Harpa Þórsdóttir nýr safnstjóri Listasafns Íslands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2017 16:30 Harpa Þórsdóttir. Kristján Þór Júlíusson, mennta-og menningarmálaráðherra, hefur skipað Hörpu Þórsdóttur í embætti safnstjóra Listasafns Íslands til fimm ára, frá 1. mars 2017. Harpa Þórsdóttir er fædd árið 1972. Að loknu stúdentsprófi nam hún við Sorbonne háskólann í París og lauk þaðan Maí'trise-prófi í listasögu árið 1998. Hún starfaði við safna- og fornleifafræðideild Bouloqne-sur-Mer borgar og sem verkefnisstjóri í Charente-Maritime héraði til ársins 2002 er hún var ráðin deildarstjóri sýningardeildar Listasafns Íslands. Harpa hefur verið forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands síðan haustið 2008. Á liðnu ári lauk hún sérhæfðu námi fyrir stjórnendur safna á vegum Getty Leadership Institute í Claremont Graduate University í Kaliforníu. Valnefnd á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis mat Hörpu Þórsdóttur hæfasta til að gegna embætti safnstjóra Listasafns Íslands og í umsögn hennar til ráðherra segir meðal annars: „... Harpa hefur náð miklum árangri sem forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands en þar hefur hún starfað í tæp níu ár. Þar áður starfaði hún um sex ára tímabil hjá Listasafni Íslands sem deildarstjóri sýningadeildar. Þar öðlaðist hún yfirgripsmikla þekkingu á formgerð, hlutverki og starfsumhverfi safnsins.“ Umsækjendur um embætti safnstjóra Listasafns Íslands voru 20, átta karlar og tólf konur. Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, mennta-og menningarmálaráðherra, hefur skipað Hörpu Þórsdóttur í embætti safnstjóra Listasafns Íslands til fimm ára, frá 1. mars 2017. Harpa Þórsdóttir er fædd árið 1972. Að loknu stúdentsprófi nam hún við Sorbonne háskólann í París og lauk þaðan Maí'trise-prófi í listasögu árið 1998. Hún starfaði við safna- og fornleifafræðideild Bouloqne-sur-Mer borgar og sem verkefnisstjóri í Charente-Maritime héraði til ársins 2002 er hún var ráðin deildarstjóri sýningardeildar Listasafns Íslands. Harpa hefur verið forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands síðan haustið 2008. Á liðnu ári lauk hún sérhæfðu námi fyrir stjórnendur safna á vegum Getty Leadership Institute í Claremont Graduate University í Kaliforníu. Valnefnd á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis mat Hörpu Þórsdóttur hæfasta til að gegna embætti safnstjóra Listasafns Íslands og í umsögn hennar til ráðherra segir meðal annars: „... Harpa hefur náð miklum árangri sem forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands en þar hefur hún starfað í tæp níu ár. Þar áður starfaði hún um sex ára tímabil hjá Listasafni Íslands sem deildarstjóri sýningadeildar. Þar öðlaðist hún yfirgripsmikla þekkingu á formgerð, hlutverki og starfsumhverfi safnsins.“ Umsækjendur um embætti safnstjóra Listasafns Íslands voru 20, átta karlar og tólf konur.
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira