Lokun flugbrautar ekki haft áhrif á innanlandsflug Höskuldur Kári Schram skrifar 13. nóvember 2017 18:59 Lokun minnstu flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli hefur ekki haft áhrif á áætlunarflug um völlinn þrátt fyrir að brautinni hafi verið lokað fyrir rúmu ári. Yfir sjö hundruð sjúkraflug hafa verið farin það sem af er þessu ári og hafa aldrei verið fleiri. Norðaustur-suðvestur flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli, sem stundum er hefur verið kölluð neyðarbrautin, var lokað í júlí á síðasta ári í kjölfar dóms Hæstaréttar. Málið var mjög umdeilt og margir óttuðust að þetta myndi hafa áhrif á flugöryggi hér innanlands. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Isavia um málið og spurði hvort lokun brautarinnar hafi haft áhrif á flugumferð um völlinn. Í skriflegu svari Isavia til fréttastofu segir meðal annars: „Síðustu tólf mánuði hefur ekki orðið truflun á áætlunarflugi sem vitað er að rekja megi til aðstæðna á Reykjavíkurflugvelli. Það áætlunarflug sem fallið hefur niður hefur samkvæmt upplýsingum Isavia verið vegna veðuraðstæðna sem leitt hafa til ókyrrðar yfir öllu landinu,“ eins og segir í svari Isavia. Nokkur sveitarfélög ályktuðu sérstaklega og lýstu yfir áhyggjum þegar flugbrautinni var lokað á sínum tíma og var sérstaklega minnst á sjúkraflug í því samhengi. Yfir 700 sjúkraflug hafa verið farin á Íslandi það sem af eru þessu ári og hafa aldrei verið fleiri. Leifur Hallgrímsson framkvæmdastjóri Mýflugs sagði í samtali við fréttastofu í dag að lokun brautinnar hafi haft áhrif á sjúkraflug félagsins síðastliðinn vetur. Í einu tilviki hafi vél, sem var að flytja sjúkling frá Akureyri, ekki getað lent vegna þessa. Hann telur að lokun brautarinnar hafi haft neikvæð áhrif á flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli og skapi óþarfa hættu. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Lokun minnstu flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli hefur ekki haft áhrif á áætlunarflug um völlinn þrátt fyrir að brautinni hafi verið lokað fyrir rúmu ári. Yfir sjö hundruð sjúkraflug hafa verið farin það sem af er þessu ári og hafa aldrei verið fleiri. Norðaustur-suðvestur flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli, sem stundum er hefur verið kölluð neyðarbrautin, var lokað í júlí á síðasta ári í kjölfar dóms Hæstaréttar. Málið var mjög umdeilt og margir óttuðust að þetta myndi hafa áhrif á flugöryggi hér innanlands. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Isavia um málið og spurði hvort lokun brautarinnar hafi haft áhrif á flugumferð um völlinn. Í skriflegu svari Isavia til fréttastofu segir meðal annars: „Síðustu tólf mánuði hefur ekki orðið truflun á áætlunarflugi sem vitað er að rekja megi til aðstæðna á Reykjavíkurflugvelli. Það áætlunarflug sem fallið hefur niður hefur samkvæmt upplýsingum Isavia verið vegna veðuraðstæðna sem leitt hafa til ókyrrðar yfir öllu landinu,“ eins og segir í svari Isavia. Nokkur sveitarfélög ályktuðu sérstaklega og lýstu yfir áhyggjum þegar flugbrautinni var lokað á sínum tíma og var sérstaklega minnst á sjúkraflug í því samhengi. Yfir 700 sjúkraflug hafa verið farin á Íslandi það sem af eru þessu ári og hafa aldrei verið fleiri. Leifur Hallgrímsson framkvæmdastjóri Mýflugs sagði í samtali við fréttastofu í dag að lokun brautinnar hafi haft áhrif á sjúkraflug félagsins síðastliðinn vetur. Í einu tilviki hafi vél, sem var að flytja sjúkling frá Akureyri, ekki getað lent vegna þessa. Hann telur að lokun brautarinnar hafi haft neikvæð áhrif á flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli og skapi óþarfa hættu.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira