Fékk fyrsta launaseðilinn sem NFL-leikmaður og fagnaði svona | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2017 13:00 Takk McKinley. Vísir/Samsett/Getty Einn af áhugaverðari nýliðum ameríska fótboltans á næstu leiktíð verður örugglega varnarmaðurinn Takkarist McKinley sem vanalega gengur undir nafninu Takk. Takkarist McKinley náði strax athygli bandarískra fjölmiðla þegar hann mætti upp á svið með mynd af látinni ömmu sinni þegar Atlanta Falcons valdi hann númer 26 í nýliðavalinu á dögunum. Takk McKinley hélt síðan hjartræma ræðu um það hvernig hann væri nú að uppfylla loforð sitt við gömlu konuna á dánarbeði hennar. McKinley átti erfitt með sig og það var ljóst að hann var lifa drauminn og ná að bjarga fjölskyldu sinni úr mikill fátækt. McKinley var líka orðinn ríkur maður. Atlanta Falcons samdi við strákinn og hann fær 10,2 milljónir dollara fyrir fjögur ár eða einn milljarð íslenskra króna. Takk McKinley fékk strax meira en helminginn, alls 548 milljónir íslenskra króna, um leið og hann skrifaði undir. Viðbrögð hans þegar peningurinn kom inn á reikninginn slógu í gegn á samfélagsmiðlum. Þar sagðist hann vera þakklátur fyrir að fara úr því að vera bláfátækur í að verða milljónamæringur á einni nóttu. Þá bauð hann líka upp á óborganlegan dans sem má sjá hér.To see my family struggle everyday growing up and now I can help change that..YES I'M HAPPY! Don't worry I'll be this happy getting sacks pic.twitter.com/LckhYSEkQ8 — Takkarist McKinley (@Takk) June 1, 2017 Takk McKinley mun hafa það starf að reyna að fella leikstjórnendur mótherja Atlanta Falcons á komandi tíma og miðað við þennan dans þá er örugglega mörgum stuðningsmönnum Fálkanna örugglega farið að hlakka til að sjá hann fagna leikstjórnendafellunum sínum. NFL Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Einn af áhugaverðari nýliðum ameríska fótboltans á næstu leiktíð verður örugglega varnarmaðurinn Takkarist McKinley sem vanalega gengur undir nafninu Takk. Takkarist McKinley náði strax athygli bandarískra fjölmiðla þegar hann mætti upp á svið með mynd af látinni ömmu sinni þegar Atlanta Falcons valdi hann númer 26 í nýliðavalinu á dögunum. Takk McKinley hélt síðan hjartræma ræðu um það hvernig hann væri nú að uppfylla loforð sitt við gömlu konuna á dánarbeði hennar. McKinley átti erfitt með sig og það var ljóst að hann var lifa drauminn og ná að bjarga fjölskyldu sinni úr mikill fátækt. McKinley var líka orðinn ríkur maður. Atlanta Falcons samdi við strákinn og hann fær 10,2 milljónir dollara fyrir fjögur ár eða einn milljarð íslenskra króna. Takk McKinley fékk strax meira en helminginn, alls 548 milljónir íslenskra króna, um leið og hann skrifaði undir. Viðbrögð hans þegar peningurinn kom inn á reikninginn slógu í gegn á samfélagsmiðlum. Þar sagðist hann vera þakklátur fyrir að fara úr því að vera bláfátækur í að verða milljónamæringur á einni nóttu. Þá bauð hann líka upp á óborganlegan dans sem má sjá hér.To see my family struggle everyday growing up and now I can help change that..YES I'M HAPPY! Don't worry I'll be this happy getting sacks pic.twitter.com/LckhYSEkQ8 — Takkarist McKinley (@Takk) June 1, 2017 Takk McKinley mun hafa það starf að reyna að fella leikstjórnendur mótherja Atlanta Falcons á komandi tíma og miðað við þennan dans þá er örugglega mörgum stuðningsmönnum Fálkanna örugglega farið að hlakka til að sjá hann fagna leikstjórnendafellunum sínum.
NFL Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira