Tólf hundruð mótmæla áformum um sameiningu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. maí 2017 13:25 Mirra Sjöfn afhenti Kristjáni Þór undirskriftalistann. vísir/gva Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra fékk afhentan undirskriftalista í dag með 1200 undirskriftum þar sem sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans er mótmælt. Skólameistarar skólanna tveggja og ráðherra funduðu í morgun vegna áformanna. Fyrirhuguð sameining hefur verið umdeild og fallið í grýttan jarðveg meðal nemenda og kennara við Fjölbraut í Ármúla. Þá hefur stjórnarandstaðan sömuleiðis gagnrýnt áformin meðal annars vegna þess að málið kom ekki til kasta þingsins, en ákvörðunarvald liggur hjá ráðherra. Hvorugur skólameistaranna hefur viljað tjá sig um málið við fréttastofu, en Kristján Þór Júlíusson sagði engar ákvarðanir hafa verið teknar á fundinum. Allsherjar- og menntamálanefnd kemur saman klukkan hálf tvö til þess að ræða málið og munu gestir koma fyrir nefndina, samkvæmt dagskrá. Nemendur við Ármúla hafa sagst uggandi yfir stöðunni og efndu til undirskriftasöfnunar vegna málsins. Tólf hundruð undirskriftir hafa safnast og verða þær afhendar ráðherra eftir hádegi í dag. Um er að ræða undirskriftir frá kennurum, nemendum og velunnurum Ármúla. Mirra Sjöfn Jónasdóttir nemandi stóð fyrir söfnuninni. „Við viljum ekki meiri einkavæðingu í fyrsta lagi. Í öðru lagi hvernig var farið að þessu. Það á að vera í samráði við kennara, starfsfólk og nemendur líka í skólum ef það á að gera svona. Það var ekki gert. Og tímasetningin var algjörlega röng “ Hún segir nemendur afar ósátta. „Þeir hafa allir verið mjög ósáttir og það var mjög erfitt að fá að vita þetta bara rétt fyrir próf og ég held að það hafi örugglega ekki hjálpað einbeitingunni í próflestri að vita með óvissuna af þessum fréttum,“ segir Mirra Sjöfn. Þegar fréttastofa náði tali af Kristjáni Þór í morgun sagðist hann ætla að taka glaður á móti undirskriftunum. „Ég móttek þær bara með ánægju. Það er gott að vita af góðum hug til skólans," sagði Kristján Þór. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra fékk afhentan undirskriftalista í dag með 1200 undirskriftum þar sem sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans er mótmælt. Skólameistarar skólanna tveggja og ráðherra funduðu í morgun vegna áformanna. Fyrirhuguð sameining hefur verið umdeild og fallið í grýttan jarðveg meðal nemenda og kennara við Fjölbraut í Ármúla. Þá hefur stjórnarandstaðan sömuleiðis gagnrýnt áformin meðal annars vegna þess að málið kom ekki til kasta þingsins, en ákvörðunarvald liggur hjá ráðherra. Hvorugur skólameistaranna hefur viljað tjá sig um málið við fréttastofu, en Kristján Þór Júlíusson sagði engar ákvarðanir hafa verið teknar á fundinum. Allsherjar- og menntamálanefnd kemur saman klukkan hálf tvö til þess að ræða málið og munu gestir koma fyrir nefndina, samkvæmt dagskrá. Nemendur við Ármúla hafa sagst uggandi yfir stöðunni og efndu til undirskriftasöfnunar vegna málsins. Tólf hundruð undirskriftir hafa safnast og verða þær afhendar ráðherra eftir hádegi í dag. Um er að ræða undirskriftir frá kennurum, nemendum og velunnurum Ármúla. Mirra Sjöfn Jónasdóttir nemandi stóð fyrir söfnuninni. „Við viljum ekki meiri einkavæðingu í fyrsta lagi. Í öðru lagi hvernig var farið að þessu. Það á að vera í samráði við kennara, starfsfólk og nemendur líka í skólum ef það á að gera svona. Það var ekki gert. Og tímasetningin var algjörlega röng “ Hún segir nemendur afar ósátta. „Þeir hafa allir verið mjög ósáttir og það var mjög erfitt að fá að vita þetta bara rétt fyrir próf og ég held að það hafi örugglega ekki hjálpað einbeitingunni í próflestri að vita með óvissuna af þessum fréttum,“ segir Mirra Sjöfn. Þegar fréttastofa náði tali af Kristjáni Þór í morgun sagðist hann ætla að taka glaður á móti undirskriftunum. „Ég móttek þær bara með ánægju. Það er gott að vita af góðum hug til skólans," sagði Kristján Þór.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira