Sigur Rós heiðraði hina einu sönnu Sigurrós á ógleymanlegan hátt á afmælisdaginn Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 31. desember 2017 15:24 Sigurrós Elín er systir Jónsa, söngvara Sigur Rósar. vísir/getty Hljómsveitin Sigur Rós, ásamt fullum sal tónleikagesta, söng afmælissönginn fyrir Sigurrósu Elínu Birgisdóttur á tónleikum sveitarinnar í Eldborgarsal Hörpu í fyrradag. Tónleikarnir voru liður í tónlistarhátíðinni Norður og niður sem er hugarfóstur hljómsveitarinnar. Sigur Rós var stofnuð árið 1994 og var hún nefnd í höfuðið á Sigurrósu Elínu sem er systir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara hljómsveitarinnar. Hún var nýkomin í heiminn þegar sveitin var stofnuð. Sigurrós Elín fagnaði 23 ára afmæli sínu í fyrradag en hún var tekin upp á svið eftir tónleikana og heiðraði hljómsveitin auk áheyrenda hana með afmælissöngnum, sem sunginn var á íslensku.Sigurrós Elín Birgisdóttir.Visir/Instagram„Það var mjög súrrealískt að afmælissöngurinn hafi verið sunginn af 1800 manns,“ segir Sigurrós í samtali við Vísi en uppátækið kom henni gjörsamlega í opna skjöldu. „Þetta var mjög óvænt, ég vissi ekkert af þessu og var bara úti í sal.“ Sigurrós lýsir því hvernig hún var dregin baksviðs í miðju lokalaginu, Popplaginu, og síðan var farið með hana upp á svið. „Ég viðurkenni alveg að þetta var svolítið vandræðalegt enda er ég ekki vön því að vera upp á sviði,“ segir Sigurrós en bætir við að upplifunin hafi verið æðisleg. Sigurrós segir afmælisdaginn hafa verið ánægjulegan en hún varði honum í faðmi fjölskyldu og vina. „Ég fór út að borða með fjölskyldunni á Kolabrautinni í Hörpu og Jónsi gat því kíkt við. En svo þurfti hann að hlaupa,“ segir Sigurrós en Jónsi hefur eflaust haft í nægu að snúast undanfarna daga. Tónlist Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós, ásamt fullum sal tónleikagesta, söng afmælissönginn fyrir Sigurrósu Elínu Birgisdóttur á tónleikum sveitarinnar í Eldborgarsal Hörpu í fyrradag. Tónleikarnir voru liður í tónlistarhátíðinni Norður og niður sem er hugarfóstur hljómsveitarinnar. Sigur Rós var stofnuð árið 1994 og var hún nefnd í höfuðið á Sigurrósu Elínu sem er systir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara hljómsveitarinnar. Hún var nýkomin í heiminn þegar sveitin var stofnuð. Sigurrós Elín fagnaði 23 ára afmæli sínu í fyrradag en hún var tekin upp á svið eftir tónleikana og heiðraði hljómsveitin auk áheyrenda hana með afmælissöngnum, sem sunginn var á íslensku.Sigurrós Elín Birgisdóttir.Visir/Instagram„Það var mjög súrrealískt að afmælissöngurinn hafi verið sunginn af 1800 manns,“ segir Sigurrós í samtali við Vísi en uppátækið kom henni gjörsamlega í opna skjöldu. „Þetta var mjög óvænt, ég vissi ekkert af þessu og var bara úti í sal.“ Sigurrós lýsir því hvernig hún var dregin baksviðs í miðju lokalaginu, Popplaginu, og síðan var farið með hana upp á svið. „Ég viðurkenni alveg að þetta var svolítið vandræðalegt enda er ég ekki vön því að vera upp á sviði,“ segir Sigurrós en bætir við að upplifunin hafi verið æðisleg. Sigurrós segir afmælisdaginn hafa verið ánægjulegan en hún varði honum í faðmi fjölskyldu og vina. „Ég fór út að borða með fjölskyldunni á Kolabrautinni í Hörpu og Jónsi gat því kíkt við. En svo þurfti hann að hlaupa,“ segir Sigurrós en Jónsi hefur eflaust haft í nægu að snúast undanfarna daga.
Tónlist Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira