Farsímafikt fer með friðinn á AA-fundum Jakob Bjarnar skrifar 10. maí 2017 14:09 Sumir halda því fram að það að leggja kapal í síma sínum eða spila Candy Crush, hjálpi til við að einbeita sér að því sem fram fer á fundinum. Svo virðist sem margir geti ekki sleppt taki á snjallsímum sínum, ekki undir nokkrum kringumstæðum – jafnvel ekki á AA-fundum. Í vinahópi SÁÁ á Facebook er vakin athygli á þessu. Kona nokkur segist ekki vilja rugga neinum bátum en svo sé að á mörgum AA-fundum sé þeim tilmælum beint til fundarfólks að slökkva á farsímum sínum meðan á fundi stendur.Að fylgjast með Facebook á AA-fundumHún segir að það færist mjög í aukana að þau tilmæli séu ekki virt og það sem meira er, athygli margra þeirra sem fundina sitja eru alfarið á símanum en ekki á því sem á fundinum er sagt. Og eru þeir þá til lítils. „Ég hef upplifað það oftar en einu sinni að sessunautur minn á AA fundi er að fletta Facebook eða vefsíðum í símanum allan fundartímann,“ segir konan sem viðurkennir að þetta trufli hana og dregur athygli hennar frá því hvað er að gerast á fundinum – sama hversu mjög hún reyni að taka æðruleysið á þetta. Og bætir við: „En á maður að sætta sig við þetta? Er til of mikils ætlast að sýna einnar klukkustundar AA fundi og því fólki sem er að sækjast eftir hugarró þar inni - þá virðingu að vera Á fundinum en ekki einhversstaðar í netheimum?“Candy Crush hjálpar uppá einbeitingunaMálið er rætt í hópnum og meðal annars bent á að líkast til hafi snjallsímar ekki verið til þegar erfðavenjur AA-samtakanna voru settar saman. Og þeir eru til sem segja símanotkun sína ekki þannig að þar með sé verið að sýna öðrum óvirðingu eða að athyglin sé ekki á fundinum, heldur þvert á móti: „Ég legg oft kapal í símanum á AA fundi. Það hjálpar mér að heyra betur. Alveg eins og það hjálpaði mér að krota og teikna í tímum sem krakki - heyrði betur.“ Og önnur kona bætir við: „Ég viðurkenni að vera stundum i candy crush, en það hjálpar mér líka að einbeita mér betur að því sem er verið að segja. En það er yfirleitt bara á stóru fundunum.“ Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Svo virðist sem margir geti ekki sleppt taki á snjallsímum sínum, ekki undir nokkrum kringumstæðum – jafnvel ekki á AA-fundum. Í vinahópi SÁÁ á Facebook er vakin athygli á þessu. Kona nokkur segist ekki vilja rugga neinum bátum en svo sé að á mörgum AA-fundum sé þeim tilmælum beint til fundarfólks að slökkva á farsímum sínum meðan á fundi stendur.Að fylgjast með Facebook á AA-fundumHún segir að það færist mjög í aukana að þau tilmæli séu ekki virt og það sem meira er, athygli margra þeirra sem fundina sitja eru alfarið á símanum en ekki á því sem á fundinum er sagt. Og eru þeir þá til lítils. „Ég hef upplifað það oftar en einu sinni að sessunautur minn á AA fundi er að fletta Facebook eða vefsíðum í símanum allan fundartímann,“ segir konan sem viðurkennir að þetta trufli hana og dregur athygli hennar frá því hvað er að gerast á fundinum – sama hversu mjög hún reyni að taka æðruleysið á þetta. Og bætir við: „En á maður að sætta sig við þetta? Er til of mikils ætlast að sýna einnar klukkustundar AA fundi og því fólki sem er að sækjast eftir hugarró þar inni - þá virðingu að vera Á fundinum en ekki einhversstaðar í netheimum?“Candy Crush hjálpar uppá einbeitingunaMálið er rætt í hópnum og meðal annars bent á að líkast til hafi snjallsímar ekki verið til þegar erfðavenjur AA-samtakanna voru settar saman. Og þeir eru til sem segja símanotkun sína ekki þannig að þar með sé verið að sýna öðrum óvirðingu eða að athyglin sé ekki á fundinum, heldur þvert á móti: „Ég legg oft kapal í símanum á AA fundi. Það hjálpar mér að heyra betur. Alveg eins og það hjálpaði mér að krota og teikna í tímum sem krakki - heyrði betur.“ Og önnur kona bætir við: „Ég viðurkenni að vera stundum i candy crush, en það hjálpar mér líka að einbeita mér betur að því sem er verið að segja. En það er yfirleitt bara á stóru fundunum.“
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira