„Auðvitað svekktur en á endanum eru það kjósendur sem ráða“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. október 2017 01:05 Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Vísir/Laufey „Við erum svo sem ekkert sérstaklega himinlifandi yfir þessum tölum og höfðum verið að vonast eftir því að þetta væri ekki svona svart, en við höfðum fengið vísbendingar um að þetta yrði neikvætt,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við Vísi um gengi flokksins í kosningunum. Björt framtíð fellur af þingi eins og staðan er núna og litlar líkur á að það breytist í nótt. „Okkur líður ekkert illa í hjartanu. Við upplifum að við höfum staðið okkur vel og staðið á okkar prinsippum og finnst það mikilvægt.“ Hann segir breytingar í farvatninu í íslenskum stjórnmálum og finnst Óttari mikilvægt að Björt framtíð verði virkur þátttakandi í þeirri breytingu. Hann segir Íslendinga stadda í breytingu sem á eftir að sjá fyrir endann á. „Staðan í íslenskum stjórnmálum er ekki að einfaldast með þessari niðurstöðu og ég skynja mjög sterka þörf á breyttum stjórnmálum eða að sumu leyti eins og maður er að sjá speglast í erlendum fjölmiðlum, siðferðislega stöðu í íslensku samfélagi.“ Hann segir flokkinn þurfa að skoða sín mál en bendir á að hann er enn virkur í meirihluta í fjórum sveitarfélögum þar sem stór hluti landsmanna býr. „Við höldum keik áfram þar og erum komin af stað í undirbúning fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Það gefst einnig tími til að skoða okkar mál.“ Spurður hvað valdi því að Björt framtíð fær svo mikla útreið í þessum kosningum segir hann að vissulega hafi ríkisstjórnarsamstarfið en það hafi flokkurinn vitað áður en hann gekk inn í það. „Okkur fannst það vera okkar skylda að axla ábyrgð,“ segir Óttarr og bendir á að mörgum hafi þótt það stór og hugrökk ákvörðun hjá flokknum að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu út frá prinsippmálum í andstöðu við leyndarhyggju og kynbundið ofbeldi. „Það hefur kannski síðan komið í ljós að okkur hefur mistekist að koma okkar málum nógu skýrt fram. Við höfum neitað okkur um styrki frá fyrirtækjum sem hefur gert það að verkum að við höfum ekki geta auglýst og verið jafn sýnileg eins og aðrir flokkar. Það hefur sennilega komið niður á okkur líka.“ Spurður hvort hann sé svekktur með niðurstöðuna segir hann að það sé ekkert sem heitir að kjósendur hafi rangt fyrir sér. „Kosningar eru vettvangur þar sem kjósendur láta sína skoðun í ljós. En miðað við allt sem við höfum lagt í, þar sem okkur finnst vera málefnaleg staða Bjartrar framtíðar, þá er maður auðvitað svekktur en á endanum eru það kjósendur sem ráða.“Hér fyrir neðan má sjá viðtal Stöðvar 2 við Óttar. Kosningar 2017 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Við erum svo sem ekkert sérstaklega himinlifandi yfir þessum tölum og höfðum verið að vonast eftir því að þetta væri ekki svona svart, en við höfðum fengið vísbendingar um að þetta yrði neikvætt,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við Vísi um gengi flokksins í kosningunum. Björt framtíð fellur af þingi eins og staðan er núna og litlar líkur á að það breytist í nótt. „Okkur líður ekkert illa í hjartanu. Við upplifum að við höfum staðið okkur vel og staðið á okkar prinsippum og finnst það mikilvægt.“ Hann segir breytingar í farvatninu í íslenskum stjórnmálum og finnst Óttari mikilvægt að Björt framtíð verði virkur þátttakandi í þeirri breytingu. Hann segir Íslendinga stadda í breytingu sem á eftir að sjá fyrir endann á. „Staðan í íslenskum stjórnmálum er ekki að einfaldast með þessari niðurstöðu og ég skynja mjög sterka þörf á breyttum stjórnmálum eða að sumu leyti eins og maður er að sjá speglast í erlendum fjölmiðlum, siðferðislega stöðu í íslensku samfélagi.“ Hann segir flokkinn þurfa að skoða sín mál en bendir á að hann er enn virkur í meirihluta í fjórum sveitarfélögum þar sem stór hluti landsmanna býr. „Við höldum keik áfram þar og erum komin af stað í undirbúning fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Það gefst einnig tími til að skoða okkar mál.“ Spurður hvað valdi því að Björt framtíð fær svo mikla útreið í þessum kosningum segir hann að vissulega hafi ríkisstjórnarsamstarfið en það hafi flokkurinn vitað áður en hann gekk inn í það. „Okkur fannst það vera okkar skylda að axla ábyrgð,“ segir Óttarr og bendir á að mörgum hafi þótt það stór og hugrökk ákvörðun hjá flokknum að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu út frá prinsippmálum í andstöðu við leyndarhyggju og kynbundið ofbeldi. „Það hefur kannski síðan komið í ljós að okkur hefur mistekist að koma okkar málum nógu skýrt fram. Við höfum neitað okkur um styrki frá fyrirtækjum sem hefur gert það að verkum að við höfum ekki geta auglýst og verið jafn sýnileg eins og aðrir flokkar. Það hefur sennilega komið niður á okkur líka.“ Spurður hvort hann sé svekktur með niðurstöðuna segir hann að það sé ekkert sem heitir að kjósendur hafi rangt fyrir sér. „Kosningar eru vettvangur þar sem kjósendur láta sína skoðun í ljós. En miðað við allt sem við höfum lagt í, þar sem okkur finnst vera málefnaleg staða Bjartrar framtíðar, þá er maður auðvitað svekktur en á endanum eru það kjósendur sem ráða.“Hér fyrir neðan má sjá viðtal Stöðvar 2 við Óttar.
Kosningar 2017 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira