Reykjavíkurborg vill rukka þá sem aka á nöglum Jakob Bjarnar skrifar 24. maí 2017 13:46 Hjálmar Sveinsson og félagar hans í meirihlutanum vilja setja sérstakt gjald á þá bifreiðaeigendur sem nota nagladekk. Fyrir liggur tillaga frá umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkurborgar sem gengur út á sérstaka að gjaldtöku á þá ökumenn sem vilja aka um á nagladekkjum. Tillagan snýr að því að 60. grein umferðarlaga verði breytt og við bætist grein 60.gr.a, sem orðast svo: „Gjaldtaka af hjólbörðum með nöglum Sveitarstjórn er heimilt að ákveða gjald af notkun hjólbarða með nöglum á nánar tilteknum svæðum. Sveitarstjórn skal ákveða gjaldtöku að höfðu samráði við umhverfisráðuneytið. Með gjaldtöku er átt við gjald sem eigandi eða ökumaður ökutækis skal greiða fyrir heimild til að aka á hjólbörðum með nöglum þann tíma sem notkun þeirra er leyfð.“ Fundur stendur yfir um þetta atriði hjá ráðinu en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram breytingartillögu. Þar kemur fram að ekki megi gera lítið úr mikilvægi fræðsluátaks í því skyni að takmarka notkun nagladekkja. Og að notkun nagladekkja teljist afar neikvæð fyrir umhverfið, heilsu og lífsskilyrði og allar tilraunir til að minnka notkun þeirra eru mikilvægar. En notkun nagladekkja hefur tengst umferðaröryggi frekar í hugum margra en umhverfismálum. Slíka viðhorfsbreytingu þarf því að undirbúa í miklu samráði við íbúa. „Eins þarf að skoða hvort íbúar geti treyst á mokstur og vetrarþjónustu í sveitarfélaginu og að hvaða marki. Því telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að við fyrirliggjandi tillögu þurfi að bæta við ákvæði um að heimild um gjaldtöku verði aldrei samþykkt nema að helmingur íbúa hafi samþykkt það í undangenginni íbúakosningu. Slík kosning geti að sjálfsögðu verið rafræn. Íbúakosning af því tagi myndi einnig leiða af sér gríðarlega sterkt kynningarátak um skaðsemi nagladekkja og skilað miklum árangri.“ Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Fyrir liggur tillaga frá umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkurborgar sem gengur út á sérstaka að gjaldtöku á þá ökumenn sem vilja aka um á nagladekkjum. Tillagan snýr að því að 60. grein umferðarlaga verði breytt og við bætist grein 60.gr.a, sem orðast svo: „Gjaldtaka af hjólbörðum með nöglum Sveitarstjórn er heimilt að ákveða gjald af notkun hjólbarða með nöglum á nánar tilteknum svæðum. Sveitarstjórn skal ákveða gjaldtöku að höfðu samráði við umhverfisráðuneytið. Með gjaldtöku er átt við gjald sem eigandi eða ökumaður ökutækis skal greiða fyrir heimild til að aka á hjólbörðum með nöglum þann tíma sem notkun þeirra er leyfð.“ Fundur stendur yfir um þetta atriði hjá ráðinu en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram breytingartillögu. Þar kemur fram að ekki megi gera lítið úr mikilvægi fræðsluátaks í því skyni að takmarka notkun nagladekkja. Og að notkun nagladekkja teljist afar neikvæð fyrir umhverfið, heilsu og lífsskilyrði og allar tilraunir til að minnka notkun þeirra eru mikilvægar. En notkun nagladekkja hefur tengst umferðaröryggi frekar í hugum margra en umhverfismálum. Slíka viðhorfsbreytingu þarf því að undirbúa í miklu samráði við íbúa. „Eins þarf að skoða hvort íbúar geti treyst á mokstur og vetrarþjónustu í sveitarfélaginu og að hvaða marki. Því telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að við fyrirliggjandi tillögu þurfi að bæta við ákvæði um að heimild um gjaldtöku verði aldrei samþykkt nema að helmingur íbúa hafi samþykkt það í undangenginni íbúakosningu. Slík kosning geti að sjálfsögðu verið rafræn. Íbúakosning af því tagi myndi einnig leiða af sér gríðarlega sterkt kynningarátak um skaðsemi nagladekkja og skilað miklum árangri.“
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira