Íslendingar þegar farnir að líta til Rússlands Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. október 2017 06:00 Mörg þúsund Íslendingar eiga ógleymanlegar minningar frá EM í Frakklandi. vísir/vilhelm Íslendingar eru þegar farnir að spyrjast fyrir um ferðir til Rússlands næsta sumar til að upplifa HM-drauminn fari svo að karlalandsliðið í knattspyrnu gulltryggi sér farseðilinn þangað í kvöld. „Það er alveg augljóst að það er mikill áhugi,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Við höfum fengið fyrirspurnir og greinilega eru margir að velta þessu fyrir sér.“Guðjón Arngrímsson, upplýsingastjóri Icelandair.vísir/antonEftir frækinn sigur á Tyrkjum á föstudagskvöld er íslenska landsliðið aðeins 90 mínútum og einum sigurleik gegn botnliði Kósovó frá því að tryggja sér þátttökurétt á HM í Rússlandi næsta sumar. Minnugir ævintýranna á EM í Frakklandi síðasta sumar eru greinilega margir Íslendingar reiðubúnir að endurtaka leikinn, þó ótímabært sé. Guðjón bendir á að enn sé ekki ljóst hvar Ísland muni leika ef allt fer á besta veg, leikið verði í ellefu borgum í Rússlandi sem sé gríðarstórt land og margra klukkustunda langt flug milli sumra borganna sem leikið verður í. Á síðasta ári var gríðarlegt álag á flugfélögunum vegna Frakklandsferða íslenskra knattspyrnuáhugamanna. Guðjón segir Rússland almennt ekki vinsælan áfangastað hjá hinum almenna íslenska ferðamanni, en er Icelandair reynslunni ríkari eftir ævintýrið í Frakklandi og eitthvað byrjað að leggja grunn að undirbúningi fyrir HM? „Við förum að ráðum landsliðsþjálfarans og öndum með nefinu þangað til eftir leikinn.“ Í fyrra leituðu Íslendingar ýmissa leiða til að komast til Frakklands og algengt var að fólk flygi hvert sem er til meginlands Evrópu og keyrði síðan yfir til Frakklands. Hætt er við að það verði ekki eins þægilegt þegar Rússland á í hlut. Spennustigið er hátt fyrir leikinn gegn Kósovó í kvöld. Það yrði ekki aðeins ótrúlegur árangur og heiður að komast á stærsta íþróttasvið veraldar, það eru umtalsverðar peningaupphæðir í spilinu. KSÍ á nefnilega von á að fá rúmlega milljarð króna í verðlaunafé frá FIFA bara fyrir að taka þátt, hvernig sem fer. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Íslendingar eru þegar farnir að spyrjast fyrir um ferðir til Rússlands næsta sumar til að upplifa HM-drauminn fari svo að karlalandsliðið í knattspyrnu gulltryggi sér farseðilinn þangað í kvöld. „Það er alveg augljóst að það er mikill áhugi,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Við höfum fengið fyrirspurnir og greinilega eru margir að velta þessu fyrir sér.“Guðjón Arngrímsson, upplýsingastjóri Icelandair.vísir/antonEftir frækinn sigur á Tyrkjum á föstudagskvöld er íslenska landsliðið aðeins 90 mínútum og einum sigurleik gegn botnliði Kósovó frá því að tryggja sér þátttökurétt á HM í Rússlandi næsta sumar. Minnugir ævintýranna á EM í Frakklandi síðasta sumar eru greinilega margir Íslendingar reiðubúnir að endurtaka leikinn, þó ótímabært sé. Guðjón bendir á að enn sé ekki ljóst hvar Ísland muni leika ef allt fer á besta veg, leikið verði í ellefu borgum í Rússlandi sem sé gríðarstórt land og margra klukkustunda langt flug milli sumra borganna sem leikið verður í. Á síðasta ári var gríðarlegt álag á flugfélögunum vegna Frakklandsferða íslenskra knattspyrnuáhugamanna. Guðjón segir Rússland almennt ekki vinsælan áfangastað hjá hinum almenna íslenska ferðamanni, en er Icelandair reynslunni ríkari eftir ævintýrið í Frakklandi og eitthvað byrjað að leggja grunn að undirbúningi fyrir HM? „Við förum að ráðum landsliðsþjálfarans og öndum með nefinu þangað til eftir leikinn.“ Í fyrra leituðu Íslendingar ýmissa leiða til að komast til Frakklands og algengt var að fólk flygi hvert sem er til meginlands Evrópu og keyrði síðan yfir til Frakklands. Hætt er við að það verði ekki eins þægilegt þegar Rússland á í hlut. Spennustigið er hátt fyrir leikinn gegn Kósovó í kvöld. Það yrði ekki aðeins ótrúlegur árangur og heiður að komast á stærsta íþróttasvið veraldar, það eru umtalsverðar peningaupphæðir í spilinu. KSÍ á nefnilega von á að fá rúmlega milljarð króna í verðlaunafé frá FIFA bara fyrir að taka þátt, hvernig sem fer.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira