Gagnrýna stjórnstöð ferðamála harðlega Benedikt Bóas skrifar 6. apríl 2017 07:00 Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar eru mörkin óskýr hvor beri ábyrgð innan málaflokksins, Ferðamálastofa eða Stjórnstöð ferðamála. vísir/stefán Afmörkun verkefna og ábyrgð stofnana sem sjá um ferðamál er óskýr að mati Ríkisendurskoðunar sem gagnrýnir stefnu- og skipulagsleysi í nýrri úttekt. Sem dæmi um þetta nefnir Ríkisendurskoðun að Stjórnstöð ferðamála, sem sett var á laggirnar árið 2015, eigi að sinna mörgum af sömu verkefnum og Ferðamálastofa á að sinna. Skörun er greinileg í verkefnum sem varða þróunar-, gæða- og skipulagsmál ferðaþjónustu og markaðs- og kynningarmál. Þetta er í annað sinn sem Ríkisendurskoðun bendir á þessi atriði en ekki hefur verið brugðist nægjanlega við og því talin ástæða til að hefja forkönnun stjórnsýsluúttektar á stjórnsýslu ferðamála vegna þróunar innan málaflokksins.Óskar Jósefsson, framkvæmdarstjóri Stjórnstöðvar ferðamála.Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, segist ekki skilja gagnrýni Ríkisendurskoðunar og er ekki sáttur við niðurstöðu hennar. „Ég skil ekki alveg hvert Ríkisendurskoðun er að fara með þessari skýrslu því við komum ekki að markaðs- og kynningarmálum. Íslandsstofa og Ferðamálastofa sjá um þau. Varðandi gæðamál komum við ekki nálægt þeim heldur enda erum við ekki stjórnsýsluleg stofnun sem hefur ekki boðvald yfir neinum. Við erum aðallega í því að leiða umræður þvert á málefnasviðinu því ferðaþjónustan hefur skörun um mörg ráðuneyti. Hún hefur ekki skýran ramma eins og til dæmis sjávarútvegur.“ Hann segist víða hafa rekist á veggi frá því stofnunin var sett á laggirnar. „Menn virðast eiga erfitt með, sérstaklega stofnanir ríkisins, að lifa í þeim heimi að það sé til eitthvað sem leyfir umræðu en hefur ekki boðvald. Við erum ekki að taka hlutverk af einum eða neinum en við getum fengið stofnanir til að tala saman. Þær geta líka sagt nei við því og þá er lítið sem við getum gert. Ég keyri þvert á kerfið og ráðherrar og atvinnugreinin verða að taka á því ef einhverjir sem þurfa að vinna saman vilja það ekki. Ég bara verð að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvert Ríkisendurskoðun er að fara með þetta.“ Ekki náðist í Ólöfu Ýri Atladóttur ferðamálastjóra, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur ferðamálaráðherra eða Ólaf Teit Guðnason, aðstoðarmann hennar, við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Sjá meira
Afmörkun verkefna og ábyrgð stofnana sem sjá um ferðamál er óskýr að mati Ríkisendurskoðunar sem gagnrýnir stefnu- og skipulagsleysi í nýrri úttekt. Sem dæmi um þetta nefnir Ríkisendurskoðun að Stjórnstöð ferðamála, sem sett var á laggirnar árið 2015, eigi að sinna mörgum af sömu verkefnum og Ferðamálastofa á að sinna. Skörun er greinileg í verkefnum sem varða þróunar-, gæða- og skipulagsmál ferðaþjónustu og markaðs- og kynningarmál. Þetta er í annað sinn sem Ríkisendurskoðun bendir á þessi atriði en ekki hefur verið brugðist nægjanlega við og því talin ástæða til að hefja forkönnun stjórnsýsluúttektar á stjórnsýslu ferðamála vegna þróunar innan málaflokksins.Óskar Jósefsson, framkvæmdarstjóri Stjórnstöðvar ferðamála.Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, segist ekki skilja gagnrýni Ríkisendurskoðunar og er ekki sáttur við niðurstöðu hennar. „Ég skil ekki alveg hvert Ríkisendurskoðun er að fara með þessari skýrslu því við komum ekki að markaðs- og kynningarmálum. Íslandsstofa og Ferðamálastofa sjá um þau. Varðandi gæðamál komum við ekki nálægt þeim heldur enda erum við ekki stjórnsýsluleg stofnun sem hefur ekki boðvald yfir neinum. Við erum aðallega í því að leiða umræður þvert á málefnasviðinu því ferðaþjónustan hefur skörun um mörg ráðuneyti. Hún hefur ekki skýran ramma eins og til dæmis sjávarútvegur.“ Hann segist víða hafa rekist á veggi frá því stofnunin var sett á laggirnar. „Menn virðast eiga erfitt með, sérstaklega stofnanir ríkisins, að lifa í þeim heimi að það sé til eitthvað sem leyfir umræðu en hefur ekki boðvald. Við erum ekki að taka hlutverk af einum eða neinum en við getum fengið stofnanir til að tala saman. Þær geta líka sagt nei við því og þá er lítið sem við getum gert. Ég keyri þvert á kerfið og ráðherrar og atvinnugreinin verða að taka á því ef einhverjir sem þurfa að vinna saman vilja það ekki. Ég bara verð að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvert Ríkisendurskoðun er að fara með þetta.“ Ekki náðist í Ólöfu Ýri Atladóttur ferðamálastjóra, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur ferðamálaráðherra eða Ólaf Teit Guðnason, aðstoðarmann hennar, við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Sjá meira