Mikil tæring í leiðslum, veltitanki og vinnuþilfari Bjarna Sæmundssonar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2017 10:00 Ljóst er að viðgerð á skipinu mun taka margar vikur segir í tilkynningu Hafró. Vísir/Pjetur. Mikil tæring er í leiðslum, veltitanki og vinnuþilfari rannsóknaskips Hafrannsóknastofnunar, Bjarna Sæmundssonar, og veldur tæringin leka í tanki skipsins. Við lekann komst vatn í olíu en vegna þessa ástands skipsins hefur það ekki komist af stað í rannsóknaleiðangur sem hefjast átti í liðinni viku. Átti meðal annars að kanna ástand rækju og smásíldar, gera umhverfisrannsóknir í fjörðum og veiðarfæratilraunir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun þar sem segir að skipið sé orðið 47 ára gamalt en það var smíðað í Þýskalandi árið 1970. „Í september sl. bilaði stjórntölva fyrir eina af vélum skipsins. Stýrisbúnaður og aðalvélar skipsins voru endurnýjaðar árið 2004 og reyndust varahlutir vera ófáanlegir, en unnt var að gera við til bráðabirgða. Sú bilun tafði loðnuleiðangur sem átti að hefjast snemma í september og fyrirséð var að tafir yrðu einnig á næsta leiðangri skipsins. Ljóst er að viðgerð á skipinu mun taka vikur. Stofnunin hefur þegar tekið skip á leigu til að sinna rækjurannsóknum og hluta umverfisrannsókna. Hægt er að mæla síld fram eftir vetri og er stefnt að því eftir áramót. Þetta þýðir viðbótarkostnað vegna leigu skips og kostnaðar við viðgerðina, auk annars óhagræðis. Þegar aðalvélar Bjarna Sæmundssonar voru endurnýjaðar árið 2004 var fyrirhugað að gera skipið út í 10-12 ár til viðbótar. Mjög brýnt er að fá fram ákvörðun um nýtt skip þar sem ekki er lengur hægt að treysta á Bjarna. Fjármagni sem varið er í viðgerðir á tæplega hálfrar aldar gömlu skipi er ekki sérstaklega vel varið,“ segir í tilkynningu Hafrannsóknastofnunar. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Sjá meira
Mikil tæring er í leiðslum, veltitanki og vinnuþilfari rannsóknaskips Hafrannsóknastofnunar, Bjarna Sæmundssonar, og veldur tæringin leka í tanki skipsins. Við lekann komst vatn í olíu en vegna þessa ástands skipsins hefur það ekki komist af stað í rannsóknaleiðangur sem hefjast átti í liðinni viku. Átti meðal annars að kanna ástand rækju og smásíldar, gera umhverfisrannsóknir í fjörðum og veiðarfæratilraunir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun þar sem segir að skipið sé orðið 47 ára gamalt en það var smíðað í Þýskalandi árið 1970. „Í september sl. bilaði stjórntölva fyrir eina af vélum skipsins. Stýrisbúnaður og aðalvélar skipsins voru endurnýjaðar árið 2004 og reyndust varahlutir vera ófáanlegir, en unnt var að gera við til bráðabirgða. Sú bilun tafði loðnuleiðangur sem átti að hefjast snemma í september og fyrirséð var að tafir yrðu einnig á næsta leiðangri skipsins. Ljóst er að viðgerð á skipinu mun taka vikur. Stofnunin hefur þegar tekið skip á leigu til að sinna rækjurannsóknum og hluta umverfisrannsókna. Hægt er að mæla síld fram eftir vetri og er stefnt að því eftir áramót. Þetta þýðir viðbótarkostnað vegna leigu skips og kostnaðar við viðgerðina, auk annars óhagræðis. Þegar aðalvélar Bjarna Sæmundssonar voru endurnýjaðar árið 2004 var fyrirhugað að gera skipið út í 10-12 ár til viðbótar. Mjög brýnt er að fá fram ákvörðun um nýtt skip þar sem ekki er lengur hægt að treysta á Bjarna. Fjármagni sem varið er í viðgerðir á tæplega hálfrar aldar gömlu skipi er ekki sérstaklega vel varið,“ segir í tilkynningu Hafrannsóknastofnunar.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Sjá meira