Óþarfi að súpa hveljur þrátt fyrir djúpa lægð Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. október 2017 08:18 Veðurkortið er nokkuð haustlegt næstu daga. Vísir/Anton Íslendingar sleppa „nokkuð vel“ frá djúpri lægð sem nú er fyrir austan landið ef marka má hugleiðingar veðurfræðings Veðurstofunnar nú í morgun. „Nú er 963 mb lægð skammt austan við landið. Nú kunna einhverjir að hafa sopið hveljur við að heyra svo lága þrýstitölu,“ segir í hugleiðingunum en jafnframt bætt við að flestir landsmenn geti prísað sig nokkuð sæla þrátt fyrir það. Það séu helst Vestfirðir sem fá hvassviðri, en aðrir landshlutar sleppa með strekking í mesta lagi. Lægðinni fylgir rigning - „og eins og vera ber í norðanátt verður hún mest á norðanverðu landinu.“ Það mun þó einnig rigna sunnanlands þegar myndarlegt úrkomusvæði lægðarinnar dreifir úr sér suður yfir heiðar. Þó áttin sé norðlæg, kólnar ekki á landinu, enda er um að ræða milt loft sem ferðast hefur sunnanað með lægðinni. „Þegar veðurfræðingar leyfa sér að tala frjálslega er slík norðanátt stundum nefnd "bakflæði". Á morgun grynnist lægðin, en nær þó að viðhalda allhvössum vindi á Vestfjörðum og rigningu norðanlands. Sunnan megin á landinu verður þokkalegt veður eða fremur hægur vindur og þurrt fram eftir degi, en þar hvessir annað kvöld og fer að rigna þegar skil næstu lægðar koma inn á landið.“Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 10-18 m/s norðvestantil á landinu, annars hægari vindur. Rigning á Vestfjörðum og Norðurlandi, annars þurrt. Gengur í austan og norðaustan 10-18 um kvöldið með rigningu um allt land. Hiti 3 til 9 stig.Á föstudag:Norðan 13-20 m/s og rigning norðvestantil á landinu. Breytileg átt 5-13 annars staðar og skúrir. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Norðvestan 8-15 m/s. Rigning eða slydda um landið norðanvert, en bjartviðri sunnantil. Hægari vestlæg átt og úrkomulítið um kvöldið. Hiti frá 1 stigi í innsveitum fyrir norðan, upp í 9 stig á Suðausturlandi.Á sunnudag og mánudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt. Bjart með köflum, en lítilsháttar skúrir eða slydduél við vestur- og norðurströndina. Hiti 2 til 7 stig yfir daginn, en líkur á næturfrosti, einkum inn til landsins.Á þriðjudag:Líkur á austlægri átt með þurru og björtu veðri. Hiti svipaður. Veður Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Íslendingar sleppa „nokkuð vel“ frá djúpri lægð sem nú er fyrir austan landið ef marka má hugleiðingar veðurfræðings Veðurstofunnar nú í morgun. „Nú er 963 mb lægð skammt austan við landið. Nú kunna einhverjir að hafa sopið hveljur við að heyra svo lága þrýstitölu,“ segir í hugleiðingunum en jafnframt bætt við að flestir landsmenn geti prísað sig nokkuð sæla þrátt fyrir það. Það séu helst Vestfirðir sem fá hvassviðri, en aðrir landshlutar sleppa með strekking í mesta lagi. Lægðinni fylgir rigning - „og eins og vera ber í norðanátt verður hún mest á norðanverðu landinu.“ Það mun þó einnig rigna sunnanlands þegar myndarlegt úrkomusvæði lægðarinnar dreifir úr sér suður yfir heiðar. Þó áttin sé norðlæg, kólnar ekki á landinu, enda er um að ræða milt loft sem ferðast hefur sunnanað með lægðinni. „Þegar veðurfræðingar leyfa sér að tala frjálslega er slík norðanátt stundum nefnd "bakflæði". Á morgun grynnist lægðin, en nær þó að viðhalda allhvössum vindi á Vestfjörðum og rigningu norðanlands. Sunnan megin á landinu verður þokkalegt veður eða fremur hægur vindur og þurrt fram eftir degi, en þar hvessir annað kvöld og fer að rigna þegar skil næstu lægðar koma inn á landið.“Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 10-18 m/s norðvestantil á landinu, annars hægari vindur. Rigning á Vestfjörðum og Norðurlandi, annars þurrt. Gengur í austan og norðaustan 10-18 um kvöldið með rigningu um allt land. Hiti 3 til 9 stig.Á föstudag:Norðan 13-20 m/s og rigning norðvestantil á landinu. Breytileg átt 5-13 annars staðar og skúrir. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Norðvestan 8-15 m/s. Rigning eða slydda um landið norðanvert, en bjartviðri sunnantil. Hægari vestlæg átt og úrkomulítið um kvöldið. Hiti frá 1 stigi í innsveitum fyrir norðan, upp í 9 stig á Suðausturlandi.Á sunnudag og mánudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt. Bjart með köflum, en lítilsháttar skúrir eða slydduél við vestur- og norðurströndina. Hiti 2 til 7 stig yfir daginn, en líkur á næturfrosti, einkum inn til landsins.Á þriðjudag:Líkur á austlægri átt með þurru og björtu veðri. Hiti svipaður.
Veður Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira