Óþarfi að súpa hveljur þrátt fyrir djúpa lægð Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. október 2017 08:18 Veðurkortið er nokkuð haustlegt næstu daga. Vísir/Anton Íslendingar sleppa „nokkuð vel“ frá djúpri lægð sem nú er fyrir austan landið ef marka má hugleiðingar veðurfræðings Veðurstofunnar nú í morgun. „Nú er 963 mb lægð skammt austan við landið. Nú kunna einhverjir að hafa sopið hveljur við að heyra svo lága þrýstitölu,“ segir í hugleiðingunum en jafnframt bætt við að flestir landsmenn geti prísað sig nokkuð sæla þrátt fyrir það. Það séu helst Vestfirðir sem fá hvassviðri, en aðrir landshlutar sleppa með strekking í mesta lagi. Lægðinni fylgir rigning - „og eins og vera ber í norðanátt verður hún mest á norðanverðu landinu.“ Það mun þó einnig rigna sunnanlands þegar myndarlegt úrkomusvæði lægðarinnar dreifir úr sér suður yfir heiðar. Þó áttin sé norðlæg, kólnar ekki á landinu, enda er um að ræða milt loft sem ferðast hefur sunnanað með lægðinni. „Þegar veðurfræðingar leyfa sér að tala frjálslega er slík norðanátt stundum nefnd "bakflæði". Á morgun grynnist lægðin, en nær þó að viðhalda allhvössum vindi á Vestfjörðum og rigningu norðanlands. Sunnan megin á landinu verður þokkalegt veður eða fremur hægur vindur og þurrt fram eftir degi, en þar hvessir annað kvöld og fer að rigna þegar skil næstu lægðar koma inn á landið.“Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 10-18 m/s norðvestantil á landinu, annars hægari vindur. Rigning á Vestfjörðum og Norðurlandi, annars þurrt. Gengur í austan og norðaustan 10-18 um kvöldið með rigningu um allt land. Hiti 3 til 9 stig.Á föstudag:Norðan 13-20 m/s og rigning norðvestantil á landinu. Breytileg átt 5-13 annars staðar og skúrir. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Norðvestan 8-15 m/s. Rigning eða slydda um landið norðanvert, en bjartviðri sunnantil. Hægari vestlæg átt og úrkomulítið um kvöldið. Hiti frá 1 stigi í innsveitum fyrir norðan, upp í 9 stig á Suðausturlandi.Á sunnudag og mánudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt. Bjart með köflum, en lítilsháttar skúrir eða slydduél við vestur- og norðurströndina. Hiti 2 til 7 stig yfir daginn, en líkur á næturfrosti, einkum inn til landsins.Á þriðjudag:Líkur á austlægri átt með þurru og björtu veðri. Hiti svipaður. Veður Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira
Íslendingar sleppa „nokkuð vel“ frá djúpri lægð sem nú er fyrir austan landið ef marka má hugleiðingar veðurfræðings Veðurstofunnar nú í morgun. „Nú er 963 mb lægð skammt austan við landið. Nú kunna einhverjir að hafa sopið hveljur við að heyra svo lága þrýstitölu,“ segir í hugleiðingunum en jafnframt bætt við að flestir landsmenn geti prísað sig nokkuð sæla þrátt fyrir það. Það séu helst Vestfirðir sem fá hvassviðri, en aðrir landshlutar sleppa með strekking í mesta lagi. Lægðinni fylgir rigning - „og eins og vera ber í norðanátt verður hún mest á norðanverðu landinu.“ Það mun þó einnig rigna sunnanlands þegar myndarlegt úrkomusvæði lægðarinnar dreifir úr sér suður yfir heiðar. Þó áttin sé norðlæg, kólnar ekki á landinu, enda er um að ræða milt loft sem ferðast hefur sunnanað með lægðinni. „Þegar veðurfræðingar leyfa sér að tala frjálslega er slík norðanátt stundum nefnd "bakflæði". Á morgun grynnist lægðin, en nær þó að viðhalda allhvössum vindi á Vestfjörðum og rigningu norðanlands. Sunnan megin á landinu verður þokkalegt veður eða fremur hægur vindur og þurrt fram eftir degi, en þar hvessir annað kvöld og fer að rigna þegar skil næstu lægðar koma inn á landið.“Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 10-18 m/s norðvestantil á landinu, annars hægari vindur. Rigning á Vestfjörðum og Norðurlandi, annars þurrt. Gengur í austan og norðaustan 10-18 um kvöldið með rigningu um allt land. Hiti 3 til 9 stig.Á föstudag:Norðan 13-20 m/s og rigning norðvestantil á landinu. Breytileg átt 5-13 annars staðar og skúrir. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Norðvestan 8-15 m/s. Rigning eða slydda um landið norðanvert, en bjartviðri sunnantil. Hægari vestlæg átt og úrkomulítið um kvöldið. Hiti frá 1 stigi í innsveitum fyrir norðan, upp í 9 stig á Suðausturlandi.Á sunnudag og mánudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt. Bjart með köflum, en lítilsháttar skúrir eða slydduél við vestur- og norðurströndina. Hiti 2 til 7 stig yfir daginn, en líkur á næturfrosti, einkum inn til landsins.Á þriðjudag:Líkur á austlægri átt með þurru og björtu veðri. Hiti svipaður.
Veður Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira