Hjónin sitja uppi með rúmlega tveggja milljóna króna skaða Jakob Bjarnar skrifar 12. maí 2017 17:03 Hólmfríður og maður hennar hafa farið um allt í leit að kerrunni og valtaranum en án árangurs. „Já, við lentum í rosalegum hremmingum. Enginn má við því að henda 2,2 milljónum út um gluggann,“ segir Hólmfríður Sigurjónsdóttir. Hún og maður hennar lentu í heldur óskemmtilegum málum. Þau leigðu kerru hjá Byko auk valtara sem þau notuðu til að valta sumarhúsagrunn í Bláskógabyggð. Þau voru með þetta tvennt frá laugardegi en á mánudagskvöldi komu þau heim.Þjófar á ferð yfir blánóttina „Þetta var 1. maí. Valtarinn var svo þungur þannig að við tókum kerruna ekkert aftan úr bílnum. Og lögðum honum fyrir framan húsið heima í Skipalóni í Hafnarfirði. Um klukkan hálf sjö að morgni næsta dags fórum við út og ætluðum að skila kerrunni en þá var hún farin. Og valtarinn með,“ segir Hólmfríður. Þau höfðu þegar samband við lögregluna en hún hefur ekki haft samband til baka. Hólmfríður telur víst að hún hafi ekki tíma til að fara í verk sem þessi að svipast um eftir kerru og valtara.Að verða úrkula vonar „Ég hef talað við alla sem hafa myndavélar í hverfinu og það allt verið mjög jákvætt. Maðurinn minn hefur látið fólk sem hann hittir, hann starfar hjá Málningu, og það er búið að fara víða, keyra um alla grunna og ég veit ekki hvað og hvað og maður er að verða úrkula vonar.“ Hólmfríður segir að Byko sé tryggt fyrir stuldi af þessu tagi en við leigu þá færist ábyrgðin yfir á leigutaka. „Það er alveg rétt. Og við keyptum enga tryggingu á tækið. Hún var ekkert í boði, þannig, eða okkur var ekkert bent á það og maður er bara svo mikill álfur.“ Hólmfríður segir þau hreinlega ekki haft ímyndunarafl til að átta sig á þeim möguleika að einhver myndi vilja stela kerru og valtara. Hún vill segja frá þessu ef það gæti orðið öðrum víti til varnaðar og svo náttúrlega ef vera kynni að einhver sæi kerruna og valtarann. „Þá er best að hafa samband við manninn minn í síma 899 6859. Hann heitir Halldór.“ Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira
„Já, við lentum í rosalegum hremmingum. Enginn má við því að henda 2,2 milljónum út um gluggann,“ segir Hólmfríður Sigurjónsdóttir. Hún og maður hennar lentu í heldur óskemmtilegum málum. Þau leigðu kerru hjá Byko auk valtara sem þau notuðu til að valta sumarhúsagrunn í Bláskógabyggð. Þau voru með þetta tvennt frá laugardegi en á mánudagskvöldi komu þau heim.Þjófar á ferð yfir blánóttina „Þetta var 1. maí. Valtarinn var svo þungur þannig að við tókum kerruna ekkert aftan úr bílnum. Og lögðum honum fyrir framan húsið heima í Skipalóni í Hafnarfirði. Um klukkan hálf sjö að morgni næsta dags fórum við út og ætluðum að skila kerrunni en þá var hún farin. Og valtarinn með,“ segir Hólmfríður. Þau höfðu þegar samband við lögregluna en hún hefur ekki haft samband til baka. Hólmfríður telur víst að hún hafi ekki tíma til að fara í verk sem þessi að svipast um eftir kerru og valtara.Að verða úrkula vonar „Ég hef talað við alla sem hafa myndavélar í hverfinu og það allt verið mjög jákvætt. Maðurinn minn hefur látið fólk sem hann hittir, hann starfar hjá Málningu, og það er búið að fara víða, keyra um alla grunna og ég veit ekki hvað og hvað og maður er að verða úrkula vonar.“ Hólmfríður segir að Byko sé tryggt fyrir stuldi af þessu tagi en við leigu þá færist ábyrgðin yfir á leigutaka. „Það er alveg rétt. Og við keyptum enga tryggingu á tækið. Hún var ekkert í boði, þannig, eða okkur var ekkert bent á það og maður er bara svo mikill álfur.“ Hólmfríður segir þau hreinlega ekki haft ímyndunarafl til að átta sig á þeim möguleika að einhver myndi vilja stela kerru og valtara. Hún vill segja frá þessu ef það gæti orðið öðrum víti til varnaðar og svo náttúrlega ef vera kynni að einhver sæi kerruna og valtarann. „Þá er best að hafa samband við manninn minn í síma 899 6859. Hann heitir Halldór.“
Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira