Íslenskur ræðari komst til Jan Mayen eftir mikla háskaför Ingvar Þór Björnsson skrifar 27. ágúst 2017 11:50 Fiann Paul við undirbúning ferðarinnar í júlímánuði Vísir/HÞ Íslenski ræðarinn Fiann Paul ásamt áhöfn Polar Row eru staddir á eyjunni Jan Mayen eftir að hafa komist í hann krappan þegar þeir voru að róa Norður Atlantshafsleiðina. Óvíst er hvort þeir haldi förinni áfram.Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði er Íslendingurinn Fiann Paul leiðtogi átta manna hóps sem hélt af stað þann 20. júlí í mikla háskaför. Ætluðu þeir að vera fyrstir manna til að róa yfir Norður-Íshafið í tvær áttir; fyrst frá Tromsö til Svalbarða og svo þaðan til Íslands. Aldrei hafa menn áður róið með handafli svo norðarlega á hnettinum en hvorki mótor né segl eru um borð í bátnum.Bjóst ekki við að lifa ferðina af Veðuraðstæður reyndust afar erfiðar þegar áhöfnin hóf lokaspölinn frá Svalbarða til Íslands og segir Alex Gregory, einn meðlimur áhafnarinnar á Twitter síðu sinni að hann hafi ekki búist við því að lifa ferðina af. „Ég hafði enga tilfinningu fyrir fjarlægð og við virtumst aldrei komast langt, ekkert breyttist. Allt var grátt.“ Áhöfnin náði landi á Jan Mayen og tóku meðlimir úr norska hernum á móti þeim og hafa hýst þá síðustu daga. Nú hafa fjórir af af átta áhafnarmeðlimum ákveðið að halda förinni ekki áfram. Alex Gregory segir að það hafi ekki verið erfitt að taka þá ákvörðun. „Ég á þrjá unga krakka og þeir þurfa föður sinn, að hann sé ábyrgur og taki réttar ákvarðanir.“Fiann vill halda áfram til Íslands með nýrri áhöfn Mikil óvissa er um framhaldið en engar reglulegar ferðir eru til og frá Jan Mayen. Alex segist hafa fengið fréttir þess efnis að skip sé á leiðinni til eyjunnar í næstu viku og bindur hann vonir við að þeir hleypi áhöfninni um borð. Fiann Paul og þeir sem vilja halda svaðilförinni áfram vonast hins vegar til að geta fengið nýja áhafnarmeðlimi til Jan Mayen til að geta haldið áfram. Í myndskeiðinu hér að neðan lýsir Alex Gregory aðstæðum á Jan Mayen.Latest update & checking out this truely unique island of Jan Mayen @thepolarrow #adventure pic.twitter.com/rcg49pbnvh— Alex Gregory (@AlexGregoryGB) August 22, 2017 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Íslenski ræðarinn Fiann Paul ásamt áhöfn Polar Row eru staddir á eyjunni Jan Mayen eftir að hafa komist í hann krappan þegar þeir voru að róa Norður Atlantshafsleiðina. Óvíst er hvort þeir haldi förinni áfram.Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði er Íslendingurinn Fiann Paul leiðtogi átta manna hóps sem hélt af stað þann 20. júlí í mikla háskaför. Ætluðu þeir að vera fyrstir manna til að róa yfir Norður-Íshafið í tvær áttir; fyrst frá Tromsö til Svalbarða og svo þaðan til Íslands. Aldrei hafa menn áður róið með handafli svo norðarlega á hnettinum en hvorki mótor né segl eru um borð í bátnum.Bjóst ekki við að lifa ferðina af Veðuraðstæður reyndust afar erfiðar þegar áhöfnin hóf lokaspölinn frá Svalbarða til Íslands og segir Alex Gregory, einn meðlimur áhafnarinnar á Twitter síðu sinni að hann hafi ekki búist við því að lifa ferðina af. „Ég hafði enga tilfinningu fyrir fjarlægð og við virtumst aldrei komast langt, ekkert breyttist. Allt var grátt.“ Áhöfnin náði landi á Jan Mayen og tóku meðlimir úr norska hernum á móti þeim og hafa hýst þá síðustu daga. Nú hafa fjórir af af átta áhafnarmeðlimum ákveðið að halda förinni ekki áfram. Alex Gregory segir að það hafi ekki verið erfitt að taka þá ákvörðun. „Ég á þrjá unga krakka og þeir þurfa föður sinn, að hann sé ábyrgur og taki réttar ákvarðanir.“Fiann vill halda áfram til Íslands með nýrri áhöfn Mikil óvissa er um framhaldið en engar reglulegar ferðir eru til og frá Jan Mayen. Alex segist hafa fengið fréttir þess efnis að skip sé á leiðinni til eyjunnar í næstu viku og bindur hann vonir við að þeir hleypi áhöfninni um borð. Fiann Paul og þeir sem vilja halda svaðilförinni áfram vonast hins vegar til að geta fengið nýja áhafnarmeðlimi til Jan Mayen til að geta haldið áfram. Í myndskeiðinu hér að neðan lýsir Alex Gregory aðstæðum á Jan Mayen.Latest update & checking out this truely unique island of Jan Mayen @thepolarrow #adventure pic.twitter.com/rcg49pbnvh— Alex Gregory (@AlexGregoryGB) August 22, 2017
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira