Engir öryggisstaðlar fyrir trampolíngarð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2017 20:00 Trampólíngarðurinn í Kópavogi er til skoðunar hjá Heilbrigðiseftirliti Kópavogs eftir ábendingar frá lögreglu sem hefur farið í fimm útköll í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. Ekki er gerð sérstök öryggisúttekt á skemmtigörðum sem þessum við opnun enda kveða reglur ekki á um það. Fréttablaðið og Stöð 2 greindu í gær frá stórauknum fjölda trampolínslysa. Í september og október komu fimmtíu einstaklingar á bráðamóttökuna vegna slíkra slysa samanborið við átta á sama tíma í fyrra. Áverkar eru í sumum tilvikum alvarlegir og má að sögn lækna rekja nokkurn fjölda slysanna til trampolínsgarðs í Kópavogi. Heilbrigðiseftirlit Hafnafjarðar og Kópavogssvæðis fer með eftirlit með garðinum og er hann nú til sérstakrar skoðunar eftir ábendingar frá lögreglu. Fyrirhugað er að fara á vettvang og gera úttekt á svæðinu auk þess að kalla eftir gögnum. Að sögn lögreglu hefur verið farið í fimm útköll vegna slysa í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan.Guðmundur H. EinarssonSkemmtigarðar sem trampolíngarðurinn er flokkaðir sem íþróttahús hjá heilbrigðiseftirlitinu og falla undir reglugerð um hollustuhætti. Fyrir opnun var farið í úttekt á staðnum og athugað hvort frágangur samræmdist 14. gr. reglugerðarinnar en hún kveður að mestu á um hreinlæti en ekki öryggi. Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins segir enga sérstaka öryggisúttekt gerða á svæðum sem þessum enda kveða reglur ekki á um slíkt eftirlit. „Ef það eru til staðlar þá eiga þau að uppfylla staðlana," segir Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar og Kópavogssvæðis. Eru til staðlar fyrir svona svæði? „Ég bara get ekki svarað því hér og nú, það er eitt af þessu sem við skoðum. Af því þú nefndir trampolíngarð að þá er þetta fyrsta starfsemin sem við erum með," segir Guðmundur. Þannig það eru engar öryggisprófanir sérstaklega? „Ekki svo mér sé kunnugt. En það getur verið að framleiðandi tækisins hafi mjög góðar leiðbeiningar," segir Guðmundur. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira
Trampólíngarðurinn í Kópavogi er til skoðunar hjá Heilbrigðiseftirliti Kópavogs eftir ábendingar frá lögreglu sem hefur farið í fimm útköll í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. Ekki er gerð sérstök öryggisúttekt á skemmtigörðum sem þessum við opnun enda kveða reglur ekki á um það. Fréttablaðið og Stöð 2 greindu í gær frá stórauknum fjölda trampolínslysa. Í september og október komu fimmtíu einstaklingar á bráðamóttökuna vegna slíkra slysa samanborið við átta á sama tíma í fyrra. Áverkar eru í sumum tilvikum alvarlegir og má að sögn lækna rekja nokkurn fjölda slysanna til trampolínsgarðs í Kópavogi. Heilbrigðiseftirlit Hafnafjarðar og Kópavogssvæðis fer með eftirlit með garðinum og er hann nú til sérstakrar skoðunar eftir ábendingar frá lögreglu. Fyrirhugað er að fara á vettvang og gera úttekt á svæðinu auk þess að kalla eftir gögnum. Að sögn lögreglu hefur verið farið í fimm útköll vegna slysa í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan.Guðmundur H. EinarssonSkemmtigarðar sem trampolíngarðurinn er flokkaðir sem íþróttahús hjá heilbrigðiseftirlitinu og falla undir reglugerð um hollustuhætti. Fyrir opnun var farið í úttekt á staðnum og athugað hvort frágangur samræmdist 14. gr. reglugerðarinnar en hún kveður að mestu á um hreinlæti en ekki öryggi. Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins segir enga sérstaka öryggisúttekt gerða á svæðum sem þessum enda kveða reglur ekki á um slíkt eftirlit. „Ef það eru til staðlar þá eiga þau að uppfylla staðlana," segir Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar og Kópavogssvæðis. Eru til staðlar fyrir svona svæði? „Ég bara get ekki svarað því hér og nú, það er eitt af þessu sem við skoðum. Af því þú nefndir trampolíngarð að þá er þetta fyrsta starfsemin sem við erum með," segir Guðmundur. Þannig það eru engar öryggisprófanir sérstaklega? „Ekki svo mér sé kunnugt. En það getur verið að framleiðandi tækisins hafi mjög góðar leiðbeiningar," segir Guðmundur.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira