Réttindalaus á hjólabát bakkaði yfir ferðakonu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júní 2017 07:00 Útsýnið aftan úr hjólabátnum á planinu þar sem slysið varð. Mynd/RNSA Afmarka þarf betur umferð gangandi vegfarenda, ökutækja, hjólabáta og þyrla við Jökulsárlón til að tryggja öryggi. Þessum tilmælum beinir Rannsóknarnefnd samgönguslysa til eigenda jarðarinnar Fells og rekstraraðila, það er íslenska ríkisins og Vatnajökulsþjóðgarðs, í skýrslu um slys er varð á jörðinni árið 2015. Slysið varð á malarplani þar sem ökumaður hjólabáts var að bakka. Þá stóðu þrír ferðamenn aftan við bátinn og fylgdust með þyrlu sem var að lenda til að sækja þá. Skipstjóri bátsins bakkaði á fólkið og kanadísk kona varð undir afturhjóli bátsins og lést samstundis. Lögregla rannsakaði málið en ekki fengust upplýsingar í gær um hvort þeirri rannsókn væri lokið. Bakkmyndavél bátsins Jaka var biluð og enginn baksýnisspegill var stjórnborðsmegin. „Hafði skipstjórinn ekki litið sjálfur yfir svæðið fyrir aftan bátinn áður en hann bakkaði,“ segir í skýrslunni. „Treysti skipstjórinn alfarið á þann sem gaf merki um að í lagi væri að bakka farartækinu.“ Skipstjórinn hafði ekki réttindi til að stýra bátnum. Hann hafi verið með réttindi til að stjórna skipum styttri en tólf metrar að lengd, áður nefnd þrjátíu brúttótonn, en samkvæmt haffærisskírteini Jaka þarf skipstjóri að hafa gild réttindi til að stýra farþegaskipum undir 65 brúttótonnum. Skipstjórinn hafi sömuleiðis ekki haft réttindi til að flytja fleiri en tólf farþega en í umræddri ferð voru farþegarnir 24. Þar sem bátnum er einnig ekið á landi er óljóst hvort réttindi þurfi til farþegaflutninga á landi en slík réttindi hafði skipstjórinn ekki. „Samkvæmt skipstjóranum uppfyllti hann þær kröfur um réttindi sem eigandi Jaka gerði við ráðningu hans,“ segir í skýrslunni. Ekki náðist í Einar Björn Einarsson, eiganda ferðaþjónustufyrirtækisins Jökulsárlóns sem gerir út hjólabátinn, við vinnslu fréttarinnar. Rannsóknarnefndin setur fram fimm tillögur í öryggisátt í skýrslunni. Auk fyrrnefndrar tillögu um afmörkun umferðar segir að nauðsynlegt sé að öryggisbúnaði báta verði haldið í fullkomnu lagi og að til sé varabúnaður. Heppilegast væri að aldrei þyrfti að bakka bátunum sökum slæms útsýnis frá þeim á landi. „Nefndin bendir sérstaklega á það í ljósi þessa slyss að reglur verði settar um öryggisbúnað slíkra farartækja,“ segir í skýrslunni. Kröfur um réttindi til að stýra hjólabátum eru óljósar og telur rannsóknarnefndin ófullnægjandi að miða kröfur eingöngu við haffæri þar sem bátunum sé einnig ekið með og án farþega á landi. Samgöngustofa þurfi að skoða sérstaklega skráningu, kröfur og réttindi til að aka og sigla slíkum bátum. Samgöngustofu er einnig ráðlagt að setja verklagsreglur um lendingarstaði fyrir þyrlur í atvinnuskyni og einkaflugi. Því er beint til rekstraraðila að skipstjórar sem stýri hjólabátum hafi tilskilin réttindi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Afmarka þarf betur umferð gangandi vegfarenda, ökutækja, hjólabáta og þyrla við Jökulsárlón til að tryggja öryggi. Þessum tilmælum beinir Rannsóknarnefnd samgönguslysa til eigenda jarðarinnar Fells og rekstraraðila, það er íslenska ríkisins og Vatnajökulsþjóðgarðs, í skýrslu um slys er varð á jörðinni árið 2015. Slysið varð á malarplani þar sem ökumaður hjólabáts var að bakka. Þá stóðu þrír ferðamenn aftan við bátinn og fylgdust með þyrlu sem var að lenda til að sækja þá. Skipstjóri bátsins bakkaði á fólkið og kanadísk kona varð undir afturhjóli bátsins og lést samstundis. Lögregla rannsakaði málið en ekki fengust upplýsingar í gær um hvort þeirri rannsókn væri lokið. Bakkmyndavél bátsins Jaka var biluð og enginn baksýnisspegill var stjórnborðsmegin. „Hafði skipstjórinn ekki litið sjálfur yfir svæðið fyrir aftan bátinn áður en hann bakkaði,“ segir í skýrslunni. „Treysti skipstjórinn alfarið á þann sem gaf merki um að í lagi væri að bakka farartækinu.“ Skipstjórinn hafði ekki réttindi til að stýra bátnum. Hann hafi verið með réttindi til að stjórna skipum styttri en tólf metrar að lengd, áður nefnd þrjátíu brúttótonn, en samkvæmt haffærisskírteini Jaka þarf skipstjóri að hafa gild réttindi til að stýra farþegaskipum undir 65 brúttótonnum. Skipstjórinn hafi sömuleiðis ekki haft réttindi til að flytja fleiri en tólf farþega en í umræddri ferð voru farþegarnir 24. Þar sem bátnum er einnig ekið á landi er óljóst hvort réttindi þurfi til farþegaflutninga á landi en slík réttindi hafði skipstjórinn ekki. „Samkvæmt skipstjóranum uppfyllti hann þær kröfur um réttindi sem eigandi Jaka gerði við ráðningu hans,“ segir í skýrslunni. Ekki náðist í Einar Björn Einarsson, eiganda ferðaþjónustufyrirtækisins Jökulsárlóns sem gerir út hjólabátinn, við vinnslu fréttarinnar. Rannsóknarnefndin setur fram fimm tillögur í öryggisátt í skýrslunni. Auk fyrrnefndrar tillögu um afmörkun umferðar segir að nauðsynlegt sé að öryggisbúnaði báta verði haldið í fullkomnu lagi og að til sé varabúnaður. Heppilegast væri að aldrei þyrfti að bakka bátunum sökum slæms útsýnis frá þeim á landi. „Nefndin bendir sérstaklega á það í ljósi þessa slyss að reglur verði settar um öryggisbúnað slíkra farartækja,“ segir í skýrslunni. Kröfur um réttindi til að stýra hjólabátum eru óljósar og telur rannsóknarnefndin ófullnægjandi að miða kröfur eingöngu við haffæri þar sem bátunum sé einnig ekið með og án farþega á landi. Samgöngustofa þurfi að skoða sérstaklega skráningu, kröfur og réttindi til að aka og sigla slíkum bátum. Samgöngustofu er einnig ráðlagt að setja verklagsreglur um lendingarstaði fyrir þyrlur í atvinnuskyni og einkaflugi. Því er beint til rekstraraðila að skipstjórar sem stýri hjólabátum hafi tilskilin réttindi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira