-17 um helgar og helgidaga. Á öðrum tímum sólarhringsins er móttaka á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Síðustu vikur hafa verið starfsmönnum Landspítalans þungbærar. Þetta segir Páll Matthíasson í forstjórapistli sem birtist á vef Landspítalans í dag. Með stuttu millibili urðu tvö andlát á geðsviði Landspítala. „Okkur á Landspítala er öllum brugðið,“ skrifar Páll.Segir að slík atvik kalli ávallt á ítarlega skoðunAð því er fram kemur í pistlinum tilkynnir Landspítali öll atvik af þessu tagi til lögreglu og Embættis landlæknis. „Það er sjálfstæð ákvörðun þessara embætta hvort frekari skoðunar eða rannsókna er þörf af þeirri hálfu. Hvað Landspítala varðar kalla slík atvik ávallt á sérstaka og ítarlega skoðun. Við munum flýta skoðun á þessum atvikum eftir því sem unnt er. Markmið slíkrar greiningar er að vinna að umbótum á starfi spítalans,“ skrifar Páll. Segir hann að vinna sé hafin að úrbótum hvað húsnæði geðsviðs varðar, en aðrar úrbætur bíði niðurstöðu greiningar.„Sjálfsvíg eru ekki tabú og við eigum að ræða þann vanda opinskátt á breiðum grunni“Segir Páll jafnframt að mikilvægt sé að hlúa betur að börnum í uppvextinum og að snemmbær inngrip í fíknivanda séu afar mikilvæg sem og meðferð geðsjúkdóma. „Sjálfsvíg eru ekki tabú og við eigum að ræða þann vanda opinskátt á breiðum grunni og beina sjónum rakleiðis að orsökum og leiðum til forvarna.“Landspítali gegnir lykilhlutverki í geðheilbrigðisþjónustuPáll segir að Landspítali gegni lykilhlutverki í geðheilbrigðisþjónustu hér á landi. „Þar sinnum við veikustu einstaklingunum með sama hætti og við sinnum veikustu sjúklingunum innan annarra sérgreina. Auk geðgjörgæsludeildar, legudeilda, samfélagsteyma, göngu- og dagdeilda bjóðum við bráðaþjónustu allan sólarhringinn,“ skrifar hann. Segir hann að þá þjónustu megi nálgast í geðdeildarhúsi Landspítala við Hringbraut á virkum dögum frá 12 - 19 og 13-17 um helgar og helgidaga. Á öðrum tímum sólarhringsins er móttaka á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi.
Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira