Nemandi Hagaskóla fluttur með sjúkrabíl eftir harkaleg slagsmál Birgir Olgeirsson skrifar 16. nóvember 2017 13:05 Hagaskóli. Vísir/vilhelm Flytja þurfti nemanda með sjúkrabíl úr Hagaskóla í Reykjavík eftir að honum lenti harkalega saman við annan nemanda síðasta þriðjudag. Þetta kemur fram í tölvupósti sem skólastjóri Hagaskóla sendi á aðstandendur nemenda við Hagaskóla fyrr í dag. Þar segir skólastjórinn, Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir, að nemandinn sem fluttur var með sjúkrabíl hafi verið útskrifaður af sjúkrahúsi samdægurs og mætt í skóla daginn eftir. Hinn nemandinn hefur verið heima eftir atvikið. Á sjötta hundrað nemendur, í áttunda, níunda og tíunda bekk, stunda nám í Hagaskóla. Sesselja segir lögreglu hafa verið í skólanum síðustu daga vegna atviksins sem kom upp á þriðjudag og vegna annarra mála sem eru til rannsóknar hjá lögreglunni. „Því miður gerist það að ýmsar sögur fara af stað. Í skólanum eru t.d. tvær rúður brotnar. Önnur brotnaði á mánudaginn og hin eftir umrætt atvik. Ég hef heyrt sögur af því að þessar rúður hafi brotnað í átökum þessara nemenda, það er rangt. Eins hef ég heyrt talað um blóð á göngum, það er ekkert til í því. Ef til vill hafið þið heyrt aðrar sögur,“ segir í póstinum sem skólastjórinn sendi. Hann má lesa í heild hér fyrir neðan:Kæru foreldrarVæntanlega hafið þið heyrt af atviki sem kom upp milli tveggja nemenda í skólanum síðasta þriðjudag. Þann dag lenti tveimur nemendum harkalega saman. Annar nemandinn sem var fluttur á brott í sjúkrabíl var útskrifaður sama dag og kom í skólann daginn eftir. Hinn nemandinn hefur verið heima eftir atvikið. Það getur verið erfitt að senda út póst samdægurs um atvik sem þetta, fyrst og fremst er verið að huga að nemendum og síðan þarf að ræða við ýmsa aðila og kanna málið til hlítar. Á sama tíma er það frekar sjaldgæft að sjúkrabíll komi að skólanum og það vekur alltaf ákveðnar spurningar sem nemendur fá ekki svör strax við. Lögreglan hefur líka verið oftar hjá okkur síðustu daga en hingað til, bæði vegna þessa atviks á þriðjudaginn og vegna annarra mála sem eru í rannsókn hjá lögreglu.Því miður gerist það að ýmsar sögur fara af stað. Í skólanum eru t.d. tvær rúður brotnar. Önnur brotnaði á mánudaginn og hin eftir umrætt atvik. Ég hef heyrt sögur af því að þessar rúður hafi brotnað í átökum þessara nemenda, það er rangt. Eins hef ég heyrt talað um blóð á göngum, það er ekkert til í því. Ef til vill hafið þið heyrt aðrar sögur. Við megum ekki gleyma því að um er að ræða börn við skólann og allar upplýsingar sem ég má veita eru ekki meiri en hér koma fram. Kennarar voru engu að síður hvattir til að ræða þetta við sína nemendur í gær, hlusta á nemendur og svara spurningum þeirra. Ég bið ykkur um að hafa samband við stjórnendur skólans ef spurningar vakna eða börnum ykkar líður illa eftir þetta atvik. Með kærri kveðju,S. Ingibjörg Jósefsdóttirskólastjóri Hagaskóli Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Flytja þurfti nemanda með sjúkrabíl úr Hagaskóla í Reykjavík eftir að honum lenti harkalega saman við annan nemanda síðasta þriðjudag. Þetta kemur fram í tölvupósti sem skólastjóri Hagaskóla sendi á aðstandendur nemenda við Hagaskóla fyrr í dag. Þar segir skólastjórinn, Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir, að nemandinn sem fluttur var með sjúkrabíl hafi verið útskrifaður af sjúkrahúsi samdægurs og mætt í skóla daginn eftir. Hinn nemandinn hefur verið heima eftir atvikið. Á sjötta hundrað nemendur, í áttunda, níunda og tíunda bekk, stunda nám í Hagaskóla. Sesselja segir lögreglu hafa verið í skólanum síðustu daga vegna atviksins sem kom upp á þriðjudag og vegna annarra mála sem eru til rannsóknar hjá lögreglunni. „Því miður gerist það að ýmsar sögur fara af stað. Í skólanum eru t.d. tvær rúður brotnar. Önnur brotnaði á mánudaginn og hin eftir umrætt atvik. Ég hef heyrt sögur af því að þessar rúður hafi brotnað í átökum þessara nemenda, það er rangt. Eins hef ég heyrt talað um blóð á göngum, það er ekkert til í því. Ef til vill hafið þið heyrt aðrar sögur,“ segir í póstinum sem skólastjórinn sendi. Hann má lesa í heild hér fyrir neðan:Kæru foreldrarVæntanlega hafið þið heyrt af atviki sem kom upp milli tveggja nemenda í skólanum síðasta þriðjudag. Þann dag lenti tveimur nemendum harkalega saman. Annar nemandinn sem var fluttur á brott í sjúkrabíl var útskrifaður sama dag og kom í skólann daginn eftir. Hinn nemandinn hefur verið heima eftir atvikið. Það getur verið erfitt að senda út póst samdægurs um atvik sem þetta, fyrst og fremst er verið að huga að nemendum og síðan þarf að ræða við ýmsa aðila og kanna málið til hlítar. Á sama tíma er það frekar sjaldgæft að sjúkrabíll komi að skólanum og það vekur alltaf ákveðnar spurningar sem nemendur fá ekki svör strax við. Lögreglan hefur líka verið oftar hjá okkur síðustu daga en hingað til, bæði vegna þessa atviks á þriðjudaginn og vegna annarra mála sem eru í rannsókn hjá lögreglu.Því miður gerist það að ýmsar sögur fara af stað. Í skólanum eru t.d. tvær rúður brotnar. Önnur brotnaði á mánudaginn og hin eftir umrætt atvik. Ég hef heyrt sögur af því að þessar rúður hafi brotnað í átökum þessara nemenda, það er rangt. Eins hef ég heyrt talað um blóð á göngum, það er ekkert til í því. Ef til vill hafið þið heyrt aðrar sögur. Við megum ekki gleyma því að um er að ræða börn við skólann og allar upplýsingar sem ég má veita eru ekki meiri en hér koma fram. Kennarar voru engu að síður hvattir til að ræða þetta við sína nemendur í gær, hlusta á nemendur og svara spurningum þeirra. Ég bið ykkur um að hafa samband við stjórnendur skólans ef spurningar vakna eða börnum ykkar líður illa eftir þetta atvik. Með kærri kveðju,S. Ingibjörg Jósefsdóttirskólastjóri Hagaskóli
Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira