Bette Midler segir Geraldo Rivera aldrei hafa beðist afsökunar á að hafa káfað á henni Birgir Olgeirsson skrifar 30. nóvember 2017 21:08 Geraldo Rivera og Bette Midler Vísir/Getty Bandaríska leik- og söngkonan Bette Midler segir sjónvarpsmanninn Geraldo Rivera ekki enn hafa beðið sig afsökunar á því að hafa káfað á henni á áttunda áratug síðustu aldar. Rivera hefur beðist afsökunar á því að hafa reynt að verja sjónvarpsmanninn Matt Lauer sem var nýverið rekinn frá NBC News vegna ásakana um kynferðislega áreitni í garð samstarfsmanna. Rvera var harðlega gagnrýndur þegar hann sagði fjölmiðla bransann vera daðurskenndan og ekki ætti að nota ásakanir um kynferðislega áreitni til að ná sér niður á slæmum yfirmönnum eða fyrrverandi elskhugum. Um svipað leyti fór í umferð viðtal frá árinu 1991 sem fjölmiðlakonan Barbara Walters tók við Bette Midler þar sem listakonan greindi frá því að Rivera hefði káfað á henni. „Ég á afmæli á morgun. Mér líður eins og þetta myndband sé gjöf alheimsins til mín. Geraldo gæti hafa beðist afsökunar á að hafa stutt Matt Lauer, en hann á eftir að biðja mig afsökunar,“ sagði Midler á Twitter.Tomorrow is my birthday. I feel like this video was a gift from the universe to me. Geraldo may have apologized for his tweets supporting Matt Lauer, but he has yet to apologize for this. #MeToo pic.twitter.com/TkcolFWfA2— Bette Midler (@BetteMidler) November 30, 2017 <Geraldo Rivera starfar hjá Fox News en forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar sögðust vera hugsi vegna ummæla hans um Matt Lauer-málið. Rivera baðst afsökunar og sagðist meðal annars ekki hafa útskýrt nægjanlega vel að kynferðisleg áreitni væri hryllilegt vandamál sem hefur verið falið allt of lengi. Leiddi þetta til þess að viðtalið við Bette Midler fór aftur í umferð þar sem Midler kallaði Rivera slepjulegan spjallþáttastjórnanda. Hún rifjaði upp atvikið frá áttunda áratug síðustu aldar. Hún sagði Rivera og framleiðanda hans hafa króað hana af inni á baðherbergi þar sem þeir hafi neytt hana til að anda að sér lyfi sem veldur slökun í vöðum æðaveggja og svo káfað á henni. „Ég hafði ekki boðið mig á altari Geraldo Rivera. Hann var ósæmilegur.“ Deadline segir frá því að Rivera hefði rifjað þetta atvik upp í ævisögu hans sem nefnist: Exposing Myself. „Við vorum inni á baðherbergi að undirbúa okkur fyrir viðtalið. Á einhverjum tímapunkti lagði ég hendur mínar á brjóst hennar.“ Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Bandaríska leik- og söngkonan Bette Midler segir sjónvarpsmanninn Geraldo Rivera ekki enn hafa beðið sig afsökunar á því að hafa káfað á henni á áttunda áratug síðustu aldar. Rivera hefur beðist afsökunar á því að hafa reynt að verja sjónvarpsmanninn Matt Lauer sem var nýverið rekinn frá NBC News vegna ásakana um kynferðislega áreitni í garð samstarfsmanna. Rvera var harðlega gagnrýndur þegar hann sagði fjölmiðla bransann vera daðurskenndan og ekki ætti að nota ásakanir um kynferðislega áreitni til að ná sér niður á slæmum yfirmönnum eða fyrrverandi elskhugum. Um svipað leyti fór í umferð viðtal frá árinu 1991 sem fjölmiðlakonan Barbara Walters tók við Bette Midler þar sem listakonan greindi frá því að Rivera hefði káfað á henni. „Ég á afmæli á morgun. Mér líður eins og þetta myndband sé gjöf alheimsins til mín. Geraldo gæti hafa beðist afsökunar á að hafa stutt Matt Lauer, en hann á eftir að biðja mig afsökunar,“ sagði Midler á Twitter.Tomorrow is my birthday. I feel like this video was a gift from the universe to me. Geraldo may have apologized for his tweets supporting Matt Lauer, but he has yet to apologize for this. #MeToo pic.twitter.com/TkcolFWfA2— Bette Midler (@BetteMidler) November 30, 2017 <Geraldo Rivera starfar hjá Fox News en forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar sögðust vera hugsi vegna ummæla hans um Matt Lauer-málið. Rivera baðst afsökunar og sagðist meðal annars ekki hafa útskýrt nægjanlega vel að kynferðisleg áreitni væri hryllilegt vandamál sem hefur verið falið allt of lengi. Leiddi þetta til þess að viðtalið við Bette Midler fór aftur í umferð þar sem Midler kallaði Rivera slepjulegan spjallþáttastjórnanda. Hún rifjaði upp atvikið frá áttunda áratug síðustu aldar. Hún sagði Rivera og framleiðanda hans hafa króað hana af inni á baðherbergi þar sem þeir hafi neytt hana til að anda að sér lyfi sem veldur slökun í vöðum æðaveggja og svo káfað á henni. „Ég hafði ekki boðið mig á altari Geraldo Rivera. Hann var ósæmilegur.“ Deadline segir frá því að Rivera hefði rifjað þetta atvik upp í ævisögu hans sem nefnist: Exposing Myself. „Við vorum inni á baðherbergi að undirbúa okkur fyrir viðtalið. Á einhverjum tímapunkti lagði ég hendur mínar á brjóst hennar.“
Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira