BBC fjallar um hvernig Íslendingar fengu unglinga til að hætta að drekka og dópa Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2017 11:56 BBC segir að unglingar hafi verið stjórnlausir á árum áður en með markvissum aðgerðum hafi tekist að ná tökum á vandanum. Visir/Hari Árangur Íslendinga í að koma böndum yfir drykkju og fíkniefnaneyslu unglinga er umfjöllunarefni myndskeiðs sem breska ríkisútvarpið BBC birtir. Þar eru nefndar fimm leiðir sem Íslendingar fóru sem skiluðu sér í stórminnkaðri unglingadrykkju. Í myndbandinu kemur fram að unglingadrykkja hafi verið stórt vandamál á Íslandi á 9. og 10. áratug síðustu aldar. Þannig hafi 42% unglinga á aldrinum 15-16 ára sagst hafa orðið drukkin árið 1998. Síðan þá hafi mikill árangur náðst og þetta hlutfall sé nú komið niður í 5%. Rætt er við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur, Ingu Dóru Stefánsdóttur, prófessor við Háskólann í Reykjavík, foreldra og ungmenni um þessar fimm leiðir sem sagðar eru hafa skilað þessum árangri. „Á tuttugu árum fór Reykjavík úr því að vera versta borgin hvað varðaði unglingadrykkju, reykingar og fíkniefnaneyslu í að vera sú besta. Það er svolítið ótrúlegt, er það ekki?“ segir Dagur við BBC.Útivistartími fyrir börn og rannsóknir á líðan á meðal lykilþáttaÞær fimm leiðir sem stuðluðu að „unglingabyltingu“ á Íslandi að sögn BBC eru meðal annars útivistartími barna og heit sem foreldrar skrifa undir um að setja börnum sínum reglur. Þá sé börnum og ungmennum haldið uppteknum með íþróttum og öðrum tómstundum. Allt þetta byggist á traustum vísindum, meðal annars rannsóknum á líðan barna og neyslu þeirra á vímuefnum sem gerðar eru árlega. „Börn vilja ekki neyta eiturlyfja. Þau vilja eiga hamingjurík og heilbrigð líf,“ segir Inga Dóra sem stendur að rannsóknarröðinni Ungt fólk. Að síðustu segir BBC að lykillinn hafi verið að fá stjórnmálamenn til að taka á vandanum. Þannig kemur fram að Reykjavíkurborg verji meira en hundrað milljónum dollara í æskulýðsstarf á ári. Dagur slær á létta strengi og tengir þessi verkefni við að Íslendingar hafi borið sigurorð af Englendingum í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í fyrra. „Við unnum sennilega England á Evrópumótinu út af þessu verkefni,“ segir borgarstjóri og skellihlær. Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Árangur Íslendinga í að koma böndum yfir drykkju og fíkniefnaneyslu unglinga er umfjöllunarefni myndskeiðs sem breska ríkisútvarpið BBC birtir. Þar eru nefndar fimm leiðir sem Íslendingar fóru sem skiluðu sér í stórminnkaðri unglingadrykkju. Í myndbandinu kemur fram að unglingadrykkja hafi verið stórt vandamál á Íslandi á 9. og 10. áratug síðustu aldar. Þannig hafi 42% unglinga á aldrinum 15-16 ára sagst hafa orðið drukkin árið 1998. Síðan þá hafi mikill árangur náðst og þetta hlutfall sé nú komið niður í 5%. Rætt er við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur, Ingu Dóru Stefánsdóttur, prófessor við Háskólann í Reykjavík, foreldra og ungmenni um þessar fimm leiðir sem sagðar eru hafa skilað þessum árangri. „Á tuttugu árum fór Reykjavík úr því að vera versta borgin hvað varðaði unglingadrykkju, reykingar og fíkniefnaneyslu í að vera sú besta. Það er svolítið ótrúlegt, er það ekki?“ segir Dagur við BBC.Útivistartími fyrir börn og rannsóknir á líðan á meðal lykilþáttaÞær fimm leiðir sem stuðluðu að „unglingabyltingu“ á Íslandi að sögn BBC eru meðal annars útivistartími barna og heit sem foreldrar skrifa undir um að setja börnum sínum reglur. Þá sé börnum og ungmennum haldið uppteknum með íþróttum og öðrum tómstundum. Allt þetta byggist á traustum vísindum, meðal annars rannsóknum á líðan barna og neyslu þeirra á vímuefnum sem gerðar eru árlega. „Börn vilja ekki neyta eiturlyfja. Þau vilja eiga hamingjurík og heilbrigð líf,“ segir Inga Dóra sem stendur að rannsóknarröðinni Ungt fólk. Að síðustu segir BBC að lykillinn hafi verið að fá stjórnmálamenn til að taka á vandanum. Þannig kemur fram að Reykjavíkurborg verji meira en hundrað milljónum dollara í æskulýðsstarf á ári. Dagur slær á létta strengi og tengir þessi verkefni við að Íslendingar hafi borið sigurorð af Englendingum í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í fyrra. „Við unnum sennilega England á Evrópumótinu út af þessu verkefni,“ segir borgarstjóri og skellihlær.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira