Innlent

Eldur við Gullhamra

Birgir Olgeirsson skrifar
Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Eldur kom upp í niðurgröfnum strætisvagni við Gullhamra í Grafarholti á sjötta tímanum í kvöld. Fyrstu upplýsingar bentu til þess að um töluverðan eld væri að ræða en strætisvagninn er notaður sem geymsla. Mikinn reyk lagði frá brunanum.

Lítil hætta var talin af eldnum en slökkvilið átti í nokkrum erfiðleikum með að komast á staðinn vegna mikillar umferðar. Slökkviliðsmenn frá tveimur stöðvum voru sendir á staðinn. Nokkurn tíma tók að slökkva eldinn en tryggja þurfti að hann gæti ekki tekið sig upp aftur.

Nánar má lesa um starf slökkviliðsins í Grafarholti í kvöld hér.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Vísir/Eyþór Árnason
Vísir/Ævar Örn Jóhannsson
Vísir/Jóhann K. Jóhannsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×