Rætt um að bæta merkingar og setja upp hraðamyndavélar á Grindavíkurvegi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2017 21:50 Grindavíkurvegur er víða illa farinn og þarf að ráðast í miklar úrbætur á honum. otti sigmarsson Kristín María Birgisdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, segir að fundir sem samráðshópur um bættari og öruggari Grindavíkurveg hafi átt með annars vegar Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, og hins vegar Benedikt Jóhannessyni, fjármálaráðherra,í morgun hafi verið góðir. Hún hafi skynjað mikinn vilja hjá ráðherrunum til þess að ráðast í úrbætur í veginum þó ekki hafi fengist nákvæm svör varðandi það hvað verði gert. Ítarlega hefur verið fjallað um slæmt ástand Grindavíkurvegar síðustu misserin en tvö banaslys hafa orðið á veginum það sem af er ári. Þá hafa níutíu önnur umferðarslys á seinustu árum aukið óöryggi vegfarenda sem aka Grindavíkurveg auk þess sem umferð um veginn hefur aukist um allt að 60 prósent frá árinu 2010. Margoft hefur verið krafist úrbóta á veginum. Í liðinni viku fundaði samráðshópurinn með Vegagerðinni og nú var komið að ráðherrunum. Kristín María Birgisdóttir.„Við finnum alveg meðbyr með þessu þó svo að við höfum ekki fengið skýr svör um að þetta verði svona og svona þar sem það á eftir að afgreiða þetta en samgönguráðherra sagði til að mynda að hann teldi mjög líklegt að vegurinn fari inn á samgönguáætlun en hann er ekki inni á áætluninni núna,“ segir Kristín María í samtali við Vísi. Hún segir að það liggi þó fyrir að ekki verði farið í stórar framkvæmdir strax á borð við það að tvöfalda veginn eða lýsa hann upp. Hins vegar sé vilji til að bregðast við með einhverjum hætti og Grindavíkurvegur sé til að mynda í minnisblaði ríkisstjórnarinnar yfir vegi þar sem bregðast þurfi við. „Það verður brugðist við með einhverjum hætti og vonandi á þessu ári. Þó að það sé ekki verið að fara í einhverjar brjálæðislegar framkvæmdir þá erum við að tala um að bæta merkingar og setja upp hraðamyndavélar sem mæla meðalhraða á veginum því hraðinn hefur líka áhrif,“ segir Kristín og bætir við: „Það er mikill velvilji en við fundum það líka að ráðherrarnir fara mjög varlega í það að gefa einhver loforð sem þeir þurfa síðan kannski að svíkja,“ segir Kristín sem fjallar ítarlega um fundina tvo í færslu á heimasíðu Lista Grindvíkinga. Hún segist vilja upplýsa Grindvíkinga sem best um stöðu mála varðandi Grindavíkurveg því hún finni að málið liggi þungt á mörgum í bænum. „Fólk veigrar sér við því að keyra veginn og fara ekki helst nema að nauðsyn krefji, sérstaklega á þessum árstíma,“ segir Kristín. Nánar má lesa um fundi samráðshópsins með ráðherrunum tveimur hér. Tengdar fréttir „Þú setur ekki vegrið á ónýtan veg“ Ástand Grindavíkurvegar hefur legið þungt á bæði íbúum og bæjaryfirvöldum í fjölda ára. Forseti bæjarstjórnar segir að úrbóta sé tafarlaust þörf og að fjármagnið til þess sé í raun til staðar. 13. mars 2017 12:15 Valdi að fara í MA fram yfir Verzló út af stórhættulegum Grindavíkurvegi "Grindarvíkurvegurinn býður ekki upp á nein mistök,“ segir Lára Lind Jakobsdóttir íbúi í Grindavík. 8. mars 2017 09:00 Tveir mánuðir milli banaslysa á sama vegarkafla Kona á fimmtugsaldri lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í nótt, aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir að átján ára stúlka lést í slysi á sama vegarkafla. Umferð um veginn hefur aukist um meira en helming á fjórum árum en ekki hefur verið ráðist í úrbætur á honum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa og bæjaryfirvalda um það. 5. mars 2017 18:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Kristín María Birgisdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, segir að fundir sem samráðshópur um bættari og öruggari Grindavíkurveg hafi átt með annars vegar Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, og hins vegar Benedikt Jóhannessyni, fjármálaráðherra,í morgun hafi verið góðir. Hún hafi skynjað mikinn vilja hjá ráðherrunum til þess að ráðast í úrbætur í veginum þó ekki hafi fengist nákvæm svör varðandi það hvað verði gert. Ítarlega hefur verið fjallað um slæmt ástand Grindavíkurvegar síðustu misserin en tvö banaslys hafa orðið á veginum það sem af er ári. Þá hafa níutíu önnur umferðarslys á seinustu árum aukið óöryggi vegfarenda sem aka Grindavíkurveg auk þess sem umferð um veginn hefur aukist um allt að 60 prósent frá árinu 2010. Margoft hefur verið krafist úrbóta á veginum. Í liðinni viku fundaði samráðshópurinn með Vegagerðinni og nú var komið að ráðherrunum. Kristín María Birgisdóttir.„Við finnum alveg meðbyr með þessu þó svo að við höfum ekki fengið skýr svör um að þetta verði svona og svona þar sem það á eftir að afgreiða þetta en samgönguráðherra sagði til að mynda að hann teldi mjög líklegt að vegurinn fari inn á samgönguáætlun en hann er ekki inni á áætluninni núna,“ segir Kristín María í samtali við Vísi. Hún segir að það liggi þó fyrir að ekki verði farið í stórar framkvæmdir strax á borð við það að tvöfalda veginn eða lýsa hann upp. Hins vegar sé vilji til að bregðast við með einhverjum hætti og Grindavíkurvegur sé til að mynda í minnisblaði ríkisstjórnarinnar yfir vegi þar sem bregðast þurfi við. „Það verður brugðist við með einhverjum hætti og vonandi á þessu ári. Þó að það sé ekki verið að fara í einhverjar brjálæðislegar framkvæmdir þá erum við að tala um að bæta merkingar og setja upp hraðamyndavélar sem mæla meðalhraða á veginum því hraðinn hefur líka áhrif,“ segir Kristín og bætir við: „Það er mikill velvilji en við fundum það líka að ráðherrarnir fara mjög varlega í það að gefa einhver loforð sem þeir þurfa síðan kannski að svíkja,“ segir Kristín sem fjallar ítarlega um fundina tvo í færslu á heimasíðu Lista Grindvíkinga. Hún segist vilja upplýsa Grindvíkinga sem best um stöðu mála varðandi Grindavíkurveg því hún finni að málið liggi þungt á mörgum í bænum. „Fólk veigrar sér við því að keyra veginn og fara ekki helst nema að nauðsyn krefji, sérstaklega á þessum árstíma,“ segir Kristín. Nánar má lesa um fundi samráðshópsins með ráðherrunum tveimur hér.
Tengdar fréttir „Þú setur ekki vegrið á ónýtan veg“ Ástand Grindavíkurvegar hefur legið þungt á bæði íbúum og bæjaryfirvöldum í fjölda ára. Forseti bæjarstjórnar segir að úrbóta sé tafarlaust þörf og að fjármagnið til þess sé í raun til staðar. 13. mars 2017 12:15 Valdi að fara í MA fram yfir Verzló út af stórhættulegum Grindavíkurvegi "Grindarvíkurvegurinn býður ekki upp á nein mistök,“ segir Lára Lind Jakobsdóttir íbúi í Grindavík. 8. mars 2017 09:00 Tveir mánuðir milli banaslysa á sama vegarkafla Kona á fimmtugsaldri lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í nótt, aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir að átján ára stúlka lést í slysi á sama vegarkafla. Umferð um veginn hefur aukist um meira en helming á fjórum árum en ekki hefur verið ráðist í úrbætur á honum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa og bæjaryfirvalda um það. 5. mars 2017 18:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Þú setur ekki vegrið á ónýtan veg“ Ástand Grindavíkurvegar hefur legið þungt á bæði íbúum og bæjaryfirvöldum í fjölda ára. Forseti bæjarstjórnar segir að úrbóta sé tafarlaust þörf og að fjármagnið til þess sé í raun til staðar. 13. mars 2017 12:15
Valdi að fara í MA fram yfir Verzló út af stórhættulegum Grindavíkurvegi "Grindarvíkurvegurinn býður ekki upp á nein mistök,“ segir Lára Lind Jakobsdóttir íbúi í Grindavík. 8. mars 2017 09:00
Tveir mánuðir milli banaslysa á sama vegarkafla Kona á fimmtugsaldri lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í nótt, aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir að átján ára stúlka lést í slysi á sama vegarkafla. Umferð um veginn hefur aukist um meira en helming á fjórum árum en ekki hefur verið ráðist í úrbætur á honum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa og bæjaryfirvalda um það. 5. mars 2017 18:30
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent