Hefja neyðarsöfnun fyrir flóttafólk frá Mjanmar Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. nóvember 2017 07:00 Tveir flóttamenn úr röðum Rohingja bera gamlan mann. Vísir/EPA Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að hefja neyðarsöfnun fyrir Rohingja, flóttafólk frá Mjanmar, sem farið hafa yfir landamærin til Bangladess. Yfir hálf milljón einstaklinga hefur þurft að flýja blóðug átök. Þá gekk fellibylurinn Mora yfir í maí sem olli mestu skriðuföllum í sögu Bangladess og varð um 160 manns að bana. Rauði krossinn segir aðstæður þar því afar erfiðar, en Bangladess sé einnig eitt af fátækari ríkjum heims. Flóttafólkið þarf að ferðast nokkur hundruð kílómetra til þess að komast yfir landamærin, langflest fótgangandi, oft og tíðum berfætt, með aleiguna og börn meðferðis. „Í dag horfði ég á endalausa röð af uppgefnu fólki sem gekk hægum skrefum fram hjá. Þar voru mörg börn, þeir fullorðnu voru með aleiguna á höfðinu eða hangandi á stöng sem lá á öxlunum. Konur báru yngstu börnin. Flestir gengu berfættir. Ég táraðist þegar ég horfði á röðina líða rólega hjá, fólk sem ekkert á og hvergi á heima. Í hvíldarbúðunum var hlúð að fólkinu, sumir voru skinnlausir á fótunum með flakandi sár eftir langa göngu. Allir þjáðir af hungri og vökvaskorti,“ er haft eftir Lilju Óskarsdóttur, sendifulltrúa Rauða krossins á Íslandi, sem verið hefur á svæðinu síðastliðinn mánuð. Alls átta sendifulltrúar frá Rauða krossinum á Íslandi hafa verið að störfum á vettvangi og útlit er fyrir að fleiri fari út til aðstoðar. Tjaldsjúkrahúsi hefur verið komið upp þar sem heilbrigðisaðstoð til flóttafólks er veitt, auk matarúthlutunar og aðstoðar. Hægt er að leggja neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi lið með því að senda sms-ið TAKK í númerið 1900 og styrkja þannig söfnunina um 1.900 kr. Þá er einnig hægt að nota Kass appið með því að nota KassTag-ið takk@raudikrossinn eða leggja inn á reikning 0342-26-12, kt. 530269-2649. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að hefja neyðarsöfnun fyrir Rohingja, flóttafólk frá Mjanmar, sem farið hafa yfir landamærin til Bangladess. Yfir hálf milljón einstaklinga hefur þurft að flýja blóðug átök. Þá gekk fellibylurinn Mora yfir í maí sem olli mestu skriðuföllum í sögu Bangladess og varð um 160 manns að bana. Rauði krossinn segir aðstæður þar því afar erfiðar, en Bangladess sé einnig eitt af fátækari ríkjum heims. Flóttafólkið þarf að ferðast nokkur hundruð kílómetra til þess að komast yfir landamærin, langflest fótgangandi, oft og tíðum berfætt, með aleiguna og börn meðferðis. „Í dag horfði ég á endalausa röð af uppgefnu fólki sem gekk hægum skrefum fram hjá. Þar voru mörg börn, þeir fullorðnu voru með aleiguna á höfðinu eða hangandi á stöng sem lá á öxlunum. Konur báru yngstu börnin. Flestir gengu berfættir. Ég táraðist þegar ég horfði á röðina líða rólega hjá, fólk sem ekkert á og hvergi á heima. Í hvíldarbúðunum var hlúð að fólkinu, sumir voru skinnlausir á fótunum með flakandi sár eftir langa göngu. Allir þjáðir af hungri og vökvaskorti,“ er haft eftir Lilju Óskarsdóttur, sendifulltrúa Rauða krossins á Íslandi, sem verið hefur á svæðinu síðastliðinn mánuð. Alls átta sendifulltrúar frá Rauða krossinum á Íslandi hafa verið að störfum á vettvangi og útlit er fyrir að fleiri fari út til aðstoðar. Tjaldsjúkrahúsi hefur verið komið upp þar sem heilbrigðisaðstoð til flóttafólks er veitt, auk matarúthlutunar og aðstoðar. Hægt er að leggja neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi lið með því að senda sms-ið TAKK í númerið 1900 og styrkja þannig söfnunina um 1.900 kr. Þá er einnig hægt að nota Kass appið með því að nota KassTag-ið takk@raudikrossinn eða leggja inn á reikning 0342-26-12, kt. 530269-2649.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Sjá meira