Fertugur Brady vill spila í sex til sjö ár í viðbót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2017 11:00 Tom Brady. Vísir/Getty Það gæti varla verið betri tími fyrir Tom Brady að leggja skóna á hilluna en núna. Hann er orðinn fertugur, hefur unnið allt á ferlinum og það mörgum sinnum en síðasta en ekki síst þá varð hann í febrúar NFL-meistari í fimmta sinn eftir ótrúlega og sögulega endurkomu í Super Bowl. Einn maður er algjörlega ósammála þessu og það er Tom Brady sjálfur. Það dugar ekki einu sinni að eiginkonan hafi grátbeðið hann mörgum sinnum um að segja þetta gott. Hann tímir ekki að hætta. Eigandi New England Patriots sagði frá því í viðtali við ESPN í gær að Tom Brady ætli ekki að spila í eitt til tvö ár í viðbót heldur er hann að tala um að spila þangað til að hann er 46 eða 47 ára. „Síðast fyrir tveimur til þremur dögum þá fullvissaði hann mig um það að hann væri tilbúinn að spila í sex til sjö ár í viðbót og að hann gæti á þessum tíma spilað jafnvel og hann er að gera í dag,“ sagði Robert Kraft, eigandi New England Patriots, þegar hann hitti fjölmiðla á árlegum ársfundi eiganda NFL-deildarinnar. „Það er enginn sem er ánægðari við að heyra þetta en ég og síðan stuðningsmenn okkar,“ bætti Kraft við. Tom Brady er að fara að hefja sitt átjánda tímabil í NFL-deildinni næsta haust. Hann heldur upp á fertugsafmælið sitt 3. ágúst næstkomandi. Jason Hanson, fyrrum sparkari Detroit Lions, á metið yfir flest tímabil með einu liði eða 21. Brady myndi slá það met léttilega næði hann fyrrnefndum markmiðum sínum auk þess að bæta öll möguleg met hjá leikstjórnendum. Tom Brady hugsar ótrúlega vel um sig, bæði hvað varðar matarræði, lífstíl og æfingar. Kraft sagði meðal annars frá því að Brady væri á fullu að æfa í dag nú þegar fimm mánuðir eru í að tímabilið hefjist. NFL Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira
Það gæti varla verið betri tími fyrir Tom Brady að leggja skóna á hilluna en núna. Hann er orðinn fertugur, hefur unnið allt á ferlinum og það mörgum sinnum en síðasta en ekki síst þá varð hann í febrúar NFL-meistari í fimmta sinn eftir ótrúlega og sögulega endurkomu í Super Bowl. Einn maður er algjörlega ósammála þessu og það er Tom Brady sjálfur. Það dugar ekki einu sinni að eiginkonan hafi grátbeðið hann mörgum sinnum um að segja þetta gott. Hann tímir ekki að hætta. Eigandi New England Patriots sagði frá því í viðtali við ESPN í gær að Tom Brady ætli ekki að spila í eitt til tvö ár í viðbót heldur er hann að tala um að spila þangað til að hann er 46 eða 47 ára. „Síðast fyrir tveimur til þremur dögum þá fullvissaði hann mig um það að hann væri tilbúinn að spila í sex til sjö ár í viðbót og að hann gæti á þessum tíma spilað jafnvel og hann er að gera í dag,“ sagði Robert Kraft, eigandi New England Patriots, þegar hann hitti fjölmiðla á árlegum ársfundi eiganda NFL-deildarinnar. „Það er enginn sem er ánægðari við að heyra þetta en ég og síðan stuðningsmenn okkar,“ bætti Kraft við. Tom Brady er að fara að hefja sitt átjánda tímabil í NFL-deildinni næsta haust. Hann heldur upp á fertugsafmælið sitt 3. ágúst næstkomandi. Jason Hanson, fyrrum sparkari Detroit Lions, á metið yfir flest tímabil með einu liði eða 21. Brady myndi slá það met léttilega næði hann fyrrnefndum markmiðum sínum auk þess að bæta öll möguleg met hjá leikstjórnendum. Tom Brady hugsar ótrúlega vel um sig, bæði hvað varðar matarræði, lífstíl og æfingar. Kraft sagði meðal annars frá því að Brady væri á fullu að æfa í dag nú þegar fimm mánuðir eru í að tímabilið hefjist.
NFL Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira