Bækur í bland við bjór og brennivín Benedikt Bóas skrifar 1. nóvember 2017 13:30 Félagarnir Arnar Gauti og Jón Gunnar við lokaundirbúning. Víkurfréttir/Páll Ketilsson „Við vildum búa til sterka tengingu fyrir heimamenn á Suðurnesjum ásamt því að heiðra æskuminningar okkar héðan frá Keflavík því Arnar Gauti er uppalinn hérna og ég var mikið hér sem barn hjá ömmu og afa,“ segir Jón Gunnar Geirdal, athafnamaður en hann og góðvinur hans, Arnar Gauti Sverrisson, opna Library Bistró í hádeginu. „Þetta leggst vel í okkur og við fögnum því að geta boðið heimamönnum á Suðurnesjum upp á upplifun sem þessa. „Hér verður líka happy hour alla daga frá klukkan 15, brunch um helgar og margt margt fleira, sem bætist í flóruna fyrir heimamenn. Það má búast við að þetta verði smekklegt, svona í ljósi þess að Arnar Gauti er með fingurna í þessu, á sínum heimaslóðum,“ segir Jón en lokafrágangur stóð yfir þegar Fréttablaðið bar að garði. Mikil fjárfesting liggur í staðnum, öll húsgögn eru innflutt frá Dialma Brown á Ítalíu. „Stjórnendur Park Inn Radisson hótelsins sem staðurinn tengist leituðu til okkar í vor varðandi hugmyndavinnu fyrir nýtt concept inn á hótelið. Við vinirnir tengdum okkur fyrir nokkru síðan í því sem við köllum „concept creation“ vinnu, hvort sem það eru veitingastaðir sem eru til staðar og þarf nauðsynlega að laga eða nýtt húsnæði. Við erum svokallað „onestopshop“ fyrir okkar verkefni. Við veljum hvert einasta húsgagn, gólfefni, liti á veggi, tónlistina og hvernig hún dreifist yfir daginn og vikuna, þróum nýjan matseðil með kokknum og þá líka hvernig réttirnir líta út þegar þeir koma út úr eldhúsinu, allar merkingar og svo sjálfa opnunina. Við erum nefnilega ekki bara að opna nýtt bistró heldur glænýja og upplifun í mat og drykk á pari við það allra besta sem gerist í París, höfuðborg bistróanna,“ segir hann.Staðurinn í allri sinni dýrð. Stendur við Hafnargötuna sem er Laugavegurinn í Reykjanesbæ.Víkurfréttir/Páll KetilssonArnar Gauti er annálaður fagurkeri og búinn að vera með puttanna á púlsinum í heimi tísku og hönnunar í bráðum í 27 ár. Þeir félagar hafa eytt tíma erlendis til að kynna sér hina ýmsu strauma í veitingageiranum. „Sú vinna hefur svo sannarlega nýst okkur í þessu verkefni og svo finnst okkur líka hótelbarir vera oft þeir skemmtilegustu. Þar blandast innfæddir og erlendir gestir sem myndar þessa einstöku stemningu. Hótelið er líka nánast alltaf fullt og má því búast við miklum gír á bókasafninu okkar. Við fundum fyrir því að heimamenn vantaði eitthvað í heimabyggð sem væri á pari við það sem þeir væru að sækja í til höfuðborgarinnar. Hér er því kominn valkostur fyrir Suðurnesjamenn að lyfta sér upp.“ Þeir félagar eru rétt að byrja – hótelbarinn er aðeins byrjunin. „Að öllum ólöstuðum fannst mér sérstaklega gaman að vinna þetta með Arnari Gauta enda náum við ótrúlega vel saman í því sem við tökum okkur fyrir hendur. Fram undan er líka fjöldi athyglisverðra verkefna sem tekið verður eftir og við félagarnir hvergi nærri hættir,“ segir Jón. Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
„Við vildum búa til sterka tengingu fyrir heimamenn á Suðurnesjum ásamt því að heiðra æskuminningar okkar héðan frá Keflavík því Arnar Gauti er uppalinn hérna og ég var mikið hér sem barn hjá ömmu og afa,“ segir Jón Gunnar Geirdal, athafnamaður en hann og góðvinur hans, Arnar Gauti Sverrisson, opna Library Bistró í hádeginu. „Þetta leggst vel í okkur og við fögnum því að geta boðið heimamönnum á Suðurnesjum upp á upplifun sem þessa. „Hér verður líka happy hour alla daga frá klukkan 15, brunch um helgar og margt margt fleira, sem bætist í flóruna fyrir heimamenn. Það má búast við að þetta verði smekklegt, svona í ljósi þess að Arnar Gauti er með fingurna í þessu, á sínum heimaslóðum,“ segir Jón en lokafrágangur stóð yfir þegar Fréttablaðið bar að garði. Mikil fjárfesting liggur í staðnum, öll húsgögn eru innflutt frá Dialma Brown á Ítalíu. „Stjórnendur Park Inn Radisson hótelsins sem staðurinn tengist leituðu til okkar í vor varðandi hugmyndavinnu fyrir nýtt concept inn á hótelið. Við vinirnir tengdum okkur fyrir nokkru síðan í því sem við köllum „concept creation“ vinnu, hvort sem það eru veitingastaðir sem eru til staðar og þarf nauðsynlega að laga eða nýtt húsnæði. Við erum svokallað „onestopshop“ fyrir okkar verkefni. Við veljum hvert einasta húsgagn, gólfefni, liti á veggi, tónlistina og hvernig hún dreifist yfir daginn og vikuna, þróum nýjan matseðil með kokknum og þá líka hvernig réttirnir líta út þegar þeir koma út úr eldhúsinu, allar merkingar og svo sjálfa opnunina. Við erum nefnilega ekki bara að opna nýtt bistró heldur glænýja og upplifun í mat og drykk á pari við það allra besta sem gerist í París, höfuðborg bistróanna,“ segir hann.Staðurinn í allri sinni dýrð. Stendur við Hafnargötuna sem er Laugavegurinn í Reykjanesbæ.Víkurfréttir/Páll KetilssonArnar Gauti er annálaður fagurkeri og búinn að vera með puttanna á púlsinum í heimi tísku og hönnunar í bráðum í 27 ár. Þeir félagar hafa eytt tíma erlendis til að kynna sér hina ýmsu strauma í veitingageiranum. „Sú vinna hefur svo sannarlega nýst okkur í þessu verkefni og svo finnst okkur líka hótelbarir vera oft þeir skemmtilegustu. Þar blandast innfæddir og erlendir gestir sem myndar þessa einstöku stemningu. Hótelið er líka nánast alltaf fullt og má því búast við miklum gír á bókasafninu okkar. Við fundum fyrir því að heimamenn vantaði eitthvað í heimabyggð sem væri á pari við það sem þeir væru að sækja í til höfuðborgarinnar. Hér er því kominn valkostur fyrir Suðurnesjamenn að lyfta sér upp.“ Þeir félagar eru rétt að byrja – hótelbarinn er aðeins byrjunin. „Að öllum ólöstuðum fannst mér sérstaklega gaman að vinna þetta með Arnari Gauta enda náum við ótrúlega vel saman í því sem við tökum okkur fyrir hendur. Fram undan er líka fjöldi athyglisverðra verkefna sem tekið verður eftir og við félagarnir hvergi nærri hættir,“ segir Jón.
Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira