Sjáðu síðasta blaðamannafund Conors og Mayweather Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. ágúst 2017 21:15 Box gegn MMA. Svona pósuðu kapparnir í kvöld. vísir/getty Conor McGregor og Floyd Mayweather voru merkilega kurteisir í kvöld á síðasta blaðamannafundi þeirra fyrir stóra bardagann. Báðir mættu í jakkafötum með sólgleraugu. Conor mætti rúmum klukkutíma of seint á fundinn en Mayweather lét það ekkert trufla sig. Segist vera ýmsu vanur. Það var miklu meiri ró yfir báðum köppum en á fyrri fundum. Hugurinn kominn í bardagann og engin ástæða til þess að vera með of mikil læti. Conor sagðist vera himinlifandi með æfingabúðirnar og sagðist vera klár í að keyra tólf lotur á fullu gasi. „Ég mun keyra í hann af fullum krafti og brjóta hann. Að fara í minni hanska voru mikil mistök af hans hálfu. Ég get ekki séð að hann lifi af tvær lotur eftir þessa breytingu,“ sagði Írinn borubrattur. „Ég mun útboxa hann í hans íþrótt. Ég mun rústa honum en hluti af mér verður sorgmæddur fyrir þeirra hönd því þeir hefðu aldrei átt að ná í mig.“ Hinn reynslumikli Mayweather var ótrúlega auðmjúkur. Þakkaði öðrum hvorum manni í heiminum og hrósaði meira að segja Conor í hástert. „Það má enginn efast um að ég tek þessu mjög alvarlega. Conor er frábær bardagamaður og mikill toppmaður. Hann er gríðarlegur keppnismaður og þetta verður alvöru bardagi,“ sagði Mayweather. „Ég er búinn í að vera í þessu í 21 ár og hef fengið öll högg sem til eru. Samt stend ég hér enn ósigraður. Þetta verður ekki auðvelt Conor. Það hafa menn komið með stórar sprengjur til mín en ég er með graníthöku. Mundu líka að ef þú getur kýlt verður þú að geta líka tekið á móti höggum.“ WBC-sambandið tilkynnti líka á fundinum í kvöld að sigurvegarinn fengi svokallað peningabelti sem er vel við hæfi. Alltaf eitthvað nýtt. Sjá má fundinn hér að neðan.Bardagi Conors og Mayweather fer fram á laugardag og bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. MMA Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sjá meira
Conor McGregor og Floyd Mayweather voru merkilega kurteisir í kvöld á síðasta blaðamannafundi þeirra fyrir stóra bardagann. Báðir mættu í jakkafötum með sólgleraugu. Conor mætti rúmum klukkutíma of seint á fundinn en Mayweather lét það ekkert trufla sig. Segist vera ýmsu vanur. Það var miklu meiri ró yfir báðum köppum en á fyrri fundum. Hugurinn kominn í bardagann og engin ástæða til þess að vera með of mikil læti. Conor sagðist vera himinlifandi með æfingabúðirnar og sagðist vera klár í að keyra tólf lotur á fullu gasi. „Ég mun keyra í hann af fullum krafti og brjóta hann. Að fara í minni hanska voru mikil mistök af hans hálfu. Ég get ekki séð að hann lifi af tvær lotur eftir þessa breytingu,“ sagði Írinn borubrattur. „Ég mun útboxa hann í hans íþrótt. Ég mun rústa honum en hluti af mér verður sorgmæddur fyrir þeirra hönd því þeir hefðu aldrei átt að ná í mig.“ Hinn reynslumikli Mayweather var ótrúlega auðmjúkur. Þakkaði öðrum hvorum manni í heiminum og hrósaði meira að segja Conor í hástert. „Það má enginn efast um að ég tek þessu mjög alvarlega. Conor er frábær bardagamaður og mikill toppmaður. Hann er gríðarlegur keppnismaður og þetta verður alvöru bardagi,“ sagði Mayweather. „Ég er búinn í að vera í þessu í 21 ár og hef fengið öll högg sem til eru. Samt stend ég hér enn ósigraður. Þetta verður ekki auðvelt Conor. Það hafa menn komið með stórar sprengjur til mín en ég er með graníthöku. Mundu líka að ef þú getur kýlt verður þú að geta líka tekið á móti höggum.“ WBC-sambandið tilkynnti líka á fundinum í kvöld að sigurvegarinn fengi svokallað peningabelti sem er vel við hæfi. Alltaf eitthvað nýtt. Sjá má fundinn hér að neðan.Bardagi Conors og Mayweather fer fram á laugardag og bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.
MMA Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sjá meira