Þingmaður með meira en milljón á mánuði en býr á Görðunum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. apríl 2017 06:00 Stúdentaíbúðir eru eftirsóttar og geta umsækjendur þurft að bíða nokkra stund eftir því að fá íbúð. vísir/ernir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir að það væri óeðlilegt ef starf hans myndi skerða rétt maka síns til búsetu á stúdentagörðum. Sem kunnugt er náði Jón Þór kjöri sem þingmaður í alþingiskosningunum 2013 en sagði af sér þingmennsku þegar kjörtímabilið var hálfnað. Eftir að hann hætti á þingi komst kona hans inn á stúdentagarða en hún stundar nám við Háskóla Íslands.Jón Þór Ólafsson starfaði meðal annars sem stöðumælavörður eftir að hann hætti á þingi.VÍSIR/VILHELM„Það er konan mín sem leigir íbúðina en ekki ég. Það er hluti af hennar öryggi að hafa stúdentaíbúð og ekki hægt að spyrða það við manninn hennar,“ segir Jón Þór. Á kjördag síðasta haust kvað kjararáð upp úrskurð um kjör þingmanna en laun þeirra eru rúmlega 1,1 milljón króna. Jón Þór er þriðji varaforseti Alþingis og nýtur því 15 prósenta álags á þingfararkaupið. Hann er því með rúmlega 1,26 milljónir í laun. „Eftir að ég komst á þing aftur vorum við ekkert að spá í því að róta upp fjölskyldunni. Ég veit ekki einu sinni hvað ég ætla að vera lengi á þingi,“ segir Jón Þór. „Þetta er hennar réttur og í raun partur af stærri umræðu. Eiga réttindi fólks að tengjast eða skerðast út af maka þínum? Fólk verður að geta verið sjálfstætt þótt það eigi maka.“ „Tekjur maka eru ekki teknar með í reikninginn eins og úthlutunarreglurnar eru núna,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta (FS). Hún segir að ákvarðanir um breytingar á úthlutunarreglunum séu teknar af stjórn FS. Við þá vinnu sé haft samráð við Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ). Röskva vann stórsigur í kosningunum til Stúdentaráðs í upphafi febrúar en nýtt ráð tók við á dögunum. Fyrsti fundur ráðsins eftir skiptafund er á dagskránni næsta þriðjudag. „Þetta er komið inn á borð til okkar í Stúdentaráði og verður til umræðu á næstu fundum ráðsins,“ segir Ási Þórðarson, varaformaður SHÍ. „Við munum m.a. fá erindi frá FS um úthlutunarreglurnar og ráðið mun taka það til umræðu hvort, og þá að hvaða leyti, tilefni sé til breytinga á þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir að það væri óeðlilegt ef starf hans myndi skerða rétt maka síns til búsetu á stúdentagörðum. Sem kunnugt er náði Jón Þór kjöri sem þingmaður í alþingiskosningunum 2013 en sagði af sér þingmennsku þegar kjörtímabilið var hálfnað. Eftir að hann hætti á þingi komst kona hans inn á stúdentagarða en hún stundar nám við Háskóla Íslands.Jón Þór Ólafsson starfaði meðal annars sem stöðumælavörður eftir að hann hætti á þingi.VÍSIR/VILHELM„Það er konan mín sem leigir íbúðina en ekki ég. Það er hluti af hennar öryggi að hafa stúdentaíbúð og ekki hægt að spyrða það við manninn hennar,“ segir Jón Þór. Á kjördag síðasta haust kvað kjararáð upp úrskurð um kjör þingmanna en laun þeirra eru rúmlega 1,1 milljón króna. Jón Þór er þriðji varaforseti Alþingis og nýtur því 15 prósenta álags á þingfararkaupið. Hann er því með rúmlega 1,26 milljónir í laun. „Eftir að ég komst á þing aftur vorum við ekkert að spá í því að róta upp fjölskyldunni. Ég veit ekki einu sinni hvað ég ætla að vera lengi á þingi,“ segir Jón Þór. „Þetta er hennar réttur og í raun partur af stærri umræðu. Eiga réttindi fólks að tengjast eða skerðast út af maka þínum? Fólk verður að geta verið sjálfstætt þótt það eigi maka.“ „Tekjur maka eru ekki teknar með í reikninginn eins og úthlutunarreglurnar eru núna,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta (FS). Hún segir að ákvarðanir um breytingar á úthlutunarreglunum séu teknar af stjórn FS. Við þá vinnu sé haft samráð við Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ). Röskva vann stórsigur í kosningunum til Stúdentaráðs í upphafi febrúar en nýtt ráð tók við á dögunum. Fyrsti fundur ráðsins eftir skiptafund er á dagskránni næsta þriðjudag. „Þetta er komið inn á borð til okkar í Stúdentaráði og verður til umræðu á næstu fundum ráðsins,“ segir Ási Þórðarson, varaformaður SHÍ. „Við munum m.a. fá erindi frá FS um úthlutunarreglurnar og ráðið mun taka það til umræðu hvort, og þá að hvaða leyti, tilefni sé til breytinga á þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira