Heimilislaus í Reykjanesbæ: Lagt til að setja börnin í fóstur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. júlí 2017 20:00 Sigrún Dóra á fjögur börn á aldrinum þriggja til fjórtán ára. Eldri börnin eiga föður í Noregi og búa því alfarið hjá henni en yngri börnin eiga föður í Reykjanesbæ sem þau eru hjá aðra hverja viku. Eftir að Sigrún missti íbúð sem hún leigði í Reykjanesbæ hefur hún fengið að gista hjá vinkonu sinni. „Börnin tvö eldri eru í Noregi hjá föður sínum til 4. ágúst. Yngri drengirnir eru hjá pabba sínum. Af því að hér get ég ekki verið með öll þessi börn," segir hún. Sigrún hefur sótt um allar íbúðir sem hafa verið auglýstar í bænum. En það hefur ekki gengið vel. „Ég fékk að skoða eina íbúð og ég held ég hafi verið númer 67," segir hún en hún hefur miklar áhyggjur af því hvað hún eigi að gera þegar eldri börnin koma heim enda hafi þau í engin hús að venda. Yngri börnin hafi þó föðurfjölskylduna í Reykjanesbæ. „Ég gæti búið hvar sem er. í Kolbeinsey þess vegna. Þetta snýst ekki um mig. Þetta snýst um fjölskyldu. Þetta snýst um systkinahópinn og að hann fái að vera saman." Sigrún hefur ítrekað leitað til félagssmálayfirvalda en það er fátt um svör. Bent er á að margir séu í sömu stöðu og hún þurfi að finna íbúð sjálf. „Einu svörin, eða eina úrlausnin sem er boðið upp á, er að mér var bent á að það væri til fullt af góðum fósturforeldrum fyrir eldri börnin. Ókunnugt fóolk. Ég veit ekki hvort það hafi átt að skipta þeim upp eða hvað. Þetta voru svör barnaverndarnefndar. Félagsmálayfirvöld segja að það sé mögulega hægt að hjálpa mér með geymslu fyrir búslóðina eða bjóða mér rúm á gistiheimili, fyrir mig eina. Einnig að ég geti fengið aðstoð með tryggingu fyrir íbúð - en það er engar íbúðir að fá." Sigrún segist ekki þurfa fósturfjölskyldu fyrir börnin. Hún geti vel séð um börnin. Aftur á móti sé hún ekki í standi til að missa þau. „Ef ég missi börnin, þá er þetta búið," segir hún. Tengdar fréttir Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Kona á sjötugsaldri býr í fellihýsi eftir að hafa misst leiguhúsnæði Kona á sjötugsaldri hefur undanfarnar vikur búið á tjaldsvæði í Sandgerði eftir að leiguhúsnæði hennar til níu ára var selt ofan af henni. Sonur konunnar segir aðstæður vera hræðilegar, ekkert húsnæði sé að fá á svæðinu og að fátt sé um svör hjá bæjaryfirvöldum. 11. júlí 2017 18:45 Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. 29. júní 2017 19:30 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Sjá meira
Sigrún Dóra á fjögur börn á aldrinum þriggja til fjórtán ára. Eldri börnin eiga föður í Noregi og búa því alfarið hjá henni en yngri börnin eiga föður í Reykjanesbæ sem þau eru hjá aðra hverja viku. Eftir að Sigrún missti íbúð sem hún leigði í Reykjanesbæ hefur hún fengið að gista hjá vinkonu sinni. „Börnin tvö eldri eru í Noregi hjá föður sínum til 4. ágúst. Yngri drengirnir eru hjá pabba sínum. Af því að hér get ég ekki verið með öll þessi börn," segir hún. Sigrún hefur sótt um allar íbúðir sem hafa verið auglýstar í bænum. En það hefur ekki gengið vel. „Ég fékk að skoða eina íbúð og ég held ég hafi verið númer 67," segir hún en hún hefur miklar áhyggjur af því hvað hún eigi að gera þegar eldri börnin koma heim enda hafi þau í engin hús að venda. Yngri börnin hafi þó föðurfjölskylduna í Reykjanesbæ. „Ég gæti búið hvar sem er. í Kolbeinsey þess vegna. Þetta snýst ekki um mig. Þetta snýst um fjölskyldu. Þetta snýst um systkinahópinn og að hann fái að vera saman." Sigrún hefur ítrekað leitað til félagssmálayfirvalda en það er fátt um svör. Bent er á að margir séu í sömu stöðu og hún þurfi að finna íbúð sjálf. „Einu svörin, eða eina úrlausnin sem er boðið upp á, er að mér var bent á að það væri til fullt af góðum fósturforeldrum fyrir eldri börnin. Ókunnugt fóolk. Ég veit ekki hvort það hafi átt að skipta þeim upp eða hvað. Þetta voru svör barnaverndarnefndar. Félagsmálayfirvöld segja að það sé mögulega hægt að hjálpa mér með geymslu fyrir búslóðina eða bjóða mér rúm á gistiheimili, fyrir mig eina. Einnig að ég geti fengið aðstoð með tryggingu fyrir íbúð - en það er engar íbúðir að fá." Sigrún segist ekki þurfa fósturfjölskyldu fyrir börnin. Hún geti vel séð um börnin. Aftur á móti sé hún ekki í standi til að missa þau. „Ef ég missi börnin, þá er þetta búið," segir hún.
Tengdar fréttir Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Kona á sjötugsaldri býr í fellihýsi eftir að hafa misst leiguhúsnæði Kona á sjötugsaldri hefur undanfarnar vikur búið á tjaldsvæði í Sandgerði eftir að leiguhúsnæði hennar til níu ára var selt ofan af henni. Sonur konunnar segir aðstæður vera hræðilegar, ekkert húsnæði sé að fá á svæðinu og að fátt sé um svör hjá bæjaryfirvöldum. 11. júlí 2017 18:45 Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. 29. júní 2017 19:30 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Sjá meira
Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00
Kona á sjötugsaldri býr í fellihýsi eftir að hafa misst leiguhúsnæði Kona á sjötugsaldri hefur undanfarnar vikur búið á tjaldsvæði í Sandgerði eftir að leiguhúsnæði hennar til níu ára var selt ofan af henni. Sonur konunnar segir aðstæður vera hræðilegar, ekkert húsnæði sé að fá á svæðinu og að fátt sé um svör hjá bæjaryfirvöldum. 11. júlí 2017 18:45
Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. 29. júní 2017 19:30