Tóku fyrstu skóflustunguna að nýju alhliða íþróttahúsi í Grafarvogi Atli Ísleifsson skrifar 28. apríl 2017 15:04 Gert er ráð fyrir að nýbyggingin verði tekin í notkun í byrjun næsta árs og nemur kostnaðaráætlun byggingarinnar um 780 milljónum króna. Vísir/Ernir Fyrsta skóflustungan var í dag tekin að nýju alhliða íþróttahúsi við Egilshöll í Grafarvogi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, Sunna Hrönn Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri Egilshallar og Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis ásamt fulltrúum og íþróttafólki frá Fjölni tóku skóflustunguna. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að með íþróttahúsinu, sem verður 2.500 fermetrar að stærð, sé verið að bæta og efla valkosti til íþróttaiðkunar í Egilshöll og efla starf Fjölnis og annarra íþróttafélaga. Gert er ráð fyrir að nýbyggingin verði tekin í notkun í byrjun næsta árs og nemur kostnaðaráætlun byggingarinnar um 780 milljónum króna.Reykjavíkurborg„Húsið rúmar tvo handbolta- og körfuboltavelli en þar fá körfuknattleiks- og handboltadeildir æfinga- og keppnisaðstöðu, Borgarholtsskóli fær aðstöðu fyrir afreksíþróttabraut ásamt öðru íþróttastarfi. Fjölnir er þegar með fimleikahús, karateaðstöðu, knatthús og fótboltavelli utanhúss ásamt skrifstofu- og félagsaðstöðu. Að mati forsvarsmanna Fjölnis er verið að stíga stórt skref í framtíðaruppbyggingu félagsins í Egilshöll með hinu nýja húsi. Reykjavíkurborg leigir meirihluta tíma í hina nýja húsi fyrir fjölbreytt íþróttastarf Fjölnis og fleiri félaga.ReykjavíkurborgSameiginlegt rekstrarfélag tryggi afkomu hússins Kostnaðaráætlun byggingarinnar nemur um 780 milljónum króna. Reginn byggir íþróttahúsið og mun einnig sjá um rekstur þess. Félagið mun afla hluta nauðsynlegra leigutekna vegna fjárfestingarinnar frá þriðja aðila. Arkitekt hússins eru Alark arkitektar og verkfræðihönnun og verkefnisstjórn annaðist Verkís hf. Reginn og Fjölnir hafa sammælst um stofnun rekstrarfélags með það að markmiði að tryggja afkomu hins nýja íþróttahúss. Hluta tekna verður varið til að efla almenna íþróttastarfsemi í Egilshöll og starfsemi Fjölnis. Ennfremur verður Fjölnir gerður sýnilegri í húsinu með tilfærslu á skrifstofu og félagsaðstöðu félagsins í anddyri Egilshallar,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Fyrsta skóflustungan var í dag tekin að nýju alhliða íþróttahúsi við Egilshöll í Grafarvogi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, Sunna Hrönn Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri Egilshallar og Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis ásamt fulltrúum og íþróttafólki frá Fjölni tóku skóflustunguna. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að með íþróttahúsinu, sem verður 2.500 fermetrar að stærð, sé verið að bæta og efla valkosti til íþróttaiðkunar í Egilshöll og efla starf Fjölnis og annarra íþróttafélaga. Gert er ráð fyrir að nýbyggingin verði tekin í notkun í byrjun næsta árs og nemur kostnaðaráætlun byggingarinnar um 780 milljónum króna.Reykjavíkurborg„Húsið rúmar tvo handbolta- og körfuboltavelli en þar fá körfuknattleiks- og handboltadeildir æfinga- og keppnisaðstöðu, Borgarholtsskóli fær aðstöðu fyrir afreksíþróttabraut ásamt öðru íþróttastarfi. Fjölnir er þegar með fimleikahús, karateaðstöðu, knatthús og fótboltavelli utanhúss ásamt skrifstofu- og félagsaðstöðu. Að mati forsvarsmanna Fjölnis er verið að stíga stórt skref í framtíðaruppbyggingu félagsins í Egilshöll með hinu nýja húsi. Reykjavíkurborg leigir meirihluta tíma í hina nýja húsi fyrir fjölbreytt íþróttastarf Fjölnis og fleiri félaga.ReykjavíkurborgSameiginlegt rekstrarfélag tryggi afkomu hússins Kostnaðaráætlun byggingarinnar nemur um 780 milljónum króna. Reginn byggir íþróttahúsið og mun einnig sjá um rekstur þess. Félagið mun afla hluta nauðsynlegra leigutekna vegna fjárfestingarinnar frá þriðja aðila. Arkitekt hússins eru Alark arkitektar og verkfræðihönnun og verkefnisstjórn annaðist Verkís hf. Reginn og Fjölnir hafa sammælst um stofnun rekstrarfélags með það að markmiði að tryggja afkomu hins nýja íþróttahúss. Hluta tekna verður varið til að efla almenna íþróttastarfsemi í Egilshöll og starfsemi Fjölnis. Ennfremur verður Fjölnir gerður sýnilegri í húsinu með tilfærslu á skrifstofu og félagsaðstöðu félagsins í anddyri Egilshallar,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira