Innlent

Eldur í ruslagámi við Vogaskóla

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. vísir
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út klukkan 14:30 vegna elds í ruslagámi við Vogaskóla í Reykjavík.

 

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var fyrsta viðbragð að senda allar stöðvar á vettvang þar sem ekki var vitað um umfang eldsins.

Tvær stöðvar eru nú á staðnum og er búið að slökkva mest allt en verið er að klára að slökkva í glæðum.

Ekki var vitað hvað var í gangi og voru því allar stöðvar sendar á staðinn.vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×