Íslenskur ræðari komst til Jan Mayen eftir mikla háskaför Ingvar Þór Björnsson skrifar 27. ágúst 2017 11:50 Fiann Paul við undirbúning ferðarinnar í júlímánuði Vísir/HÞ Íslenski ræðarinn Fiann Paul ásamt áhöfn Polar Row eru staddir á eyjunni Jan Mayen eftir að hafa komist í hann krappan þegar þeir voru að róa Norður Atlantshafsleiðina. Óvíst er hvort þeir haldi förinni áfram.Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði er Íslendingurinn Fiann Paul leiðtogi átta manna hóps sem hélt af stað þann 20. júlí í mikla háskaför. Ætluðu þeir að vera fyrstir manna til að róa yfir Norður-Íshafið í tvær áttir; fyrst frá Tromsö til Svalbarða og svo þaðan til Íslands. Aldrei hafa menn áður róið með handafli svo norðarlega á hnettinum en hvorki mótor né segl eru um borð í bátnum.Bjóst ekki við að lifa ferðina af Veðuraðstæður reyndust afar erfiðar þegar áhöfnin hóf lokaspölinn frá Svalbarða til Íslands og segir Alex Gregory, einn meðlimur áhafnarinnar á Twitter síðu sinni að hann hafi ekki búist við því að lifa ferðina af. „Ég hafði enga tilfinningu fyrir fjarlægð og við virtumst aldrei komast langt, ekkert breyttist. Allt var grátt.“ Áhöfnin náði landi á Jan Mayen og tóku meðlimir úr norska hernum á móti þeim og hafa hýst þá síðustu daga. Nú hafa fjórir af af átta áhafnarmeðlimum ákveðið að halda förinni ekki áfram. Alex Gregory segir að það hafi ekki verið erfitt að taka þá ákvörðun. „Ég á þrjá unga krakka og þeir þurfa föður sinn, að hann sé ábyrgur og taki réttar ákvarðanir.“Fiann vill halda áfram til Íslands með nýrri áhöfn Mikil óvissa er um framhaldið en engar reglulegar ferðir eru til og frá Jan Mayen. Alex segist hafa fengið fréttir þess efnis að skip sé á leiðinni til eyjunnar í næstu viku og bindur hann vonir við að þeir hleypi áhöfninni um borð. Fiann Paul og þeir sem vilja halda svaðilförinni áfram vonast hins vegar til að geta fengið nýja áhafnarmeðlimi til Jan Mayen til að geta haldið áfram. Í myndskeiðinu hér að neðan lýsir Alex Gregory aðstæðum á Jan Mayen.Latest update & checking out this truely unique island of Jan Mayen @thepolarrow #adventure pic.twitter.com/rcg49pbnvh— Alex Gregory (@AlexGregoryGB) August 22, 2017 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Íslenski ræðarinn Fiann Paul ásamt áhöfn Polar Row eru staddir á eyjunni Jan Mayen eftir að hafa komist í hann krappan þegar þeir voru að róa Norður Atlantshafsleiðina. Óvíst er hvort þeir haldi förinni áfram.Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði er Íslendingurinn Fiann Paul leiðtogi átta manna hóps sem hélt af stað þann 20. júlí í mikla háskaför. Ætluðu þeir að vera fyrstir manna til að róa yfir Norður-Íshafið í tvær áttir; fyrst frá Tromsö til Svalbarða og svo þaðan til Íslands. Aldrei hafa menn áður róið með handafli svo norðarlega á hnettinum en hvorki mótor né segl eru um borð í bátnum.Bjóst ekki við að lifa ferðina af Veðuraðstæður reyndust afar erfiðar þegar áhöfnin hóf lokaspölinn frá Svalbarða til Íslands og segir Alex Gregory, einn meðlimur áhafnarinnar á Twitter síðu sinni að hann hafi ekki búist við því að lifa ferðina af. „Ég hafði enga tilfinningu fyrir fjarlægð og við virtumst aldrei komast langt, ekkert breyttist. Allt var grátt.“ Áhöfnin náði landi á Jan Mayen og tóku meðlimir úr norska hernum á móti þeim og hafa hýst þá síðustu daga. Nú hafa fjórir af af átta áhafnarmeðlimum ákveðið að halda förinni ekki áfram. Alex Gregory segir að það hafi ekki verið erfitt að taka þá ákvörðun. „Ég á þrjá unga krakka og þeir þurfa föður sinn, að hann sé ábyrgur og taki réttar ákvarðanir.“Fiann vill halda áfram til Íslands með nýrri áhöfn Mikil óvissa er um framhaldið en engar reglulegar ferðir eru til og frá Jan Mayen. Alex segist hafa fengið fréttir þess efnis að skip sé á leiðinni til eyjunnar í næstu viku og bindur hann vonir við að þeir hleypi áhöfninni um borð. Fiann Paul og þeir sem vilja halda svaðilförinni áfram vonast hins vegar til að geta fengið nýja áhafnarmeðlimi til Jan Mayen til að geta haldið áfram. Í myndskeiðinu hér að neðan lýsir Alex Gregory aðstæðum á Jan Mayen.Latest update & checking out this truely unique island of Jan Mayen @thepolarrow #adventure pic.twitter.com/rcg49pbnvh— Alex Gregory (@AlexGregoryGB) August 22, 2017
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira