Jafnlaunavottun gæti frestast til næsta hausts Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. maí 2017 08:00 Nichole Leigh Mosty Fréttablaðið/Stefán Hugsanlegt er að frumvarp um jafnlaunavottun verði ekki afgreitt á Alþingi í vor vegna tímaskorts og lagt fram aftur næsta haust. „Ég væri alveg til í það. Þetta er mikilvægt mál en það er líka mikilvægt að það sé vel unnið,“ segir Nichole Leigh Mosty, varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar og framsögumaður málsins í nefndinni. Nichole segir mörg verkefni liggja fyrir nefndinni núna. „Það eru svo mörg ríkisstjórnarmál að koma upp til okkar á stuttum tíma. Við fáum í allsherjar- og menntamálanefnd mál frá velferðarráðherra og frá menntamálaráðherra og dómsmálaráðherra þannig að við sitjum uppi með mörg mál. Tímasetningin er þannig að það er ekki víst að þetta geti verið í forgangi.“ Samkvæmt dagskrá Alþingis á að ljúka þingi í lok mánaðar. „Ég sit yfir fullt af málum og við þurfum að finna leið til að klára þetta innan þriggja vikna eða taka afstöðu til þess hversu mikilvægt það er að málin klárist á vorþingi eða hvort það er hægt að vinna þau betur á haustþingi. Vegna þess að þetta snýst líka um það að mál séu vel unnin. Alla vega fyrir mína parta og okkar í Bjartri framtíð,“ segir Nichole. Frestur til að skila inn athugasemdum um frumvarpið rennur út á morgun. Einungis tvö erindi hafa verið send nefndinni vegna þess. „Mér finnst það ekki nægjanlega gott að það séu bara tvær umsagnir,“ segir Nichole. Í umsögn Staðlaráðs, sem hannaði staðalinn, segir að ekki sé rétt að skylda fyrirtæki og stofnanir til að innleiða hann. Frekar ætti að umbuna þeim sem það gera með einhvers konar ívilnunum. „Staðlaráð telur vænlegra til árangurs að beita jákvæðri hvatningu frekar en þvingunum. Staðlar eru almennt ætlaðir til valfrjálsrar notkunar og þeir eiga að láta fyrirtækjum og stofnunum í té lausnir fremur en að vera skyldubundin úrræði,“ segir í umsögn Staðlaráðs. Í umsögn VR er frumvarpinu hins vegar fagnað og tekið fram að það sé mikilvægur áfangi í átt að fullu jafnrétti karla og kvenna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna Verið að bíða eftir strætó þegar ungmenni réðust á hann Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Sjá meira
Hugsanlegt er að frumvarp um jafnlaunavottun verði ekki afgreitt á Alþingi í vor vegna tímaskorts og lagt fram aftur næsta haust. „Ég væri alveg til í það. Þetta er mikilvægt mál en það er líka mikilvægt að það sé vel unnið,“ segir Nichole Leigh Mosty, varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar og framsögumaður málsins í nefndinni. Nichole segir mörg verkefni liggja fyrir nefndinni núna. „Það eru svo mörg ríkisstjórnarmál að koma upp til okkar á stuttum tíma. Við fáum í allsherjar- og menntamálanefnd mál frá velferðarráðherra og frá menntamálaráðherra og dómsmálaráðherra þannig að við sitjum uppi með mörg mál. Tímasetningin er þannig að það er ekki víst að þetta geti verið í forgangi.“ Samkvæmt dagskrá Alþingis á að ljúka þingi í lok mánaðar. „Ég sit yfir fullt af málum og við þurfum að finna leið til að klára þetta innan þriggja vikna eða taka afstöðu til þess hversu mikilvægt það er að málin klárist á vorþingi eða hvort það er hægt að vinna þau betur á haustþingi. Vegna þess að þetta snýst líka um það að mál séu vel unnin. Alla vega fyrir mína parta og okkar í Bjartri framtíð,“ segir Nichole. Frestur til að skila inn athugasemdum um frumvarpið rennur út á morgun. Einungis tvö erindi hafa verið send nefndinni vegna þess. „Mér finnst það ekki nægjanlega gott að það séu bara tvær umsagnir,“ segir Nichole. Í umsögn Staðlaráðs, sem hannaði staðalinn, segir að ekki sé rétt að skylda fyrirtæki og stofnanir til að innleiða hann. Frekar ætti að umbuna þeim sem það gera með einhvers konar ívilnunum. „Staðlaráð telur vænlegra til árangurs að beita jákvæðri hvatningu frekar en þvingunum. Staðlar eru almennt ætlaðir til valfrjálsrar notkunar og þeir eiga að láta fyrirtækjum og stofnunum í té lausnir fremur en að vera skyldubundin úrræði,“ segir í umsögn Staðlaráðs. Í umsögn VR er frumvarpinu hins vegar fagnað og tekið fram að það sé mikilvægur áfangi í átt að fullu jafnrétti karla og kvenna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna Verið að bíða eftir strætó þegar ungmenni réðust á hann Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Sjá meira