Var í sýndarveruleika í átta tíma á dag Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 24. janúar 2017 11:30 Baldur Helgason fékk þann heiður að starfa að nýju sýndarveruleikaforriti frá Google. Vísir/Hanna „Google hafði samband við mig á síðasta ári, þeir voru þá að byrja að vinna að þessu Artist in Residence prógrammi. Þau sögðust vera aðdáendur þess sem ég var að gera og vildu fá mig til að koma til San Francisco til að prófa og vinna með sýndarveruleikateikniforrit sem heitir Tilt Brush,“ segir myndlistarmaðurinn Baldur Helgason, spurður út í það hvernig það kom til að hann fékk að taka þátt í verkefni sem snýr að nýju sýndarveruleikateikniforriti á vegum stórfyrirtækisins Google. Baldur átti ekki í erfiðleikum með að ákveða sig og var fljótur að stökkva til San Francisco ásamt eiginkonu sinni, Patty Spyrakos, í þá viku sem hann vann að verkefninu fyrir Google. „Þau sögðu mér frá þeim listamönnum sem hefðu þegar komið og voru margir þeirra í uppáhaldi hjá mér, þannig að ég sló til,“ segir hann. „Þegar ég kom til San Francisco létu þau hjá Google mig hafa stúdíó með sýndarveruleikaforritinu Tilt Brush og gáfu mér frjálsar hendur. Það eina sem þau vildu var að ef mér dytti eitthvað í hug sem myndi bæta forritið þá ætti ég að láta þau vita. Ég var því í sýndarveruleika átta tíma á dag í þessa viku að teikna, sem voru algjör forréttindi því maður er einn af þeim fyrstu í heiminum sem fær að vinna með þessa tækni á þennan hátt,“ útskýrir Baldur.Forritið Tilt Brus gerir notandanum kleift að teikna beint inn í rýmið með sýndarveruleika . Mynd/Google. F16240117 BaldurEftir að Baldur vann með Tilt Brush hafði Oculus, sem er í eigu Facebook, samband. „Þau báðu mig um að vera partur af sérstöku „art council“ og vinna með þeirra sýndarveruleikaforrit sem heitir Medium,“ segir Baldur þakklátur. Baldur útskrifaðist úr grafískri hönnun frá LHÍ og flutti svo til San Francisco þar sem hann stundaði meistaranám í illustration/myndskreytingu við Academy of Art University. Þess má geta að hann hlaut Mastermind-verðlaun dagblaðsins SF Weekly í San Francisco árið 2012. Verðlaunin eru veitt árlega listamönnum sem þykja skara fram úr á sínu sviði af þátttakendum á San Francisco-svæðinu. „Í dag bý ég hins vegar í Chicago ásamt konu minni og dóttur, Harriet Selmu, og vinn sem myndskreytir og myndlistarmaður,“ segir Baldur og bætir við að hann sé þessa stundina að undirbúa myndlistarsýningu sem verður til sýnis í mars í nýju galleríi í Chicago sem heitir Miishkooki. „Á sýningunni verða mestmegnis olíumálverk, en ég sýndi teikningar á sólósýningu í Galleríi Porti á síðasta ári heima á Íslandi. Í sama mánuði eigum við konan mín von á okkar öðru barni,“ segir Baldur spenntur fyrir næstu mánuðum. „Ég er búinn að vera fastur í stúdíóinu mínu síðustu mánuði að mála og undirbúa sýninguna í mars og svo er ég í listaráði umdæmis míns í Chicago og við erum að fara að útdeila styrkjum og listamannalaunum fyrir þetta ár,“ segir Baldur að lokum. Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Google hafði samband við mig á síðasta ári, þeir voru þá að byrja að vinna að þessu Artist in Residence prógrammi. Þau sögðust vera aðdáendur þess sem ég var að gera og vildu fá mig til að koma til San Francisco til að prófa og vinna með sýndarveruleikateikniforrit sem heitir Tilt Brush,“ segir myndlistarmaðurinn Baldur Helgason, spurður út í það hvernig það kom til að hann fékk að taka þátt í verkefni sem snýr að nýju sýndarveruleikateikniforriti á vegum stórfyrirtækisins Google. Baldur átti ekki í erfiðleikum með að ákveða sig og var fljótur að stökkva til San Francisco ásamt eiginkonu sinni, Patty Spyrakos, í þá viku sem hann vann að verkefninu fyrir Google. „Þau sögðu mér frá þeim listamönnum sem hefðu þegar komið og voru margir þeirra í uppáhaldi hjá mér, þannig að ég sló til,“ segir hann. „Þegar ég kom til San Francisco létu þau hjá Google mig hafa stúdíó með sýndarveruleikaforritinu Tilt Brush og gáfu mér frjálsar hendur. Það eina sem þau vildu var að ef mér dytti eitthvað í hug sem myndi bæta forritið þá ætti ég að láta þau vita. Ég var því í sýndarveruleika átta tíma á dag í þessa viku að teikna, sem voru algjör forréttindi því maður er einn af þeim fyrstu í heiminum sem fær að vinna með þessa tækni á þennan hátt,“ útskýrir Baldur.Forritið Tilt Brus gerir notandanum kleift að teikna beint inn í rýmið með sýndarveruleika . Mynd/Google. F16240117 BaldurEftir að Baldur vann með Tilt Brush hafði Oculus, sem er í eigu Facebook, samband. „Þau báðu mig um að vera partur af sérstöku „art council“ og vinna með þeirra sýndarveruleikaforrit sem heitir Medium,“ segir Baldur þakklátur. Baldur útskrifaðist úr grafískri hönnun frá LHÍ og flutti svo til San Francisco þar sem hann stundaði meistaranám í illustration/myndskreytingu við Academy of Art University. Þess má geta að hann hlaut Mastermind-verðlaun dagblaðsins SF Weekly í San Francisco árið 2012. Verðlaunin eru veitt árlega listamönnum sem þykja skara fram úr á sínu sviði af þátttakendum á San Francisco-svæðinu. „Í dag bý ég hins vegar í Chicago ásamt konu minni og dóttur, Harriet Selmu, og vinn sem myndskreytir og myndlistarmaður,“ segir Baldur og bætir við að hann sé þessa stundina að undirbúa myndlistarsýningu sem verður til sýnis í mars í nýju galleríi í Chicago sem heitir Miishkooki. „Á sýningunni verða mestmegnis olíumálverk, en ég sýndi teikningar á sólósýningu í Galleríi Porti á síðasta ári heima á Íslandi. Í sama mánuði eigum við konan mín von á okkar öðru barni,“ segir Baldur spenntur fyrir næstu mánuðum. „Ég er búinn að vera fastur í stúdíóinu mínu síðustu mánuði að mála og undirbúa sýninguna í mars og svo er ég í listaráði umdæmis míns í Chicago og við erum að fara að útdeila styrkjum og listamannalaunum fyrir þetta ár,“ segir Baldur að lokum.
Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“