Brynjar við þingkonu VG á fundi: „Má ég kyssa þig?“ Birgir Olgeirsson skrifar 24. október 2017 12:30 Steinunn Þór og Brynjar á fundi Siðmenntar í gær en við hlið þeirra situr Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar. „Má ég kyssa þig?,“ spurði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Steinunni Þór Árnadóttur, þingmann Vinstri grænna, á fundi Siðmenntar í gærkvöldi sem sýndur var í beinni útsendingu á Facebook. Í samtali við Ríkisútvarpið segist Steinunn Þóra telja Brynjar hafa farið yfir strikið en Brynjar lét hafa eftir sér í samtali við Ríkisútvarpið að hann hefði einungis verið að lýsa yfir hrifningu sinni á Steinunni og spurði um leið hvort öll kímnigáfa á landinu væri dauð. Um var að ræða málfund Lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar á Kex Hostel í gærkvöldi þar sem fulltrúar flokka svöruðu spurningum um aðskilnað ríkis og kirkju. Þegar Brynjar spurði Steinunni Þóru hvort hann mætti kyssa hana svaraði hún: „Æi, nei! Þetta er í beinni útsendingu.“ Benti hún um leið á myndavélina sem tók upp fundinn.Steinunn Þóra Árnadóttir og Brynjar Níelsson.VísirFundarstjórinn og framkvæmdastjóri Siðmenntar, Bjarni Jónsson, bað Brynjar um að fara „rólega í þetta“ í kjölfarið. Í samtali við Ríkisútvarpið segir Steinunn að Brynjar hafi verið asnalegur og óviðeigandi. Hún sagði þetta vera dæmi um hvernig orðræða er reynd til að slá konur út af laginu. „Ég reyndi bara að hunsa hann og einbeita mér að málefnum fundarins,“ sagði Steinunn Þóra við RÚV. Spurður hvort þetta hafi verið óviðeigandi hegðun svaraði Brynjar því neitandi í samtali við RÚV. Þetta hafi hann gert fyrir framan alla og í beinni útsendingu. Hefði hann gengið upp að henni einni út í horni hefði það verið „svolítið óviðeigandi“. „En þetta er fyrir framan alla. Annars er þetta orðin svo ofstækisfull umræða að ég næ ekki upp í nefið á mér,“ sagði Brynjar við RÚV.Brynjar hefur beðist afsökunar á þessari spurningu. Það gerði hann í Facebook-færslu eftir að fréttir höfðu verið sagðar af atvikinu Fundinn má sjá hér fyrir neðan en umrætt atvik á sér stað þegar 28 mínútur eru liðnar af upptökunni. Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
„Má ég kyssa þig?,“ spurði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Steinunni Þór Árnadóttur, þingmann Vinstri grænna, á fundi Siðmenntar í gærkvöldi sem sýndur var í beinni útsendingu á Facebook. Í samtali við Ríkisútvarpið segist Steinunn Þóra telja Brynjar hafa farið yfir strikið en Brynjar lét hafa eftir sér í samtali við Ríkisútvarpið að hann hefði einungis verið að lýsa yfir hrifningu sinni á Steinunni og spurði um leið hvort öll kímnigáfa á landinu væri dauð. Um var að ræða málfund Lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar á Kex Hostel í gærkvöldi þar sem fulltrúar flokka svöruðu spurningum um aðskilnað ríkis og kirkju. Þegar Brynjar spurði Steinunni Þóru hvort hann mætti kyssa hana svaraði hún: „Æi, nei! Þetta er í beinni útsendingu.“ Benti hún um leið á myndavélina sem tók upp fundinn.Steinunn Þóra Árnadóttir og Brynjar Níelsson.VísirFundarstjórinn og framkvæmdastjóri Siðmenntar, Bjarni Jónsson, bað Brynjar um að fara „rólega í þetta“ í kjölfarið. Í samtali við Ríkisútvarpið segir Steinunn að Brynjar hafi verið asnalegur og óviðeigandi. Hún sagði þetta vera dæmi um hvernig orðræða er reynd til að slá konur út af laginu. „Ég reyndi bara að hunsa hann og einbeita mér að málefnum fundarins,“ sagði Steinunn Þóra við RÚV. Spurður hvort þetta hafi verið óviðeigandi hegðun svaraði Brynjar því neitandi í samtali við RÚV. Þetta hafi hann gert fyrir framan alla og í beinni útsendingu. Hefði hann gengið upp að henni einni út í horni hefði það verið „svolítið óviðeigandi“. „En þetta er fyrir framan alla. Annars er þetta orðin svo ofstækisfull umræða að ég næ ekki upp í nefið á mér,“ sagði Brynjar við RÚV.Brynjar hefur beðist afsökunar á þessari spurningu. Það gerði hann í Facebook-færslu eftir að fréttir höfðu verið sagðar af atvikinu Fundinn má sjá hér fyrir neðan en umrætt atvik á sér stað þegar 28 mínútur eru liðnar af upptökunni.
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira