Frumsýning: Kött Grá Pjé með lagið fyrir Dag rauða nefsins í ár Atli Ísleifsson skrifar 31. maí 2017 14:15 Kött Grá Pjé UNICEF Lag Dags rauða nefsins hjá UNICEF í ár er samið og flutt af rapparanum Atla Sigþórssyni, sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Kött Grá Pjé. Lagið ber heitið Opnum dyrnar en höfundar þess ásamt Kött Grá Pjé eru þau Karó, Kristján Eldjárn og Magnús Öder. Í tilkynningu frá UNICEF segir að Kött Grá Pjé hafi gert textann í samstarfi við Karó sem syngur viðlagið. „Textinn fjallar meðal annars um það hversu gott margir hafi það í raun hér á landi og að hollt sé að líta í kringum sig og átta sig á því í hversu erfiðum aðstæðum fólk sé um allan heim. Okkur beri skylda til að leggja okkar af mörkum til að aðstoða þau sem virkilega þurfi á því að halda. Sjálfur hefur Kött Grá Pjé verið heimsforeldri hjá UNICEF í heil ellefu ár. Allir sem koma að laginu gera það í sjálfboðavinnu. Magnús Öder og Styrmir Hauksson sáu um upptöku lagsins og hljóðblöndun,“ segir í tilkynningunni. „Við hjá UNICEF erum ákaflega þakklát öllu þessu góða fólki. Það er ómetanlegt að fá þau til liðs við okkur við að vekja athygli á degi rauða nefsins og baráttu heimsforeldra fyrir betri heimi fyrir öll börn,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Kött Grá Pjé fylgir í fótspor margra þjóðþekktra listamanna, en lagið er það sjöunda sem samið er fyrir UNICEF af þessu tilefni. „Á síðasta degi rauða nefsins gerðu Reykjavíkurdætur og Pollapönk lag dagsins sem bar heitið Tabula rasa. Þar áður lagði FM Belfast UNICEF lið með laginu Öll í kór og árin þar á undan Páll Óskar Hjálmtýsson og Redd Lights með laginu Megi það byrja með mér, Retro Stefson með laginu Dagur rauða nefsins og Ljótu hálfvitarnir með laginu Hættu þessu væli. Baggalútur á hins vegar heiðurinn af fyrsta laginu sem samið var fyrir UNICEF á Íslandi og bar heitið Brostu. Dagur rauða nefsins er langstærsti viðburður ársins hjá UNICEF á Íslandi. Hann nær hámarki í beinni útsendingu á RÚV föstudaginn 9. júní þar sem grínistar, leikarar, fjölmiðlafólk og tónlistarmenn búa til ógleymanlegt kvöld og skora á áhorfendur að hjálpa börnum og gerast heimsforeldrar UNICEF. Heimsforeldrar styðja í hverjum mánuði hjálparstarf UNICEF í þágu barna um allan heim. Þeir styðja baráttu UNICEF fyrir öll heimsins börn – hvar sem þau búa og hver sem þau eru. Á degi rauða nefsins síðastliðin ár hafa þúsundir Íslendinga bæst í hóp heimsforeldra UNICEF,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Fleiri fréttir Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Sjá meira
Lag Dags rauða nefsins hjá UNICEF í ár er samið og flutt af rapparanum Atla Sigþórssyni, sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Kött Grá Pjé. Lagið ber heitið Opnum dyrnar en höfundar þess ásamt Kött Grá Pjé eru þau Karó, Kristján Eldjárn og Magnús Öder. Í tilkynningu frá UNICEF segir að Kött Grá Pjé hafi gert textann í samstarfi við Karó sem syngur viðlagið. „Textinn fjallar meðal annars um það hversu gott margir hafi það í raun hér á landi og að hollt sé að líta í kringum sig og átta sig á því í hversu erfiðum aðstæðum fólk sé um allan heim. Okkur beri skylda til að leggja okkar af mörkum til að aðstoða þau sem virkilega þurfi á því að halda. Sjálfur hefur Kött Grá Pjé verið heimsforeldri hjá UNICEF í heil ellefu ár. Allir sem koma að laginu gera það í sjálfboðavinnu. Magnús Öder og Styrmir Hauksson sáu um upptöku lagsins og hljóðblöndun,“ segir í tilkynningunni. „Við hjá UNICEF erum ákaflega þakklát öllu þessu góða fólki. Það er ómetanlegt að fá þau til liðs við okkur við að vekja athygli á degi rauða nefsins og baráttu heimsforeldra fyrir betri heimi fyrir öll börn,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Kött Grá Pjé fylgir í fótspor margra þjóðþekktra listamanna, en lagið er það sjöunda sem samið er fyrir UNICEF af þessu tilefni. „Á síðasta degi rauða nefsins gerðu Reykjavíkurdætur og Pollapönk lag dagsins sem bar heitið Tabula rasa. Þar áður lagði FM Belfast UNICEF lið með laginu Öll í kór og árin þar á undan Páll Óskar Hjálmtýsson og Redd Lights með laginu Megi það byrja með mér, Retro Stefson með laginu Dagur rauða nefsins og Ljótu hálfvitarnir með laginu Hættu þessu væli. Baggalútur á hins vegar heiðurinn af fyrsta laginu sem samið var fyrir UNICEF á Íslandi og bar heitið Brostu. Dagur rauða nefsins er langstærsti viðburður ársins hjá UNICEF á Íslandi. Hann nær hámarki í beinni útsendingu á RÚV föstudaginn 9. júní þar sem grínistar, leikarar, fjölmiðlafólk og tónlistarmenn búa til ógleymanlegt kvöld og skora á áhorfendur að hjálpa börnum og gerast heimsforeldrar UNICEF. Heimsforeldrar styðja í hverjum mánuði hjálparstarf UNICEF í þágu barna um allan heim. Þeir styðja baráttu UNICEF fyrir öll heimsins börn – hvar sem þau búa og hver sem þau eru. Á degi rauða nefsins síðastliðin ár hafa þúsundir Íslendinga bæst í hóp heimsforeldra UNICEF,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Fleiri fréttir Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Sjá meira