Góð tilfinning að hitta alla þessa flinku kokka Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. maí 2017 09:45 Ylfa hefur nóg að gera, bæði á eigin veitingastað og með kokkalandsliðinu. Vísir/GVA Mestu máli skiptir að hafa brennandi áhuga á matreiðslu, gott auga fyrir fínum mat og vilja til að verja 90 prósentum af frítímanum sínum í undirbúning,“ segir Ylfa Helgadóttir, nýráðinn þjálfari kokkalandsliðsins, um æskilega hæfileika liðsmanna. Hún kveðst njóta þess að hafa góðan meðþjálfara og greiðan aðgang að þeim sem stýrt hafi liðinu áður. Ylfa er yfirmatreiðslumaður á Kopar og einn af eigendum. Hún hefur verið í landsliði kokka frá 2013 og áður í ungliðahreyfingu þeirra, meðal annars formaður um tíma. Tólf eru í liðinu hverju sinni, það er orðið fullskipað. Kynjaskiptingin er svipuð og í kokkabransanum, karlmenn í miklum meirihluta, að sögn Ylfu. Heimsmeistaramótin eru haldin annað hvert ár og undirbúningstímabilið stendur í eitt og hálft ár, þar sem fyrstu mánuðirnir fara í hugmyndavinnu. Næsta keppni verður í nóvember 2018 í Lúxemborg. „Keppnin skiptist í tvo hluta,“ lýsir Ylfa. „Annars vegar kalt borð þar sem maturinn er allur hlaupborinn svo hann líti vel út. Það atriði er tekið sérstaklega til dóms og krefst æfingar. Hinn hlutinn er aðeins hefðbundnari. Þar líkjum við eftir veitingastað þar sem 100 manns koma í þriggja rétta máltíð. Við skiptumst á að vinna í kalda borðinu og heita. Þetta er mikið fyrirtæki og krefst góðs skipulags en margar hendur vinna létt verk.“ Ylfa var tekin í kokkalandsliðið fyrir fjórum árum á sama tíma og hún var að opna Kopar við Reykjavíkurhöfn. „Ég óttaðist að eiga eftir að staðna í starfi og því var tilhugsunin um að hitta alla þessu flinku kokka einu sinni til tvisvar í mánuði góð, fyrir utan að kynnast öðrum í sama bransa erlendis,“ segir hún og leggur áherslu á ómetanlegan vinskap og tengsl sem fylgi því að vera í liðinu þó um krefjandi sjálfboðastarf sé að ræða. „Matreiðslan er þungur bransi með mikilli vinnu og maður nær ekki að stunda mikið félagslíf almennt, en í liðinu hef ég tengst fólki með sama áhugasvið.“ Kokkalandsliðið Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Sjá meira
Mestu máli skiptir að hafa brennandi áhuga á matreiðslu, gott auga fyrir fínum mat og vilja til að verja 90 prósentum af frítímanum sínum í undirbúning,“ segir Ylfa Helgadóttir, nýráðinn þjálfari kokkalandsliðsins, um æskilega hæfileika liðsmanna. Hún kveðst njóta þess að hafa góðan meðþjálfara og greiðan aðgang að þeim sem stýrt hafi liðinu áður. Ylfa er yfirmatreiðslumaður á Kopar og einn af eigendum. Hún hefur verið í landsliði kokka frá 2013 og áður í ungliðahreyfingu þeirra, meðal annars formaður um tíma. Tólf eru í liðinu hverju sinni, það er orðið fullskipað. Kynjaskiptingin er svipuð og í kokkabransanum, karlmenn í miklum meirihluta, að sögn Ylfu. Heimsmeistaramótin eru haldin annað hvert ár og undirbúningstímabilið stendur í eitt og hálft ár, þar sem fyrstu mánuðirnir fara í hugmyndavinnu. Næsta keppni verður í nóvember 2018 í Lúxemborg. „Keppnin skiptist í tvo hluta,“ lýsir Ylfa. „Annars vegar kalt borð þar sem maturinn er allur hlaupborinn svo hann líti vel út. Það atriði er tekið sérstaklega til dóms og krefst æfingar. Hinn hlutinn er aðeins hefðbundnari. Þar líkjum við eftir veitingastað þar sem 100 manns koma í þriggja rétta máltíð. Við skiptumst á að vinna í kalda borðinu og heita. Þetta er mikið fyrirtæki og krefst góðs skipulags en margar hendur vinna létt verk.“ Ylfa var tekin í kokkalandsliðið fyrir fjórum árum á sama tíma og hún var að opna Kopar við Reykjavíkurhöfn. „Ég óttaðist að eiga eftir að staðna í starfi og því var tilhugsunin um að hitta alla þessu flinku kokka einu sinni til tvisvar í mánuði góð, fyrir utan að kynnast öðrum í sama bransa erlendis,“ segir hún og leggur áherslu á ómetanlegan vinskap og tengsl sem fylgi því að vera í liðinu þó um krefjandi sjálfboðastarf sé að ræða. „Matreiðslan er þungur bransi með mikilli vinnu og maður nær ekki að stunda mikið félagslíf almennt, en í liðinu hef ég tengst fólki með sama áhugasvið.“
Kokkalandsliðið Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Sjá meira