Gallagher-bræður búnir að slíðra sverðin? Atli Ísleifsson skrifar 20. desember 2017 13:30 Liam og Noel Gallagher á sviði árið 2005. Vísir/AFP Vísbendingar eru um að bresku bræðurnir Noel og Liam Gallagher, forsprakkar sveitarinnar Oasis, hafi slíðrað sverðin eftir margra ára deilur og skítkast sín á milli. Yngri bróðirinn, Liam, segir frá því á Twitter-síðu sinni að „allt sé í góðu“ milli þeirra þar sem hann er spurður um samskipti sín við bróðurinn Noel. Til líkamlegra átaka kom milli bræðranna baksviðs árið 2009 og í kjölfarið sagðist Noel hafa fengið nóg af samstarfinu. Fyrr á árinu gagnrýndi Liam bróður sinn harðlega fyrir að hafa ekki sótt fjáröflunartónleika handa fórnarlömbum hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í sumar að loknum tónleikum Aríönu Grande í Manchester Arena. Svo virðist sem að einhver þíða sé nú í samskiptunum eftir að Liam, sem gaf úr sólóplötu sína As You Were fyrr á þessu ári, óskaði Noel og starfsliði hans gleðilegra jóla á Twitter í gær.I wanna say Happy Xmas to team NG it's been a great year thanks for everything looking forward to seeing you tmorrow AS YOU WERE LG x— Liam Gallagher (@liamgallagher) December 19, 2017 Í færslunni nefnir Liam „NG“ og voru aðdáendur Oasis skiljanlega forvitnir hvort að endurfundir sveitarinnar kynnu að vera í kortunum á næsta ári. Þannig spurði einhver tístarinn Liam hvort svo kynni að fara að hann myndi taka æðiskast á Twitter um jólin ef Noel myndi ekki hafa samband. „Hann hefur þegar haft samband. Það er allt í góðu á milli okkar,“ segir Liam. Mörgum þykir þó ólíklegt að Oasis muni aftur taka saman, en Noel greindi frá því fyrr á árinu að slíkt myndi „drepa hann sem manneskju“. Tónlist Tengdar fréttir Stærstu stjörnur heims réðu ekki við tilfinningarnar í Manchester Helstu listamenn heims komu fram á styrktartónleikum Ariönu Grande í Manchester á sunnudagskvöldið. 6. júní 2017 11:30 Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Vísbendingar eru um að bresku bræðurnir Noel og Liam Gallagher, forsprakkar sveitarinnar Oasis, hafi slíðrað sverðin eftir margra ára deilur og skítkast sín á milli. Yngri bróðirinn, Liam, segir frá því á Twitter-síðu sinni að „allt sé í góðu“ milli þeirra þar sem hann er spurður um samskipti sín við bróðurinn Noel. Til líkamlegra átaka kom milli bræðranna baksviðs árið 2009 og í kjölfarið sagðist Noel hafa fengið nóg af samstarfinu. Fyrr á árinu gagnrýndi Liam bróður sinn harðlega fyrir að hafa ekki sótt fjáröflunartónleika handa fórnarlömbum hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í sumar að loknum tónleikum Aríönu Grande í Manchester Arena. Svo virðist sem að einhver þíða sé nú í samskiptunum eftir að Liam, sem gaf úr sólóplötu sína As You Were fyrr á þessu ári, óskaði Noel og starfsliði hans gleðilegra jóla á Twitter í gær.I wanna say Happy Xmas to team NG it's been a great year thanks for everything looking forward to seeing you tmorrow AS YOU WERE LG x— Liam Gallagher (@liamgallagher) December 19, 2017 Í færslunni nefnir Liam „NG“ og voru aðdáendur Oasis skiljanlega forvitnir hvort að endurfundir sveitarinnar kynnu að vera í kortunum á næsta ári. Þannig spurði einhver tístarinn Liam hvort svo kynni að fara að hann myndi taka æðiskast á Twitter um jólin ef Noel myndi ekki hafa samband. „Hann hefur þegar haft samband. Það er allt í góðu á milli okkar,“ segir Liam. Mörgum þykir þó ólíklegt að Oasis muni aftur taka saman, en Noel greindi frá því fyrr á árinu að slíkt myndi „drepa hann sem manneskju“.
Tónlist Tengdar fréttir Stærstu stjörnur heims réðu ekki við tilfinningarnar í Manchester Helstu listamenn heims komu fram á styrktartónleikum Ariönu Grande í Manchester á sunnudagskvöldið. 6. júní 2017 11:30 Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Stærstu stjörnur heims réðu ekki við tilfinningarnar í Manchester Helstu listamenn heims komu fram á styrktartónleikum Ariönu Grande í Manchester á sunnudagskvöldið. 6. júní 2017 11:30