Sextán ára stúlka hugmyndasmiðurinn að emoji með hijab Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. júlí 2017 11:04 Tilfinningatákn með höfuðslæðu, eða hijab, bætist í flóruna seinna á þessu ári. Skjáskot/Apple Konur um allan heim sem klæðast slæðu um höfuðið munu brátt fá tilfinningatákn (e. emoji) sem endurspeglar klæðnað þeirra. Nýja táknið er liður í því að auka fjölbreytni í emoji flórunni. Rayouf Alhumedhi, sextán ára stúlka frá Sádí Arabíu sem búsett er í Vín í Austurríki, sendi hugmyndina að hijab emoji til Unicode, fyrirtækisins sem hannar emoji, á síðasta ári. Hún segist himinlifandi með að Apple hafi samþykkt hugmyndina. Nýja hijab klædda tilfinningatáknið var kynnt á mánudaginn, alþjóðlega emoji deginum, og er hluti af nýju safni sem bætist við þau þúsund tákna sem eru þegar í tækjum Apple, seinna á þessu ári. „Ég er mjög sátt með hvernig hann lítur út,“ sagði Alhumedi í samtali við CNN. „Ég sá svo margar hugmyndir, mismunandi liti og stíla en ég vissi ekki hvernig lokaútkoman yrði. Ég er bara svo spennt að hann sé loksins kominn eftir alla vinnuna, öll skrifin.“ Alhumedhi sá hinn nýja emoji í fyrsta skipti á mánudagskvöld þegar tilkynningin kom frá Apple. Vinur hennar sendi henni skilaboð með hlekk á grein Buzzfeed þar sem táknið er nefnt eftir henni. „Ég fékk fréttirnar eins og allir aðrir,“ segir Alhumedhi.Hugmyndin kviknaði í hópspjalli Hugmyndina fékk hún í svefnherberginu sínu í Berlín, þar sem hún bjó á þeim tíma. „Ég var að útbúa hópspjall með vinum mínum á WhatsApp og það var enginn emoji sem gat táknað mig,“ segir hún. „Mér fannst alveg ótrúlegt að það væri enginn emoji sem gæti táknað mig og að það séu milljónir kvenna sem ganga með hijab um allan heim. Eg hafði ekki hugmynd um hvernig hann ætti að líta út, ég vildi bara að hann yrði aðgengilegur í mörgum húðlitum. Milljónir kvenna af öllum kynþáttum ganga með slæðu.“ Hún hafi strax skrifað upp hugmynd og sent hana til Unicode. „Ég gerði þetta rosa hratt. Ég skildi ekki hversu stórt mál þetta væri.“ Boltinn fór þó að rúlla og hlaut hugmynd Alhumedhi stuðning margra í tæknibransanum, meðal annars frá Alexis Ohanian, einum stofnanda Reddit.Vonar að fólk gleðjist Sumir telja að táknið sendi röng skilaboð, að hijab sé kúgunartæki og að með þessu sé Apple að sýna stuðning við kúgun kvenna. Alhumedhi segist meðvituð um að þetta muni valda hneykslan margra. „Einhverjir munu reyna að misnota táknið, nota emoji-inn til að særa og viðhalda staðalímyndum,“ segir hún. „En í stóra samhenginu held ég að þetta verði gott fyrir múslima. Jafnvel þó þetta sé bara spurning um sýnileika. Þetta er bara emoji. Þetta er ekki stór breyting. En þetta gerir fólk hamingjusamt, ég vona það.“ Hún segist einnig vona að táknið auki umburðarlyndi. Þegar konur með hijab fari að sjást á símum fólks muni það festa það í stein að um venjulegt fólks é að ræða. „Ég vildi vera sýnileg, það er svo einfalt. Ég vildi bara emoji sem var eins og ég.“ Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Konur um allan heim sem klæðast slæðu um höfuðið munu brátt fá tilfinningatákn (e. emoji) sem endurspeglar klæðnað þeirra. Nýja táknið er liður í því að auka fjölbreytni í emoji flórunni. Rayouf Alhumedhi, sextán ára stúlka frá Sádí Arabíu sem búsett er í Vín í Austurríki, sendi hugmyndina að hijab emoji til Unicode, fyrirtækisins sem hannar emoji, á síðasta ári. Hún segist himinlifandi með að Apple hafi samþykkt hugmyndina. Nýja hijab klædda tilfinningatáknið var kynnt á mánudaginn, alþjóðlega emoji deginum, og er hluti af nýju safni sem bætist við þau þúsund tákna sem eru þegar í tækjum Apple, seinna á þessu ári. „Ég er mjög sátt með hvernig hann lítur út,“ sagði Alhumedi í samtali við CNN. „Ég sá svo margar hugmyndir, mismunandi liti og stíla en ég vissi ekki hvernig lokaútkoman yrði. Ég er bara svo spennt að hann sé loksins kominn eftir alla vinnuna, öll skrifin.“ Alhumedhi sá hinn nýja emoji í fyrsta skipti á mánudagskvöld þegar tilkynningin kom frá Apple. Vinur hennar sendi henni skilaboð með hlekk á grein Buzzfeed þar sem táknið er nefnt eftir henni. „Ég fékk fréttirnar eins og allir aðrir,“ segir Alhumedhi.Hugmyndin kviknaði í hópspjalli Hugmyndina fékk hún í svefnherberginu sínu í Berlín, þar sem hún bjó á þeim tíma. „Ég var að útbúa hópspjall með vinum mínum á WhatsApp og það var enginn emoji sem gat táknað mig,“ segir hún. „Mér fannst alveg ótrúlegt að það væri enginn emoji sem gæti táknað mig og að það séu milljónir kvenna sem ganga með hijab um allan heim. Eg hafði ekki hugmynd um hvernig hann ætti að líta út, ég vildi bara að hann yrði aðgengilegur í mörgum húðlitum. Milljónir kvenna af öllum kynþáttum ganga með slæðu.“ Hún hafi strax skrifað upp hugmynd og sent hana til Unicode. „Ég gerði þetta rosa hratt. Ég skildi ekki hversu stórt mál þetta væri.“ Boltinn fór þó að rúlla og hlaut hugmynd Alhumedhi stuðning margra í tæknibransanum, meðal annars frá Alexis Ohanian, einum stofnanda Reddit.Vonar að fólk gleðjist Sumir telja að táknið sendi röng skilaboð, að hijab sé kúgunartæki og að með þessu sé Apple að sýna stuðning við kúgun kvenna. Alhumedhi segist meðvituð um að þetta muni valda hneykslan margra. „Einhverjir munu reyna að misnota táknið, nota emoji-inn til að særa og viðhalda staðalímyndum,“ segir hún. „En í stóra samhenginu held ég að þetta verði gott fyrir múslima. Jafnvel þó þetta sé bara spurning um sýnileika. Þetta er bara emoji. Þetta er ekki stór breyting. En þetta gerir fólk hamingjusamt, ég vona það.“ Hún segist einnig vona að táknið auki umburðarlyndi. Þegar konur með hijab fari að sjást á símum fólks muni það festa það í stein að um venjulegt fólks é að ræða. „Ég vildi vera sýnileg, það er svo einfalt. Ég vildi bara emoji sem var eins og ég.“
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira