Brynjar við þingkonu VG á fundi: „Má ég kyssa þig?“ Birgir Olgeirsson skrifar 24. október 2017 12:30 Steinunn Þór og Brynjar á fundi Siðmenntar í gær en við hlið þeirra situr Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar. „Má ég kyssa þig?,“ spurði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Steinunni Þór Árnadóttur, þingmann Vinstri grænna, á fundi Siðmenntar í gærkvöldi sem sýndur var í beinni útsendingu á Facebook. Í samtali við Ríkisútvarpið segist Steinunn Þóra telja Brynjar hafa farið yfir strikið en Brynjar lét hafa eftir sér í samtali við Ríkisútvarpið að hann hefði einungis verið að lýsa yfir hrifningu sinni á Steinunni og spurði um leið hvort öll kímnigáfa á landinu væri dauð. Um var að ræða málfund Lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar á Kex Hostel í gærkvöldi þar sem fulltrúar flokka svöruðu spurningum um aðskilnað ríkis og kirkju. Þegar Brynjar spurði Steinunni Þóru hvort hann mætti kyssa hana svaraði hún: „Æi, nei! Þetta er í beinni útsendingu.“ Benti hún um leið á myndavélina sem tók upp fundinn.Steinunn Þóra Árnadóttir og Brynjar Níelsson.VísirFundarstjórinn og framkvæmdastjóri Siðmenntar, Bjarni Jónsson, bað Brynjar um að fara „rólega í þetta“ í kjölfarið. Í samtali við Ríkisútvarpið segir Steinunn að Brynjar hafi verið asnalegur og óviðeigandi. Hún sagði þetta vera dæmi um hvernig orðræða er reynd til að slá konur út af laginu. „Ég reyndi bara að hunsa hann og einbeita mér að málefnum fundarins,“ sagði Steinunn Þóra við RÚV. Spurður hvort þetta hafi verið óviðeigandi hegðun svaraði Brynjar því neitandi í samtali við RÚV. Þetta hafi hann gert fyrir framan alla og í beinni útsendingu. Hefði hann gengið upp að henni einni út í horni hefði það verið „svolítið óviðeigandi“. „En þetta er fyrir framan alla. Annars er þetta orðin svo ofstækisfull umræða að ég næ ekki upp í nefið á mér,“ sagði Brynjar við RÚV.Brynjar hefur beðist afsökunar á þessari spurningu. Það gerði hann í Facebook-færslu eftir að fréttir höfðu verið sagðar af atvikinu Fundinn má sjá hér fyrir neðan en umrætt atvik á sér stað þegar 28 mínútur eru liðnar af upptökunni. Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira
„Má ég kyssa þig?,“ spurði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Steinunni Þór Árnadóttur, þingmann Vinstri grænna, á fundi Siðmenntar í gærkvöldi sem sýndur var í beinni útsendingu á Facebook. Í samtali við Ríkisútvarpið segist Steinunn Þóra telja Brynjar hafa farið yfir strikið en Brynjar lét hafa eftir sér í samtali við Ríkisútvarpið að hann hefði einungis verið að lýsa yfir hrifningu sinni á Steinunni og spurði um leið hvort öll kímnigáfa á landinu væri dauð. Um var að ræða málfund Lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar á Kex Hostel í gærkvöldi þar sem fulltrúar flokka svöruðu spurningum um aðskilnað ríkis og kirkju. Þegar Brynjar spurði Steinunni Þóru hvort hann mætti kyssa hana svaraði hún: „Æi, nei! Þetta er í beinni útsendingu.“ Benti hún um leið á myndavélina sem tók upp fundinn.Steinunn Þóra Árnadóttir og Brynjar Níelsson.VísirFundarstjórinn og framkvæmdastjóri Siðmenntar, Bjarni Jónsson, bað Brynjar um að fara „rólega í þetta“ í kjölfarið. Í samtali við Ríkisútvarpið segir Steinunn að Brynjar hafi verið asnalegur og óviðeigandi. Hún sagði þetta vera dæmi um hvernig orðræða er reynd til að slá konur út af laginu. „Ég reyndi bara að hunsa hann og einbeita mér að málefnum fundarins,“ sagði Steinunn Þóra við RÚV. Spurður hvort þetta hafi verið óviðeigandi hegðun svaraði Brynjar því neitandi í samtali við RÚV. Þetta hafi hann gert fyrir framan alla og í beinni útsendingu. Hefði hann gengið upp að henni einni út í horni hefði það verið „svolítið óviðeigandi“. „En þetta er fyrir framan alla. Annars er þetta orðin svo ofstækisfull umræða að ég næ ekki upp í nefið á mér,“ sagði Brynjar við RÚV.Brynjar hefur beðist afsökunar á þessari spurningu. Það gerði hann í Facebook-færslu eftir að fréttir höfðu verið sagðar af atvikinu Fundinn má sjá hér fyrir neðan en umrætt atvik á sér stað þegar 28 mínútur eru liðnar af upptökunni.
Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira