Áhyggjur af reynsluleysi Pírata Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. nóvember 2017 06:30 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fékk umboð til stjórnarmyndunar í gær. Vísir/eyþór Reynsluleysi í stjórnmálum er helsta áhyggjuefni þeirra sem lýst hafa efasemdum vegna naums meirihluta flokkanna sem nú ræðast formlega við um myndun ríkisstjórnar, eftir að Katrín Jakobsdóttir fékk umboð forseta til að hefja formlegar viðræður í gær. Ríkisstjórn sem stendur og fellur með einum manni, þarf ekki eingöngu að geta varist vantrausti heldur þurfa þeir sem að baki henni standa að greiða atkvæði með þeim málum sem hún setur á dagskrá, þar á meðal fjárlögum. Í því felst ekki eingöngu að greiða atkvæði með fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar heldur að greiða atkvæði gegn breytingartillögum stjórnarandstöðunnar sem eru í andstöðu við hugmyndir meirihlutans. Innan þeirra flokka sem aðild eiga að stjórnarmyndunarviðræðum hefur áhyggjum verið lýst af því að reynsluleysi, sérstaklega í þingflokki Pírata, geti komið stjórninni í koll, geri þrýstingur úr baklandinu vart við sig eða ef þingmenn úr stjórnarandstöðu leita fylgis úr röðum meirihlutans við tillögur sem erfitt getur reynst að greiða atkvæði gegn. Það steytir því ekki mikið á málefnum í viðræðum milli flokkana, enda allir sammála um að einblína á stóru málin sem sameina. Efst á baugi er uppbygging innviða í heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum og einnig aðgerðir stjórnvalda í komandi kjaraviðræðum með áherslu á efnahagslegan stöðugleika, aðgerðir til að auka jöfnuð lífsgæða og draga úr misskiptingu, umbætur í tjáningarfrelsismálum, loftslagsmál, aðgerðir gegn ofbeldi, jafnréttismál og breytingar á stjórnarskrá. Kerfisbreytingar í sjávarútvegi og landbúnaði eru ekki til umræðu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins og Evrópusambandið er ekki á dagskrá. Reynslumenn í stjórnmálum sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að reynsla og þykkur skrápur geti skipt máli í ríkisstjórnarsamstarfi en fleira þurfi þó að koma til og samstaða í flokkunum skipti ekki síður máli. „Ég hef verið í stjórnarsamstarfi þar sem reynslumiklir þingmenn hafa verið til vandræða þannig að þetta getur gerst alveg á báða bóga,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og bætir við: „Oft er það nú betra að menn hafi þykkan skráp en reynslumiklir menn kunna betur þá list að vera óþægir.“ „Þeir sem eru aðilar að ríkisstjórn með tæpan meirihluta geta þurft að horfast í augu við að greiða atkvæði gegn málum sem eru erfið fyrir þá sjálfa og þeir hefðu viljað styðja,“ segir Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, og rifjar upp erfið dæmi frá stjórnmálaferli sínum. „Mjög stór hluti af pólitískum deilumálum í minni tíð snerist um kjaramál og vísitölubætur á laun og þá þurfti að grípa til aðgerða út af verðbólgunni og skera niður vísitölubæturnar. Þá var til dæmis Sjálfstæðisflokkur í stjórnarandstöðu að gera fullkomlega ábyrgðarlausar tillögur um kauphækkanir. Maður þurfti þá að fella þær tillögur, þótt ég hefði auðvitað í hjarta mínu viljað styðja þær en það hefði sett allt á annan endann í því sem við vorum að reyna að gera.“ Aðspurður segir Svavar að svona samstarf sé ekki ólíkt því að reka stóra fjölskyldu. „Sá sem stýrir ríkisstjórn þarf að halda vel utan um hópinn, rækta tengslin og vináttuna. Þegar ég var í stjórn með Steingrími Hermannssyni, þá vorum við að kjafta fram á nætur, úti að ganga, ríða út og bara vera félagar. Þetta skiptir miklu máli,“ segir Svavar um mikilvægi liðsheildar í ríkisstjórnarsamstarfi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Reynsluleysi í stjórnmálum er helsta áhyggjuefni þeirra sem lýst hafa efasemdum vegna naums meirihluta flokkanna sem nú ræðast formlega við um myndun ríkisstjórnar, eftir að Katrín Jakobsdóttir fékk umboð forseta til að hefja formlegar viðræður í gær. Ríkisstjórn sem stendur og fellur með einum manni, þarf ekki eingöngu að geta varist vantrausti heldur þurfa þeir sem að baki henni standa að greiða atkvæði með þeim málum sem hún setur á dagskrá, þar á meðal fjárlögum. Í því felst ekki eingöngu að greiða atkvæði með fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar heldur að greiða atkvæði gegn breytingartillögum stjórnarandstöðunnar sem eru í andstöðu við hugmyndir meirihlutans. Innan þeirra flokka sem aðild eiga að stjórnarmyndunarviðræðum hefur áhyggjum verið lýst af því að reynsluleysi, sérstaklega í þingflokki Pírata, geti komið stjórninni í koll, geri þrýstingur úr baklandinu vart við sig eða ef þingmenn úr stjórnarandstöðu leita fylgis úr röðum meirihlutans við tillögur sem erfitt getur reynst að greiða atkvæði gegn. Það steytir því ekki mikið á málefnum í viðræðum milli flokkana, enda allir sammála um að einblína á stóru málin sem sameina. Efst á baugi er uppbygging innviða í heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum og einnig aðgerðir stjórnvalda í komandi kjaraviðræðum með áherslu á efnahagslegan stöðugleika, aðgerðir til að auka jöfnuð lífsgæða og draga úr misskiptingu, umbætur í tjáningarfrelsismálum, loftslagsmál, aðgerðir gegn ofbeldi, jafnréttismál og breytingar á stjórnarskrá. Kerfisbreytingar í sjávarútvegi og landbúnaði eru ekki til umræðu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins og Evrópusambandið er ekki á dagskrá. Reynslumenn í stjórnmálum sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að reynsla og þykkur skrápur geti skipt máli í ríkisstjórnarsamstarfi en fleira þurfi þó að koma til og samstaða í flokkunum skipti ekki síður máli. „Ég hef verið í stjórnarsamstarfi þar sem reynslumiklir þingmenn hafa verið til vandræða þannig að þetta getur gerst alveg á báða bóga,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og bætir við: „Oft er það nú betra að menn hafi þykkan skráp en reynslumiklir menn kunna betur þá list að vera óþægir.“ „Þeir sem eru aðilar að ríkisstjórn með tæpan meirihluta geta þurft að horfast í augu við að greiða atkvæði gegn málum sem eru erfið fyrir þá sjálfa og þeir hefðu viljað styðja,“ segir Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, og rifjar upp erfið dæmi frá stjórnmálaferli sínum. „Mjög stór hluti af pólitískum deilumálum í minni tíð snerist um kjaramál og vísitölubætur á laun og þá þurfti að grípa til aðgerða út af verðbólgunni og skera niður vísitölubæturnar. Þá var til dæmis Sjálfstæðisflokkur í stjórnarandstöðu að gera fullkomlega ábyrgðarlausar tillögur um kauphækkanir. Maður þurfti þá að fella þær tillögur, þótt ég hefði auðvitað í hjarta mínu viljað styðja þær en það hefði sett allt á annan endann í því sem við vorum að reyna að gera.“ Aðspurður segir Svavar að svona samstarf sé ekki ólíkt því að reka stóra fjölskyldu. „Sá sem stýrir ríkisstjórn þarf að halda vel utan um hópinn, rækta tengslin og vináttuna. Þegar ég var í stjórn með Steingrími Hermannssyni, þá vorum við að kjafta fram á nætur, úti að ganga, ríða út og bara vera félagar. Þetta skiptir miklu máli,“ segir Svavar um mikilvægi liðsheildar í ríkisstjórnarsamstarfi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira