Fjórðungi sjúklinga vísað á heilsugæsluna Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 16. janúar 2017 07:00 Sjúkrahúsplássum á geðsviði hefur fækkað um helming frá aldamótum, úr 240 í 120. Á Landspítalanum er vilji til þess að efla dag- og göngudeildir og yrði aukið fjármagn sett í þá þjónustu ef það myndi berast. vísir/vilhelm Fjórðungur þeirra sem leita á bráðamóttökudeild geðsviðs Landspítala fær ráðleggingar um lyf og líðan og er vísað á heilsugæsluna. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, hefur áhyggjur af vísunum frá bráðamóttöku geðdeildar og segir innlagnartíma einnig styttri en í nágrannalöndunum. „Við höfum áhyggjur af þessu því við höfum fengið mjög margar ábendingar um það að fólki hafi verið vísað frá. Jafnvel fólki í sjálfsvígshugleiðingum. Líka um að fólk hafi verið útskrifað of snemma. Við sjáum í samanburði við nágrannaþjóðirnar að innlagnir eru styttri á Landspítalanum,“ segir hún og segir það geta reynst fólki sem upplifir sig í bráðum geðvanda erfitt að vera vísað annað. Það þýði að fólk geti þurft að bíða lengi eftir þjónustu.María Einisdóttir framkvæmdastjóri geðsviðs.„Við viljum að heilsugæslan sé efld en þegar fólk er komið á bráðamóttöku geðdeildar þá metur það sjálft sig í brýnni þörf,“ bendir Anna Gunnhildur á og segir að því miður séu dæmi um að eftir að fólki hafi verið vísað annað hafi það framið sjálfsmorð. „Það eru því miður dæmi um það og það er skelfilegt,“ segir Anna Gunnhildur. María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs, segir sjúkrahúsinnlögn mikið inngrip í líf fólks og að einungis bráðveikir séu lagðir inn. „Ef önnur úrræði duga þá er það oft betri þjónusta við fólk,“ segir María. Þeim sem koma á bráðamóttökuna og eru ekki lagðir inn er öllum vísað í önnur úrræði að sögn Maríu. Í bráðaeftirfylgd á geðsviði sem feli í sér eitt til fjögur viðtöl. Á almenna göngudeild geðsviðs eða göngudeild fíknisjúkdóma. Þegar vísað sé frá spítalanum þá sé vísað á heilsugæslu en líka meðferðaraðila á stofu, notendasamtök eins og Geðhjálp. „Algengasta innlagnarástæðan er sjálfsvígshætta og/eða brátt geðrof. Sjálfsvígshættan er alltaf metin og ef viðkomandi er metinn í slíkri hættu þá er fólk lagt inn,“ segir María. „Sjálfsvígin eru alltaf mikill harmleikur en því miður geta geðsjúkdómar verið lífshættulegir. Við erum með þjálfað fólk sem metur hættuna en stundum gerist eitthvað í lífi fólks sem gerir það að verkum að það lætur til skarar skríða,“ segir María.Anna Gunnhildur framkvæmdastjóri GeðhjálparAnna Gunnhildur gagnrýnir einnig að bráðamóttakan sé aðeins opin hluta dags. Að meðaltali koma 16 manns á bráðamóttöku geðsviðs á hverjum degi. Bráðamóttakan er opin frá 12-19 virka daga og enn takmarkaðri opnunartími er um helgar. Utan þess tíma er hægt að leita á bráðamóttökuna í Fossvogi. Halldóra Jónsdóttir, yfirlæknir bráðamóttöku geðsviðs, segir erindi einstaklinga sem til þeirra leita misalvarleg. „Um 25% þeirra sem koma eru með bráð og alvarleg vandamál, um 50% með alvarleg vandamál en ekki eins bráð og um 25% með vanda sem hvorki er bráður né alvarlegur. Að jafnaði eru um 60% þeirra sem til okkar koma sem ekki hafa leitað fyrst á heilsugæslu. Af þeim sem koma til okkar og eru með bráðan og alvarlegan vanda, leggjast 55% inn að jafnaði, hinum er vísað í svokallaða bráðaeftirfylgd eða til endurmats á bráðamóttökunni á næstu dögum,“ segir Halldóra sem ítrekar að allir sem koma á bráðamóttökuna fái viðtal og engum sé því vísað frá þótt þeim sé vísað annað. „Ef vandinn er ekki bráður og hægt er að leysa hann t.d. í heilsugæslu, vísum við fólki þangað,“ segir Halldóra. María bendir á að plássum hafi fækkað um helming frá aldamótum, úr 240 í 120. „Á sama tíma höfum við eflt dag- og göngudeildir og ef fjármagn til okkar væri aukið þá myndum við vilja auka þá þjónustu enn frekar,“ segir María. „Auka þarf fjárframlög til geðheilbrigðismála á öllum stigum þjónustunnar, til forvarna, heilsugæslu, velferðarsviða sveitarfélaga með því að fjölga búsetuúrræðum og auka félagslegan stuðning heim. Og til sjúkrahúsa, bæði Landspítala og sjúkrahúsa úti á landi. Þetta þarf að vera heildstæð þjónustukeðja þar sem sjúkrahúsin eru með þyngstu málin,“ segir María. Hún bendir á að fjármagn til geðheilbrigðismála hafi verið stóraukið í nágrannalöndunum. „Þverpólitísk samstaða hefur myndast um að setja peninga í málaflokkinn. Vonandi eru íslenskir stjórnmálamenn komnir þangað líka, geðheilsa skiptir okkur öll máli,“ segir María.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira
Fjórðungur þeirra sem leita á bráðamóttökudeild geðsviðs Landspítala fær ráðleggingar um lyf og líðan og er vísað á heilsugæsluna. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, hefur áhyggjur af vísunum frá bráðamóttöku geðdeildar og segir innlagnartíma einnig styttri en í nágrannalöndunum. „Við höfum áhyggjur af þessu því við höfum fengið mjög margar ábendingar um það að fólki hafi verið vísað frá. Jafnvel fólki í sjálfsvígshugleiðingum. Líka um að fólk hafi verið útskrifað of snemma. Við sjáum í samanburði við nágrannaþjóðirnar að innlagnir eru styttri á Landspítalanum,“ segir hún og segir það geta reynst fólki sem upplifir sig í bráðum geðvanda erfitt að vera vísað annað. Það þýði að fólk geti þurft að bíða lengi eftir þjónustu.María Einisdóttir framkvæmdastjóri geðsviðs.„Við viljum að heilsugæslan sé efld en þegar fólk er komið á bráðamóttöku geðdeildar þá metur það sjálft sig í brýnni þörf,“ bendir Anna Gunnhildur á og segir að því miður séu dæmi um að eftir að fólki hafi verið vísað annað hafi það framið sjálfsmorð. „Það eru því miður dæmi um það og það er skelfilegt,“ segir Anna Gunnhildur. María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs, segir sjúkrahúsinnlögn mikið inngrip í líf fólks og að einungis bráðveikir séu lagðir inn. „Ef önnur úrræði duga þá er það oft betri þjónusta við fólk,“ segir María. Þeim sem koma á bráðamóttökuna og eru ekki lagðir inn er öllum vísað í önnur úrræði að sögn Maríu. Í bráðaeftirfylgd á geðsviði sem feli í sér eitt til fjögur viðtöl. Á almenna göngudeild geðsviðs eða göngudeild fíknisjúkdóma. Þegar vísað sé frá spítalanum þá sé vísað á heilsugæslu en líka meðferðaraðila á stofu, notendasamtök eins og Geðhjálp. „Algengasta innlagnarástæðan er sjálfsvígshætta og/eða brátt geðrof. Sjálfsvígshættan er alltaf metin og ef viðkomandi er metinn í slíkri hættu þá er fólk lagt inn,“ segir María. „Sjálfsvígin eru alltaf mikill harmleikur en því miður geta geðsjúkdómar verið lífshættulegir. Við erum með þjálfað fólk sem metur hættuna en stundum gerist eitthvað í lífi fólks sem gerir það að verkum að það lætur til skarar skríða,“ segir María.Anna Gunnhildur framkvæmdastjóri GeðhjálparAnna Gunnhildur gagnrýnir einnig að bráðamóttakan sé aðeins opin hluta dags. Að meðaltali koma 16 manns á bráðamóttöku geðsviðs á hverjum degi. Bráðamóttakan er opin frá 12-19 virka daga og enn takmarkaðri opnunartími er um helgar. Utan þess tíma er hægt að leita á bráðamóttökuna í Fossvogi. Halldóra Jónsdóttir, yfirlæknir bráðamóttöku geðsviðs, segir erindi einstaklinga sem til þeirra leita misalvarleg. „Um 25% þeirra sem koma eru með bráð og alvarleg vandamál, um 50% með alvarleg vandamál en ekki eins bráð og um 25% með vanda sem hvorki er bráður né alvarlegur. Að jafnaði eru um 60% þeirra sem til okkar koma sem ekki hafa leitað fyrst á heilsugæslu. Af þeim sem koma til okkar og eru með bráðan og alvarlegan vanda, leggjast 55% inn að jafnaði, hinum er vísað í svokallaða bráðaeftirfylgd eða til endurmats á bráðamóttökunni á næstu dögum,“ segir Halldóra sem ítrekar að allir sem koma á bráðamóttökuna fái viðtal og engum sé því vísað frá þótt þeim sé vísað annað. „Ef vandinn er ekki bráður og hægt er að leysa hann t.d. í heilsugæslu, vísum við fólki þangað,“ segir Halldóra. María bendir á að plássum hafi fækkað um helming frá aldamótum, úr 240 í 120. „Á sama tíma höfum við eflt dag- og göngudeildir og ef fjármagn til okkar væri aukið þá myndum við vilja auka þá þjónustu enn frekar,“ segir María. „Auka þarf fjárframlög til geðheilbrigðismála á öllum stigum þjónustunnar, til forvarna, heilsugæslu, velferðarsviða sveitarfélaga með því að fjölga búsetuúrræðum og auka félagslegan stuðning heim. Og til sjúkrahúsa, bæði Landspítala og sjúkrahúsa úti á landi. Þetta þarf að vera heildstæð þjónustukeðja þar sem sjúkrahúsin eru með þyngstu málin,“ segir María. Hún bendir á að fjármagn til geðheilbrigðismála hafi verið stóraukið í nágrannalöndunum. „Þverpólitísk samstaða hefur myndast um að setja peninga í málaflokkinn. Vonandi eru íslenskir stjórnmálamenn komnir þangað líka, geðheilsa skiptir okkur öll máli,“ segir María.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira