Aðeins tvö lið hafa náð að komast yfir tíu marka múrinn í fyrstu leikjum Pepsi-deilda karla og kvenna og þau hafa bæði aðsetur á Samsung vellinum í Garðabænum.
Karlalið og kvennalið Stjörnunnar eru nefnilega tvö markahæstu liðin í deildunum nú þegar fjórar umferðar eru búnar hjá konunum og þrjár umferðir búnar hjá körlunum.
Kvennalið Stjörnunnar skoraði þrjú mörk framhjá meistaraefnum Vals í gærkvöldi og hefur þar með skorað 11 mörk í sumar.
Tveimur dögum áður hafði karlalið félagsins einnig skorað þrjú mörk og komist í tíu mörkin en Stjörnustrákarnir skoruðu þau á heimavelli Blika í Kópavoginum.
Karlalið Stjörnunnar hefur skorað tvö mörk eða fleiri í öllum þremur leikjum sínum í sumar en Stjörnuliðið hefur skorað tvö mörk eða fleiri í 3 af 4 leikjum sínum.
Flest mörk í báðum Pepsi-deildunum:
Kvennalið Stjörnunnar 11
Karlalið Stjörnunnar 10
Kvennalið Þór/KA 8
Karlalið KA 7
Karlalið Vals 7
Karlalið FH 7
Kvennalið FH 7
Kvennalið Breiðabliks 6
Kvennalið ÍBV 6
Flest mörk í Pepsi-deild karla eftir 3 umferðir:
Stjarnan 10
KA 7
Valur 7
FH 7
KR 5
Grindavík 5
ÍA 5
Víkingur Ó. 4
Víkingur R. 3
Breiðablik 2
Fjölnir 1
ÍBV 1
Flest mörk í Pepsi-deild kvenna eftir 4 umferðir:
Stjarnan 11
Þór/KA 8
FH 7
Breiðablik 6
ÍBV 6
Valur 5
Grindavík 3
Fylkir 2
Haukar 2
KR 1
Flest mörk hjá félögum sem eiga bæði karla- og kvennalið í Pepsi-deildunum:
Stjarnan 21
KA (og Þór/KA) 15
FH 14
Valur 12
Breiðablik 8
Grindavík 8
ÍBV 7
KR 6
