Borgin skorar á ráðherra að rukka þá sérstaklega sem aka á negldum dekkjum Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2017 13:25 Hjálmar Sveinsson vill að þeir sem aka um á negldum verði rukkaðir sérstaklega en minnihlutinn segir að verið sé að refsa þeim sem búa við götur sem ekki eru mokaðar reglulega. „Þetta er umdeilt en við ákváðum samt að greiða atkvæði gegn meirihlutanum í umhverfis- og skipulagsráði vegna gjaldtöku á nagladekk,“ segir Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg. Meirihlutinn í skipulags- og umhverfisráði Reykjavíkur, hvar Hjálmar Sveinsson er formaður, samþykkti á fundi í morgun að skora á ráðherra að taka upp sérstaka gjaldtöku á þá eigendur ökutækja sem nota nagladekk undir farartæki sín. Vísir fjallaði um málið í síðasta mánuði.Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina; Halldór Halldórsson, Herdís Þorvaldsdóttir og Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir lögðust gegn þessu með sérstakri bókun vegna málsins. Meirihlutinn felldi tillögu Sjálfstæðisflokksins um að heimild yrði ekki samþykkt nema að undangenginni íbúakosningu. Í bókun minnihlutans segir að mikilvægt sé að hafa í huga að borgarbúar sem nota nagladekk gera það vegna þess að þeirra öryggistilfinning segir þeim að þannig séu þeir öruggari í umferðinni. „Auk þess búa margir í íbúðagötum þar sem mikill halli er og léleg þjónusta. Þessir íbúar hafa ekki fundið aðra leið en að nota nagla. Með gjaldtöku er verið að refsa þeim fyrir að búa á stöðum þar sem íbúagötur eru ekki almennilega færar marga daga í röð þar sem þær eru ekki mokaðar. Til að gera nagladekk óþörf þarf betri vetrarþjónustu en er í boði í dag. Hluti röksemdarfærslu meirihlutans fyrir því að hefja gjaldtöku vegna nagladekkja snýr að svifryki. Besta leiðin til að vinna gegn svifryki er að þrífa göturnar oftar en það hefur verið vanrækt,“ segir í bókuninni. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
„Þetta er umdeilt en við ákváðum samt að greiða atkvæði gegn meirihlutanum í umhverfis- og skipulagsráði vegna gjaldtöku á nagladekk,“ segir Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg. Meirihlutinn í skipulags- og umhverfisráði Reykjavíkur, hvar Hjálmar Sveinsson er formaður, samþykkti á fundi í morgun að skora á ráðherra að taka upp sérstaka gjaldtöku á þá eigendur ökutækja sem nota nagladekk undir farartæki sín. Vísir fjallaði um málið í síðasta mánuði.Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina; Halldór Halldórsson, Herdís Þorvaldsdóttir og Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir lögðust gegn þessu með sérstakri bókun vegna málsins. Meirihlutinn felldi tillögu Sjálfstæðisflokksins um að heimild yrði ekki samþykkt nema að undangenginni íbúakosningu. Í bókun minnihlutans segir að mikilvægt sé að hafa í huga að borgarbúar sem nota nagladekk gera það vegna þess að þeirra öryggistilfinning segir þeim að þannig séu þeir öruggari í umferðinni. „Auk þess búa margir í íbúðagötum þar sem mikill halli er og léleg þjónusta. Þessir íbúar hafa ekki fundið aðra leið en að nota nagla. Með gjaldtöku er verið að refsa þeim fyrir að búa á stöðum þar sem íbúagötur eru ekki almennilega færar marga daga í röð þar sem þær eru ekki mokaðar. Til að gera nagladekk óþörf þarf betri vetrarþjónustu en er í boði í dag. Hluti röksemdarfærslu meirihlutans fyrir því að hefja gjaldtöku vegna nagladekkja snýr að svifryki. Besta leiðin til að vinna gegn svifryki er að þrífa göturnar oftar en það hefur verið vanrækt,“ segir í bókuninni.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira