Eldur á Grímshaga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2017 12:42 Eldur logar í þaki hússins. Vísir/anton Allar stöðvar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út vegna elds á Grímshaga 8 í Vesturbæ Reykjavíkur. Samkvæmt fréttaveitu slökkviliðsins logar eldur í þaki hússins en verið er að gera við það. Eldur var slökktur að mestu utan frá í upphafi en reykkafarar eru að störfum innan dyra og einnig á þaki.Frá vettvangi í Vesturbænum.vísir/höskuldur„Það var talsverður eldur í þakinu þegar við komum á staðinn. Þetta er hús sem er í mikilli viðhaldsvinnu og það var búið að rífa hluta af þakinu. Það er líka búið í hluta hússins en okkur er ekki kunnugt um hvort að iðnaðarmenn hafi verið að störfum núna í hádeginu eða í morgun,“ segir Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, í samtali við Vísi. Fjórir dælubílar, tveir körfubílar og tveir sjúkrabílar fóru á staðinn og segir Sigurbjörn að aðstæður til slökkvistarfs séu mjög góðar. Búið er að slökkva eldinn að mestu en slökkviliðsmenn eru enn á staðnum að slökka í glæðum og rífa af þakinu. „Það var hægt að koma körfubílnum þarna að þannig að menn komust upp á þak og svo er brunahani á Fálkagötu þannig að við komumst í vatn þar svo þetta gekk bara ljómandi vel. Það sakaði engan og það var enginn þarna við þegar eldurinn kom upp en einhverjir voru þó byrjaðir að reyna að slökkva þegar við komum á staðinn,“ segir Sigurbjörn. Hann segir að 19 manns frá slökkviliðinu hafi farið á staðinn. Það hafi hjálpað til við skjót viðbrögð að ekki voru margir í sjúkraflutningum þegar útkallið kom klukkan 12:28 og flestir því í húsi.Verið er að gera við húsið.vísir/höskuldurSamkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er slökkvistarfi að mestu lokið en þó er enn verið að slökkva í glæðum og þá er Orkuveitan komin á staðinn til að taka straum af. Þá varð vatnstjón á jarðhæðinni í húsinu við slökkvistarf og er líka verið að sinna því. Það er því allavega hálftími eftir af slökkvistarfinu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 13:55.Allar stöðvar slökkviliðsins voru kallaðar út.vísir/höskuldurEldurinn var slökktur að mestu utan frá í upphafi.vísir/höskuldur Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Allar stöðvar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út vegna elds á Grímshaga 8 í Vesturbæ Reykjavíkur. Samkvæmt fréttaveitu slökkviliðsins logar eldur í þaki hússins en verið er að gera við það. Eldur var slökktur að mestu utan frá í upphafi en reykkafarar eru að störfum innan dyra og einnig á þaki.Frá vettvangi í Vesturbænum.vísir/höskuldur„Það var talsverður eldur í þakinu þegar við komum á staðinn. Þetta er hús sem er í mikilli viðhaldsvinnu og það var búið að rífa hluta af þakinu. Það er líka búið í hluta hússins en okkur er ekki kunnugt um hvort að iðnaðarmenn hafi verið að störfum núna í hádeginu eða í morgun,“ segir Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, í samtali við Vísi. Fjórir dælubílar, tveir körfubílar og tveir sjúkrabílar fóru á staðinn og segir Sigurbjörn að aðstæður til slökkvistarfs séu mjög góðar. Búið er að slökkva eldinn að mestu en slökkviliðsmenn eru enn á staðnum að slökka í glæðum og rífa af þakinu. „Það var hægt að koma körfubílnum þarna að þannig að menn komust upp á þak og svo er brunahani á Fálkagötu þannig að við komumst í vatn þar svo þetta gekk bara ljómandi vel. Það sakaði engan og það var enginn þarna við þegar eldurinn kom upp en einhverjir voru þó byrjaðir að reyna að slökkva þegar við komum á staðinn,“ segir Sigurbjörn. Hann segir að 19 manns frá slökkviliðinu hafi farið á staðinn. Það hafi hjálpað til við skjót viðbrögð að ekki voru margir í sjúkraflutningum þegar útkallið kom klukkan 12:28 og flestir því í húsi.Verið er að gera við húsið.vísir/höskuldurSamkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er slökkvistarfi að mestu lokið en þó er enn verið að slökkva í glæðum og þá er Orkuveitan komin á staðinn til að taka straum af. Þá varð vatnstjón á jarðhæðinni í húsinu við slökkvistarf og er líka verið að sinna því. Það er því allavega hálftími eftir af slökkvistarfinu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 13:55.Allar stöðvar slökkviliðsins voru kallaðar út.vísir/höskuldurEldurinn var slökktur að mestu utan frá í upphafi.vísir/höskuldur
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira