Opinskár um nýtt typpi: „Vil vera fyrirmynd” Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. febrúar 2017 20:00 Fyrir tveimur vikum fór Alexander í átta tíma langa kynleiðréttingaraðgerð þar sem ný aðferð var notuð til að búa til typpi. Sérstaklega þunn húð af framhandlegg var notuð til að líkja eftir tilfinningu og útliti. „Þetta er stór og flókin aðgerð. Það er tekin húð og fita af hendinni og rúllað upp og gert eins og typpi og fest á mig. Svo er tekið þunnt lag af lærinu og grætt á hendina,” segir Alexander en með þessari aðferð eru tvær taugar teknar með. „Önnur er tengd húðtilfinningu og hin í snípinn sem gefur líkur á því að það verði kynferðisleg tilfinning í typpinu.” Sérstakan búnað þarf að græða seinna í Alexander svo hann hafi möguleika á að fá reisn og til að hafa þvaglát þarf að tengja þvagrásina en það er flókið og Alexander kaus að sleppa því - enda fór hann ekki í aðgerðina til að pissa standandi. „Þetta snýst aðallega um útlitið. Ég vil geta horft í spegil og verið ánægður með það sem ég sé. Ég get alveg haldið áfram að pissa sitjandi og þetta snýst ekki um kynlíf. Það er mikilvægt fyrir mig að vera ánægður með það sem ég sé þegar ég horfi á sjálfan mig.” Alexander fyrst eftir aðgerðina - en hún tók afskaplega á hann, bæði líkamlega og andlega.Alexander kom út úr skápnum sem lesbía þegar hann var átján ára. „Svo hætti það að vera nóg fyrir mig að ganga í strákalegum fötum og deita stelpur,” segir hann en hann hóf kynleiðréttingarferlið fyrir tveimur árum. Fyrst fór hann í ráðgjöf, svo í hormónameðferð. Fyrir ári fór hann í brjóstnám og um svipað leyti kynntist hann kærustunni sinni en þau eiga von á barni saman í sumar. Þau eru bæði virk í Samtökunum 78 enda eru þau bæði hinsegin eins og þau segja sjálf - jafnvel þótt þau líti út fyrir að vera gagnkynhneigt par. Alexander tók þá ákvörðun að vera sérlega opinskár um þessa persónulegu aðgerð. „Þetta er mögulega óvenjuleg leið en þar sem ég er með þeim fyrstu að fara í svona aðgerð þá vildi ég vera fyrirmynd fyrir þá sem eru yngri og geta hjálpað þeim ef þeir þurfa á að halda.” Og Alexander fær margar skrýtnar og persónulegar spurningar - og þar á meðal - hvernig það hafi verið að kíkja í fyrsta skipti. „Það var rosalega skrýtið,” svarar hann. „Enda er ég ekki kominn með tilfinningu í typpið. Ég sé þetta en það er ekki beint eins og það sé tengt við mig. En svo er notað Doppler til að hlusta á hjartsláttinn. Þannig að ég heyri alltaf hjartsláttinn sem gerir þetta raunverulegra.“ Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Fyrir tveimur vikum fór Alexander í átta tíma langa kynleiðréttingaraðgerð þar sem ný aðferð var notuð til að búa til typpi. Sérstaklega þunn húð af framhandlegg var notuð til að líkja eftir tilfinningu og útliti. „Þetta er stór og flókin aðgerð. Það er tekin húð og fita af hendinni og rúllað upp og gert eins og typpi og fest á mig. Svo er tekið þunnt lag af lærinu og grætt á hendina,” segir Alexander en með þessari aðferð eru tvær taugar teknar með. „Önnur er tengd húðtilfinningu og hin í snípinn sem gefur líkur á því að það verði kynferðisleg tilfinning í typpinu.” Sérstakan búnað þarf að græða seinna í Alexander svo hann hafi möguleika á að fá reisn og til að hafa þvaglát þarf að tengja þvagrásina en það er flókið og Alexander kaus að sleppa því - enda fór hann ekki í aðgerðina til að pissa standandi. „Þetta snýst aðallega um útlitið. Ég vil geta horft í spegil og verið ánægður með það sem ég sé. Ég get alveg haldið áfram að pissa sitjandi og þetta snýst ekki um kynlíf. Það er mikilvægt fyrir mig að vera ánægður með það sem ég sé þegar ég horfi á sjálfan mig.” Alexander fyrst eftir aðgerðina - en hún tók afskaplega á hann, bæði líkamlega og andlega.Alexander kom út úr skápnum sem lesbía þegar hann var átján ára. „Svo hætti það að vera nóg fyrir mig að ganga í strákalegum fötum og deita stelpur,” segir hann en hann hóf kynleiðréttingarferlið fyrir tveimur árum. Fyrst fór hann í ráðgjöf, svo í hormónameðferð. Fyrir ári fór hann í brjóstnám og um svipað leyti kynntist hann kærustunni sinni en þau eiga von á barni saman í sumar. Þau eru bæði virk í Samtökunum 78 enda eru þau bæði hinsegin eins og þau segja sjálf - jafnvel þótt þau líti út fyrir að vera gagnkynhneigt par. Alexander tók þá ákvörðun að vera sérlega opinskár um þessa persónulegu aðgerð. „Þetta er mögulega óvenjuleg leið en þar sem ég er með þeim fyrstu að fara í svona aðgerð þá vildi ég vera fyrirmynd fyrir þá sem eru yngri og geta hjálpað þeim ef þeir þurfa á að halda.” Og Alexander fær margar skrýtnar og persónulegar spurningar - og þar á meðal - hvernig það hafi verið að kíkja í fyrsta skipti. „Það var rosalega skrýtið,” svarar hann. „Enda er ég ekki kominn með tilfinningu í typpið. Ég sé þetta en það er ekki beint eins og það sé tengt við mig. En svo er notað Doppler til að hlusta á hjartsláttinn. Þannig að ég heyri alltaf hjartsláttinn sem gerir þetta raunverulegra.“
Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira