Forystuhrúturinn Nikulás vill engan forleik við skyldustörfin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Nikulás þykir einkar virðulegur. Hann er vakandi fyrir flestu sem fram fer í kringum hann. Fréttablaðið/Anton Brink Það færist sífellt í vöxt að sauðfjárbændur fái sér forystufé til að hafa í hjörðinni en forystufé hefur verið til á Íslandi frá upphafi byggðar. Það er í eðli forystufjár að fara á undan í fjárhópi og féð er mjög glöggt á veður og veðrabrigði enda vill það helst ekki fara út úr húsi ef von er á vondu veðri. Það þykir mikilvægt að varðveita íslenskt forystufé enda er það einstakur stofn í heiminum. Til að koma til móts við bændur eru Sauðfjársæðingastöðvarnar á Suðurlandi og Vesturlandi með tvo forystuhrúta á stöðvunum til liðsinnis við varðveislu forystufjár. Annar þeirra er nýr á stöð en það er Nikulás sem er svartarnhöfðóttur, sokkóttur og hyrndur. Hann er frá Brakanda í Hörgárdal en þar má finna eina stærstu hjörð af hreinræktuðu forystufé á landinu í dag. „Nikulás er hávaxinn og virðulegur og ber höfuðið hátt og hefur vakandi auga á öllu sem fram fer í kringum hann,“ segir meðal annars í nýrri Hrútaskrá sem var að koma út.Guðmundur Jóhannsson hefur verið ritstjóri Hrútaskrárinnar í 20 ár. Fréttablaðið/Magnús HlynurÞá kemur fram að hrúturinn hefur sýnt ótvíræða forystueiginleika á heimabúi og er þægur og rólegur í umgengni en þó varkár og ekki mikið fyrir klapp og kjass, nema rétt sé að honum farið og hann þekki sinn „húsbónda“. Hinn forystuhrúturinn sem bændum gefst líka kostur á að nota heitir Gils og er á Sauðfjársæðingastöð Vesturlands skammt frá Borgarnesi. Gils hefur verið notaður áður en hann er frá bænum Gróustöðum í Gilsfirði. Hrútaskráin, sem er víðlesin af sauðfjárbændum á þessum tíma árs, fagnar 20 ára afmæli í ár. Ritstjóri hennar frá upphafi hefur verið Guðmundur Jóhannsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Í nýju skránni eru 45 hrútar víða af landinu sem bændur geta pantað sæði úr. „Já, þetta er langvinsælasta blaðið fyrir hver jól hjá bændum, enda geta þeir séð ljósmyndir og lýsingar á öllum hrútunum. Það er síðan þeirra að velja sæðið úr hrútunum og láta sæða ærnar sínar. Við gerum ráð fyrir að það verði teknir um þrjátíu þúsund sæðisskammtar úr hrútunum á tímabilinu 1. desember til 21. desember,“ segir Guðmundur aðspurður um vinsældir Hrútaskrárinnar. Sæðingar hefjast hjá sauðfjársæðingastöðvunum á Suðurlandi og Vesturlandi föstudaginn 1. desember. Sæðisskammturinn kostar þúsund krónur en eftir því sem fleiri skammtar eru keyptir lækkar verðið smátt og smátt. Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Sjá meira
Það færist sífellt í vöxt að sauðfjárbændur fái sér forystufé til að hafa í hjörðinni en forystufé hefur verið til á Íslandi frá upphafi byggðar. Það er í eðli forystufjár að fara á undan í fjárhópi og féð er mjög glöggt á veður og veðrabrigði enda vill það helst ekki fara út úr húsi ef von er á vondu veðri. Það þykir mikilvægt að varðveita íslenskt forystufé enda er það einstakur stofn í heiminum. Til að koma til móts við bændur eru Sauðfjársæðingastöðvarnar á Suðurlandi og Vesturlandi með tvo forystuhrúta á stöðvunum til liðsinnis við varðveislu forystufjár. Annar þeirra er nýr á stöð en það er Nikulás sem er svartarnhöfðóttur, sokkóttur og hyrndur. Hann er frá Brakanda í Hörgárdal en þar má finna eina stærstu hjörð af hreinræktuðu forystufé á landinu í dag. „Nikulás er hávaxinn og virðulegur og ber höfuðið hátt og hefur vakandi auga á öllu sem fram fer í kringum hann,“ segir meðal annars í nýrri Hrútaskrá sem var að koma út.Guðmundur Jóhannsson hefur verið ritstjóri Hrútaskrárinnar í 20 ár. Fréttablaðið/Magnús HlynurÞá kemur fram að hrúturinn hefur sýnt ótvíræða forystueiginleika á heimabúi og er þægur og rólegur í umgengni en þó varkár og ekki mikið fyrir klapp og kjass, nema rétt sé að honum farið og hann þekki sinn „húsbónda“. Hinn forystuhrúturinn sem bændum gefst líka kostur á að nota heitir Gils og er á Sauðfjársæðingastöð Vesturlands skammt frá Borgarnesi. Gils hefur verið notaður áður en hann er frá bænum Gróustöðum í Gilsfirði. Hrútaskráin, sem er víðlesin af sauðfjárbændum á þessum tíma árs, fagnar 20 ára afmæli í ár. Ritstjóri hennar frá upphafi hefur verið Guðmundur Jóhannsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Í nýju skránni eru 45 hrútar víða af landinu sem bændur geta pantað sæði úr. „Já, þetta er langvinsælasta blaðið fyrir hver jól hjá bændum, enda geta þeir séð ljósmyndir og lýsingar á öllum hrútunum. Það er síðan þeirra að velja sæðið úr hrútunum og láta sæða ærnar sínar. Við gerum ráð fyrir að það verði teknir um þrjátíu þúsund sæðisskammtar úr hrútunum á tímabilinu 1. desember til 21. desember,“ segir Guðmundur aðspurður um vinsældir Hrútaskrárinnar. Sæðingar hefjast hjá sauðfjársæðingastöðvunum á Suðurlandi og Vesturlandi föstudaginn 1. desember. Sæðisskammturinn kostar þúsund krónur en eftir því sem fleiri skammtar eru keyptir lækkar verðið smátt og smátt.
Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Sjá meira