Hjónin í World Class byggja á Arnarnesi Benedikt bóas Hinriksson skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Lóðin við Haukanes 22 er með stórkostlegt útsýni út Skerjafjörðinn. Lítið er byrjað að gera á lóðinni. Þó er búið að steypa grunn. vísir/anton brink World Class-hjónin Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir hyggjast flytja á Arnarnesið en þau hafa keypt lóðina við Haukanes 22. Lóðin var áður í eigu Hjörleifs Jakobssonar fjárfestis sem var búinn að láta teikna húsið og byrjaður að steypa grunninn. Byggingarleyfið er fyrir 592 fermetra húsi og 62 fermetra bílskúr en alls er lóðin 1.467 fermetrar.Björn LeifssonByggingarfulltrúi Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í vikunni innri breytingar á húsinu sem snúa meðal annars að stækkun rýmisins neðanjarðar. „Mér liggur ekkert á að flytja. Ég er ekkert að stressa mig og ætla að gefa mér kannski tvö til þrjú ár í þetta. Ég kem úr sjávarplássi og mig langar að hafa sjávarútsýni,“ segir Björn, sem ólst upp á Flateyri og gekk í grunnskólann á Núpi. Þaðan fór hann í Vélskólann á Ísafirði, lauk þar þriðja stigi námsins og lauk því í Vélskólanum í Reykjavík árið 1979. Björn og Hafdís búa nú í Fossvoginum þar sem veðursældin þykir einstök á höfuðborgarsvæðinu. En hann segir að hafið hafi alltaf togað í sig og að hann sé búinn að vera lengi að leita að húsi með sjávarútsýni. Lóðin við Haukanes sé á slíkum stað – með frábært útsýni út Skerjafjörðinn.Hafdís JónsdóttirWorld Class stefnir að því að byggja líkamsræktarstöð í Garðabæ en spurður hvort hann verði með sína eigin stöð í nýja húsinu segist hann efast um það. „Það er reyndar gert ráð fyrir smá spa inni í húsinu. Kannski verð ég með eitt hlaupabretti til að geta hlaupið með sjávarútsýnið yfir vetrarmánuðina,“ segir hann og hlær. Fyrir utan að stefna á Garðabæ er World Class að stækka við sig í Mosfellsbæ og í gær bárust fréttir af því að stöðin hefði fengið úthlutað lóð við Tjarnarvelli í Hafnarfirði. Það verður því nóg um að vera hjá Birni í byggingaframkvæmdum á árinu. „Það vantar líkamsræktarstöð í Garðabæ. Stöðin í Mosfellsbæ er hreinlega orðin of lítil og það hefur lengi verið í deiglunni að komast á góðan stað í Hafnarfirði. Það verður því nóg um að vera.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
World Class-hjónin Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir hyggjast flytja á Arnarnesið en þau hafa keypt lóðina við Haukanes 22. Lóðin var áður í eigu Hjörleifs Jakobssonar fjárfestis sem var búinn að láta teikna húsið og byrjaður að steypa grunninn. Byggingarleyfið er fyrir 592 fermetra húsi og 62 fermetra bílskúr en alls er lóðin 1.467 fermetrar.Björn LeifssonByggingarfulltrúi Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í vikunni innri breytingar á húsinu sem snúa meðal annars að stækkun rýmisins neðanjarðar. „Mér liggur ekkert á að flytja. Ég er ekkert að stressa mig og ætla að gefa mér kannski tvö til þrjú ár í þetta. Ég kem úr sjávarplássi og mig langar að hafa sjávarútsýni,“ segir Björn, sem ólst upp á Flateyri og gekk í grunnskólann á Núpi. Þaðan fór hann í Vélskólann á Ísafirði, lauk þar þriðja stigi námsins og lauk því í Vélskólanum í Reykjavík árið 1979. Björn og Hafdís búa nú í Fossvoginum þar sem veðursældin þykir einstök á höfuðborgarsvæðinu. En hann segir að hafið hafi alltaf togað í sig og að hann sé búinn að vera lengi að leita að húsi með sjávarútsýni. Lóðin við Haukanes sé á slíkum stað – með frábært útsýni út Skerjafjörðinn.Hafdís JónsdóttirWorld Class stefnir að því að byggja líkamsræktarstöð í Garðabæ en spurður hvort hann verði með sína eigin stöð í nýja húsinu segist hann efast um það. „Það er reyndar gert ráð fyrir smá spa inni í húsinu. Kannski verð ég með eitt hlaupabretti til að geta hlaupið með sjávarútsýnið yfir vetrarmánuðina,“ segir hann og hlær. Fyrir utan að stefna á Garðabæ er World Class að stækka við sig í Mosfellsbæ og í gær bárust fréttir af því að stöðin hefði fengið úthlutað lóð við Tjarnarvelli í Hafnarfirði. Það verður því nóg um að vera hjá Birni í byggingaframkvæmdum á árinu. „Það vantar líkamsræktarstöð í Garðabæ. Stöðin í Mosfellsbæ er hreinlega orðin of lítil og það hefur lengi verið í deiglunni að komast á góðan stað í Hafnarfirði. Það verður því nóg um að vera.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira