Nafna lífsstílsdrottningarinnar fékk boðskortið á sérlega opnun H&M fyrir útvalda Jakob Bjarnar skrifar 11. ágúst 2017 10:41 Meðan Mörtu Smörtu var tekið að lengja eftir boðskortinu rak önnur Marta María, sem bý úti á Seltjarnarnesi, upp stór augu þegar henni var boðið að mæta í partí ásamt öðrum áhrifavöldum. Meðan Mörtu Maríu Jónasdóttur – Mörtu Smörtu á Smartlandi – einni helstu lífsstíls- og samkvæmisdrottningu Íslands, var tekið að lengja eftir boðskorti á sérlega opnun H&M, sem verður nú í lok mánaðarins, rak önnur Marta María upp stór augu; henni var boðið, ásamt öðrum tísku- og lífsstílsfrömuðum, að mæta við opnunina. Sérlegt partí fyrir útvalda.Er enginn lífsstílsáhrifavaldur „Mér datt strax í hug að þetta væri einhver ruglingur,“ segir Marta María Árnadóttir ferðaráðgjafi og henni er skemmt. „Ég er ekki þekkt fyrir að vera einhver áhrifavaldur eða hvað þetta kallast. Og er ekki sú virkasta á samfélagsmiðlum.“ Þegar Mörtu Maríu barst boðskortið á þennan viðburð, sem samkvæmt heimildum Vísis er slegist um að vera boðið á, datt henni strax í hug að boðskortið væri ætlað nöfnu hennar Jónasdóttur, sem reyndar er fjarskyld frænka hennar. „Ég þekki hana ekki neitt. Og, nei, ég geri ekki ráð fyrir að mæta. Það væri gaman en ég verð fyrir vestan,“ segir Marta María sem er að fara á „road trip“ um Vestfirði ásamt vinkonu sinni. „Partíið og áhrifavaldarnir verða að vera án mín í þetta skiptið.“Hlýtur að vera efst á öllum slíkum listumHin Marta María, sem er ólíkt þekktari, segir að sér hafi nú borist boðskortið góða. „Mér var boðið en boðskortið mitt fór víst á nöfnu mína sem er fædd 1993,“ segir lífsstílsdrottningin og henni er dillað. „Ég er komin með mitt í hendur.“Marta María hlýtur að teljast ein helsta lífsstílsdrottning landsins og fráleitt annað en að hún sé á öllum VIP-listum, ekki síst þegar um sérlegt áhrifavaldapartí H&M er að ræða.Þegar Mörtu Maríu var tekið að lengja eftir boðskortinu spurðist hún fyrir og þá kom þetta á daginn. Enda hefði verið með miklum ólíkindum ef samkvæmisdrottning landsins hefði ekki fengið boðskort.Maður hefði ætlað að þú værir efst á öllum slíkum listum? „Já, maður hefði haldið það. Að stærsti lífsstílsvefur á Íslandi væri í fyrsta sæti,“ gantast Marta María og vísar til starfa sinna við mbl. „Mér fannst þetta fyndið.“Óskandi að góða verðið skili sér til ÍslandsMörtu Maríu Jónasdóttur líst mjög vel á opnun H&M á Íslandi. „Þetta er eitthvað sem flest allir hafa beðið eftir, held ég.“ Hún telur ekki úr vegi að ætla að þessi opnun muni marka tímamót og jafnvel verða eitthvað í líkingu við Costco-fárið sem vart sér fyrir endann á hér á Íslandi. „Mér þykir það ekki ólíklegt. Það sem fólk er líka spennt að sjá er hvort góða verðið í H&M skili sér til Íslands. Það væri óskandi fyrir neytendur.“ Tengdar fréttir Íslenskum áhrifavöldum boðið að versla á afslætti í H&M fyrir opnun Íslenskum samfélagsmiðlastjörnum og öðrum áhrifavöldum innan tískuheimsins hefur verið boðið á opnunarhóf H&M á Íslandi, tveimur dögum fyrir hinn eiginlega opnunardag. Áhrifavaldarnir fá að taka með sér vin og býðst að versla vörur á afslætti. 9. ágúst 2017 11:45 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira
Meðan Mörtu Maríu Jónasdóttur – Mörtu Smörtu á Smartlandi – einni helstu lífsstíls- og samkvæmisdrottningu Íslands, var tekið að lengja eftir boðskorti á sérlega opnun H&M, sem verður nú í lok mánaðarins, rak önnur Marta María upp stór augu; henni var boðið, ásamt öðrum tísku- og lífsstílsfrömuðum, að mæta við opnunina. Sérlegt partí fyrir útvalda.Er enginn lífsstílsáhrifavaldur „Mér datt strax í hug að þetta væri einhver ruglingur,“ segir Marta María Árnadóttir ferðaráðgjafi og henni er skemmt. „Ég er ekki þekkt fyrir að vera einhver áhrifavaldur eða hvað þetta kallast. Og er ekki sú virkasta á samfélagsmiðlum.“ Þegar Mörtu Maríu barst boðskortið á þennan viðburð, sem samkvæmt heimildum Vísis er slegist um að vera boðið á, datt henni strax í hug að boðskortið væri ætlað nöfnu hennar Jónasdóttur, sem reyndar er fjarskyld frænka hennar. „Ég þekki hana ekki neitt. Og, nei, ég geri ekki ráð fyrir að mæta. Það væri gaman en ég verð fyrir vestan,“ segir Marta María sem er að fara á „road trip“ um Vestfirði ásamt vinkonu sinni. „Partíið og áhrifavaldarnir verða að vera án mín í þetta skiptið.“Hlýtur að vera efst á öllum slíkum listumHin Marta María, sem er ólíkt þekktari, segir að sér hafi nú borist boðskortið góða. „Mér var boðið en boðskortið mitt fór víst á nöfnu mína sem er fædd 1993,“ segir lífsstílsdrottningin og henni er dillað. „Ég er komin með mitt í hendur.“Marta María hlýtur að teljast ein helsta lífsstílsdrottning landsins og fráleitt annað en að hún sé á öllum VIP-listum, ekki síst þegar um sérlegt áhrifavaldapartí H&M er að ræða.Þegar Mörtu Maríu var tekið að lengja eftir boðskortinu spurðist hún fyrir og þá kom þetta á daginn. Enda hefði verið með miklum ólíkindum ef samkvæmisdrottning landsins hefði ekki fengið boðskort.Maður hefði ætlað að þú værir efst á öllum slíkum listum? „Já, maður hefði haldið það. Að stærsti lífsstílsvefur á Íslandi væri í fyrsta sæti,“ gantast Marta María og vísar til starfa sinna við mbl. „Mér fannst þetta fyndið.“Óskandi að góða verðið skili sér til ÍslandsMörtu Maríu Jónasdóttur líst mjög vel á opnun H&M á Íslandi. „Þetta er eitthvað sem flest allir hafa beðið eftir, held ég.“ Hún telur ekki úr vegi að ætla að þessi opnun muni marka tímamót og jafnvel verða eitthvað í líkingu við Costco-fárið sem vart sér fyrir endann á hér á Íslandi. „Mér þykir það ekki ólíklegt. Það sem fólk er líka spennt að sjá er hvort góða verðið í H&M skili sér til Íslands. Það væri óskandi fyrir neytendur.“
Tengdar fréttir Íslenskum áhrifavöldum boðið að versla á afslætti í H&M fyrir opnun Íslenskum samfélagsmiðlastjörnum og öðrum áhrifavöldum innan tískuheimsins hefur verið boðið á opnunarhóf H&M á Íslandi, tveimur dögum fyrir hinn eiginlega opnunardag. Áhrifavaldarnir fá að taka með sér vin og býðst að versla vörur á afslætti. 9. ágúst 2017 11:45 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira
Íslenskum áhrifavöldum boðið að versla á afslætti í H&M fyrir opnun Íslenskum samfélagsmiðlastjörnum og öðrum áhrifavöldum innan tískuheimsins hefur verið boðið á opnunarhóf H&M á Íslandi, tveimur dögum fyrir hinn eiginlega opnunardag. Áhrifavaldarnir fá að taka með sér vin og býðst að versla vörur á afslætti. 9. ágúst 2017 11:45